Skipulagt gjaldþrot

Ofþensla síðustu ára leiddi til þess að margskonar atvinnurekstur hófst í loftbóluhagkerfinu. Þegar bólan er sprungin þarf að grisja fyrirtækjaskóginn. Undir venjulegum kringumstæðum ætti markaðurinn sjálfur að vinna sig í gegnum þennan vanda. Þau fyrirtæki sem eru í eðlilegum rekstri og skuldsett í takt við afkomu myndu lifa en hin lognast útaf.

Kringumstæður eru á hinn bóginn ekki eðlilegar með því að ríkið á alla bankana sem þýðir að þeir hafa öll ráð fyrirtækja í hendi sér.

Stjórnvöld verða að senda skýr skilaboð um hvernig þau annars vegar sjá fyrir sér að atvinnulífið þróist á næstu árum og hins vegar hvernig þau vilja að tekið sé á fyrirtækjum.

Það liggur í hlutarnis eðli að þeir eigendur sem keyrt hafa rekstur í þrot eiga ekki að fá niðurgreidda aðstoð hins opinbera til að halda sér á floti. 

Það mætti hins vegar hugsa sér að búa til pakkalausnir fyrir rekstur sem talinn er geta gert sig þar sem starfsmenn fá tækifæri til að taka yfir reksturinn með opinberri aðstoð og ef til vill aðkomu lífeyrissjóða.

Ef stjórnvöld ætla ekki að láta vælið í Samtökum atvinnulífsins stjórna umræðunni þarf að koma einhver stjórnvaldspæling um atvinnurekstur í skugga kreppunnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég varpa fram eftirfarandi spurningu: ætli það sé auðveldara fyrir vinstri stjórn að hunsa "vælið" í Samtökum atvinnulífsins heldur en stjórn Sjálfstæðisflokksins?

Baldur Hermannsson, 7.4.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Baldur, ég er ekki frá því að vinstrimönnum sé þægilegra að skella skollaeyrum við atvinnurekendum en sjálfstæðismönnum.

Páll Vilhjálmsson, 8.4.2009 kl. 18:50

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk, Páll. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 18:54

4 identicon

30,milljónir+25,milljónir.til $jálfstæðisflokksins.?????? Páll og Baldur,Flott hjá XD Gaman að sjá hve þeir eru öflugir að tálga atkvæðin burt,hvað skyldi koma upp næst?

Númi (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband