Sunnudagur, 12. apríl 2009
Hlutverk formanns í flokkskreppu
Fyrsta hlutverk formanns Sjálfstæðisflokksins er að halda flokknum saman, er gamalt viðkvæði. Þar er vísað til þess að í flokknum eru hópar og öfl sem stundum eru saupsátt. Hryðjurnar sem ganga yfir flokkinn um þessar mundir eru ekki vegna innbyrðis ósættis heldur af hinu að þjóðin er ósátt við Sjálfstæðisflokkinn, svo að notað sé kurteist orðalag.
Sjálfstæðisflokknum urðu á þau pólitísku mistök að reiða fram frjálshyggjuborð án þess að kenna þeim borðsiði sem þar settust að snæðingi. Þegar það rann upp fyrir þáverandi formanni, Davíð Oddssyni, að sumir veislugesta kunnu ekki mannasiði og aðrir voru ótíndir glæpamenn reyndi hann að reisa skorður. En það var um seinan. Veislan var hafin og andóf Davíðs var hjáróma í gleðinni.
Þegar veislunni lauk með októberhruninu var eðlilega spurt um ábyrgðina á allri vitleysunni. Og enginn getur neitað því að Sjálfstæðisflokkurinn ber almenna pólitíska ábyrgð á frjálshyggjuveislunni sem lauk með skelfingu. Þetta eru pólitísk mistök sem stjórnmálaflokkur leiðréttir með því að endurskoða hugmyndafræði sína. Sjálfstæðisflokkurinn er saklaus af óábyrgum rekstri fjármálafyrirtækja og óráðssíu einstaklinga og fyrirtækja.
Mútumálið, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn tekur við siðlausum peningagreiðslum og hyglir fyrirtækjum sem reiddu fúlgurnar af hendi, er aftur á móti heilt og óskipt á ábyrgð flokksins. Flokkurinn getur ekki vikist undan því að axla ábyrgðina með því að flekkaðir trúnaðarmenn flokksins víki.
Formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að sundra flokknum, krefjast afsagnar tilgreindra trúnaðarmanna, til að það grói um heilt milli Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar.
Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll þú ættir að hætta að kenna þig við þennan flokk.Þessi Bjarni er oft tvísaga.Enginn trúverður lengur. Burt með þetta lið.
Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 21:37
Sæll Páll.
Það er reyndar út af fyrir sig nokkuð kátleg staðreynd að það skyldi verða hlutskipti Davíðs Oddsonar að bjóða til þessarar veislu þar sem óboðnir gestir átu sig nýríka en sjálfur Kolkrabbinn varð að sætta sig við að hirða molana. Þetta er ekki síst hjákátlegt í ljósi þess, að umboð Davíðs til veisluboðsins kom frá "gamla góða" Kolkrabbanum.
En nú er veislunni sem sagt lokið. Óboðnu gestirnir eru flúnir með allt sem eftir var á hlaðborðinu, en eftir sitja þeir gamalgrónu sem trúlega munu bjargast fyrir hornið á endanum.
Nýi formaðurinn mun feta í fótspor fyrirrennaranna og reyna að halda flokknum saman. Að vísu blasa við 4-8 ár í stjórnarandstöðu. Það kann að reynast of langur tími. Límingin sem heldur þessum flokki saman er nefnilega fólgin í völdunum.
Það er ekki nýtt að Sjálfstæðisflokkurinn fái háa styrki frá "réttum mönnum" en tugi milljóna efast ég um að megi nokkur staðar finna fyrr einmitt hér.
Ég leyfi mér ekki að fullyrða að þetta séu mútur. Það gæti vissulega staðist og þá væru þessar 30 millur kannski eignfærðar sem "viðskiptavild" í bókum FL-Group.
En þegar þú nefnir að "grói um heilt milli Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar" er ég ekki alls kostar sammála. Það sár sem plástrinum var skyndilega kippt ofan af hefur verið auðséð öllum þeim sem sjá vildu í marga áratugi. Það hefur aldrei gróið og mun ekki gróa. Ég sé enga ástæðu til að fela það með nýjum plástri.
Jón Daníelsson, 12.4.2009 kl. 22:44
Sæll Jón
Gaman að sjá þig gamli refur og líka svona ungan og hressan í anda. En þú ert í vitavonlausum flokki, gamli vin. Á kjördag veit ég að þú lætur ekki x við prófkjörsflokkinn þinn. Lifðu heill.
Páll Vilhjálmsson, 12.4.2009 kl. 22:52
Með leyfi blogghafa.
Ég fyrirlít spillingu gömlu einkavinvæðingastjórnmálaflokkana. Engu að síður finnst mér ómaklegar árisirnar á Bjarna formann. Hann laug engu um það að
Kjartan vissi um styrkina í gær. Aðspurður, þá gat hann sér til um það. Fannst það líklegt. Sömuleiðis finnst mér Simundur ekki geta tekið á sig meintar syndir sinna forfeðra sinna. Maðurinn verður aldrei mikið nema af sjálfum sér og á hvorki að gjalda eða njóta síns ætternis. Ég tel að báðir þessir formenn komi inn í stjórnmálin með góðum hug og vilji gera vel. Við skulum ekki brjóta þá niður óverðskuldað strax á byrjunarreit. Ég las einnig á blogginu í dag, að Jóhanna hefði aldrei gert neitt. Jóhanna, í sinni ráðherratíð gjörbreitti lífi fatlaðra hér á landi svo hægt er að tala um byltingu hvað varðar aðbúnað og þjónustu við fatlaða. Bara svo ég nefni eitt dæmi. EN sukkið og svínarríið sem viðgengst hefur í sjálfstæðisflokknum undanfarin ár er gjörsamlega óferjandi. Möndlið í kringum Rei, er sennilega það ógeðfeldasta af því öllu saman.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 23:36
KolbrúnBára - það sem Jóhanna gerði í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var gerlegt vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn voru búnir að treysta fjárhag ríkisins - greiða upp allar skuldir ríkissjóðs og koma ríkinu lygnan sjó. Alþýðuflokkurinn tók þátt í þessu með Sjálfstæðisflokknum í upphafi 18 ára tímabilsins.
Að hrósa Jóhönnu fyrir þtta en svívirða Sjálfstæðisflokkinn á sama tíma er þess vegna ekki beint rökfast eða kynsamlegt - eða hvað?
Annað 5 af 6 borgarfulltrúum Sjálstæðisflokksins komu í veg fyrir að REI málið færi lengra - Björn Ingi sprengdi þá samstarfið og tók upp samstarf við - Samfylkingu og VG til þess að koma þeim málum áfram - sem tókst ekki sem betur fer.
Þú verður að vera örlítið betur inni í málunum áður en þú lætur vaða - finnst mér.
ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2009 kl. 07:51
Það er mikið vit í því sem þú segir hér Páll, sem oft áður. Upphafið að froðunni og peningaprentuninni er hinsvegar í kringum kvótakerfið í sjávarútveginum, þar hefur skepnuskapurinn verið mestur. Við eigum eftir að sjá hvernig okkur reiðir af með þann pakka sem búið er að skrifa á auðlindina í sjónum.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.4.2009 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.