Mánudagur, 13. apríl 2009
Orkuútrás með mútufé til Sjálfstæðisflokksins
Landsbankinn og FL-group kepptust við að múta Sjálfstæðisflokknum til að eiga sem greiðastan aðgang að Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson var formaður um áramótin 2006/2007. Fyrirtækin tvö greiddu samtals 55 milljónir til Sjálfstæðisflokksins í árslok 2006.
Um þetta leyti voru íslensku fjármálafyrirtækin búin að ryksuga upp nær öll verðmæti á Íslandi. Orkugeirinn var nánast einn eftir og hann var í opinberri eigu. Í gegnum stjórnmálaflokka, Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega, ætluðu fjármálafyrirtækin sér hlut í orkuveitunum.
FL-group/Glitnir var fyrst úti og stofnaði Geysir Green Energy (GGE). Tilraunir til að ná tangarhaldi á opinberum orkufyrirtækjum s.s. Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur voru á dagskrá haustið 2006.
Í fréttaskýringu Péturs Blöndal blaðamanns Morgunblaðsins 4. nóvember 2007 er þessi athyglisverða málsgrein um samkeppni fjármálafyrirtækjanna um orkugeirann:
Skýringin sem gefin er á flýtinum er sú að stofnaðilar GGE hafi fengið veður af því að Landsbankinn vissi af fyrirætlununum og hygðist verða fyrri til að setja á fót orkuteymi. Glitnir hafði fjárfest mikið í uppbyggingu orkuteymis, sem var ein af þremur helstu uppbyggingaráherslum bankans, og gat ekki hætt á að missa frumkvæðið í þessum efnum.
(Fréttaskýringuna í heild má lesa á bloggi Láru Hönnu Einarsdóttur)
FL-group og Landsbankinn voru sem sagt í samkeppni um eignir Orkuveitu Reykjavíkur og keyptu sér aðgang að OR með því að ausa peningum í Sjálfstæðisflokkinn.
Með því að þiggja mútufé var Sjálfstæðisflokkurinn að selja fjármálafyrirtækjum aðgang að opinberum eigum. Ætla frambjóðendur flokksins að segja kjósendum að það hafi bara verið smá mistök sem óþarfi sé að gera rellu útaf?
Athugasemdir
Þetta er fréttamennska og setur málið í samhengi, þakkir.
Steini (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 11:32
Frábært, nema þú gleymir einu smáatriði.
Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem sagði nei við sameiningu REI go GGE, og það var Björn Ingi sem sprengdi meirihlutann vegna þess og rauk í faðm Dags og Svandísar sem sáu ekkert athugavert við að keyra samrunann í gegn og "græða milljarða".
Fyrir utan þetta smáatriði, þ.e.a.s. að Sjálfstæðisflokkurinn stóð gegn þessum gjörningi á meðan vinstraliði vildi hann í gegn (en ekki öfugt eins og þú heldur fram) er þetta frábært.
Voðalega eigið þið nú erfitt þarna á vinstri kantinum og greinilega margt sem þið viljið ekki að líti dagsins ljós.
Getum við svo vinsamlegast sleppt því að kalla ruglingslegan rant Láru Hönnu fréttaskýringar? Flott.
Liberal, 13.4.2009 kl. 11:50
Mér finnst þetta nú ansi hreint ódýr "fréttaskýring" hjá þér Páll. Átt þú ekki að heita reyndur fjölmiðlamaður?
Hvers vegna lætur þú þess ekki getið í "fréttaskýringum" þínum, að það voru sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem stöðvuðu framgang REI-málsins í óþökk vinstrisinna í borgarstjórn, sem mynduðu nýjan meirihluta til að halda því áfram og þeir úthrópuðu sjálfstæðismenn fyrir að stöðva framgang samstarf Orkuveitu Reykjavíkur við FL Group. Þetta er enn eitt dæmið um dapurlega tilraun svokallaðra óháðra fréttamanna til að rangtúlka staðreyndir og allt er þetta gert af mikilli lýðræðisást, ekki satt? Spyr sá sem ekki veit!
andri.kara@gmail.com (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 11:58
Tek undir hvert orð í þessum pistli.
Liberal. Er ekki fullmikil einföldun að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sagt nei í þessu máli?
Mér virðist sem forystumenn allra flokka hafi náð samstöðu í þessu máli - burtséð frá óbreyttum flokksmönnum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 12:05
Fréttaskýringin sem vísað er í birtist í Morgunblaðinu 4. nóvember 2007 og er eftir Pétur Blöndal blaðamann.
Sjálfstæðismennirnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og fleiri voru ásamt framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni nærri búnir að selja eignir OR til útrásarfyrirtækja. Það ber að þakka sexmenningum í borgarstjórn Reykjavíkur, þ.e. borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, að láta söluna ekki ganga fram.
Frammistaða sexmenningana breytir engu um það að Sjálfstæðisflokkurinn tók við mútufé laust fyrir áramót 2006/2007. Fulltrúar flokksins reyndu að endurgjalda þá skuld með sölu á eigum OR.
Sjálfstæðisflokkurinn er sekur um spillingu sem verður hvorki afmáð með því að benda á annað böl eða frammistöðu sexmenningana.
Páll Vilhjálmsson, 13.4.2009 kl. 12:11
Sérstakur saksóknari, rannsóknarnefnd, lögreglan og efnahagsbrotadeild hljóta að ganga hreint til verks í þessu máli. Staðreyndir málsins liggja fyrir. Mútur voru greiddar af hagsmunaaðilum og við þeim tekið af forsætisráðherra og ráðamönnum í Sjálfstæðisflokknum.
Sé ekki hvað innanflokksátök í Sjálfstæðisflokki, stjórn OR eða REI hafa áhrif á þann óverjanlega gjörning. Þær snérust allavegana ekki um að endurgreiðslu á mútunum.
Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 12:17
Sæll liberal!
Lestu blöðin frá þessum tíma. Eftir viku flótta undan fréttamönnum og tilraunir til að losa sig við Villa sem Geir bannaði var niðurstaða sexmenninganna að vilja selja REI allt en ekki hálft, sem hefði verið enn ákjósanlegra fyrir FL. Það var nú allt "stoppið". Hvað þau unglingarnir voru að vandræðast breytir því ekki að greiðsla FL var hærrri en greiðsla LÍ og þeir því ofar í goggunarröðinni hjá Sjöllunum.
Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 13:59
25 og 30 miljónir, þetta geta varla talist nógu háar upphæðir til að virka sem mútur í svo stóru máli sem REI? Segir ekki sagan að Davíð hafi verið boðnar 300 millur en neitað? Voru þessar upphæðir ekki smámynt á þeim tíma í augum Fl og LB manna?
Palli (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 14:06
Sæll
Ég held að forsendur þínar séu sennilega réttar, en niðurstaðan röng. Landsbankinn var ekki á höttunum eftir Orkuveitunni, heldur Landsvirkjun, eða amk þekkingu þar í húsum. Þann 16 febrúar 2007 var Hydrokraft Invest hf, sameiginlegt félaga Landsbankans og Landsvirkjunar stofnað, sbr. þessa fréttatilkynningu
Ómar S Harðarson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 14:49
Það segir sig sjálft að svona lagað er algjört bull. Þetta voru bara þessir tímar, á sama tíma var sá sem var að redda þessum styrk frá Landsbankanum með 27 milljónir á mánuði í laun, styrkurinn sem FL gaf hefði dugað sem rekstrarkostnaður þeirra í 2 daga.
Sem sagt smá aurar í höndunum á þessum mönnum, sem er fráleitt að tengja við mútur.
Þú ættir kannski að spjalla við félaga Össur sem taldi að Orkuveitan hefði orðið af milljörðum þegar fallið var frá þessari sölu.
TómasHa, 13.4.2009 kl. 14:53
Það var enginn á höttunum eftir þekkingunni Ómar! Þetta þekkingartal var bara grín! "Plötum þau með því að segja þeim að þau séu svo klár!"
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 15:23
Að fólk skuli hafa geð í sér til að verja þessar mútugreiðslur er rannsóknarefni út af fyrir sig!
Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 15:52
Er ekki rétt munað hjá mér að fulltrúar Samfylkingarinnar hafi samþykkt þennan gjörning ásamt Binga, á meðan fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru á móti. Þú hlýtur að verða að samþykkja það þó þú sért augljós Samfylkingarpenni að þetta hefði verið samþykkt ef sjálfstæðismenn hefðu ekki verið á móti.
Það er sannleikur málsins. Allt tal um mútur segir meira um þig en allt annað.
Ingólfur H Þorleifsson, 13.4.2009 kl. 16:13
Skrýtið að FL og Landsbankinn hafi verið sammála um láta einn flokk umfram aðra njóta þessara "smáura".
En það voru víst bara þessir tímar!
Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 16:32
Hvaða fyrirtæki ertu að tala um Tómas Ha sem þú segir að hafi borgað 27 milljónir á mánuði í laun? Hvernig stendur þetta fyrirtæki núna? Gerir þú engan greinarmun á launum og ráni?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 16:40
Ég vil láta rannsaka þetta mál allt sem lögreglumál. Frá a-ö. Mútur, þjófnaður. landráð eru orð ofarlega í huga mér, þegar ég heyri um þetta tiltekna subbumál fjallað.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 17:03
Þetta eru mútur og ekkert annað, sama hvað mönnum í Sjálfstæðisflokknum
Ólafur Arnbjörnsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 17:20
Tómas, að 30 milljónir séu skiptimynt í augum FL-Group manna breytir engu um það hvort um mútur sé að ræða eða ekki. Þetta var mikilvæg upphæð fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem, samkvæmt fréttum, átti í fjárhagserfiðleikum á þessum tíma. Það er lykilatriði!
Guðmundur (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 17:39
Ef að styrkur FL Group upp á 30 milljónir voru mútur þá var samfylkingunni líkað mútað af Baugsfyrirtækjunum. Samfylkingin var bara ódýrari, litlað 3 milljónir frá FL var nóg til þess að samfylkingin greiddi tillögu um samruna Rei og Geysigreen samþykki. Mútur Fl til Sjálfstæðismanna upp á 30 milljónir voru nefnilega ekki nóg til þess að múta öllum flokknum. Þeir feldu samrunan.
Eftir stendur samfylkingin eins og ódýr hóra og gapir og reynir að leiða athyglina frá sjálfri sér með því að gera aðra tortryggna. Þetta er Samspillingin í dag.
Ingvar
Ingvar, 13.4.2009 kl. 19:53
Ingvar
Loksins sé ég einhver setja hlutina í rétt samhengi...hehe
OskarJ (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.