Mánudagur, 6. apríl 2009
ESB vill gleypa Ísland en hafnar Tyrklandi
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti ítrekaði í dag andstöðu sína við að Tyrkland fengi inngöngu í Evrópusambandið. Þjóðverjar, Austurríkismenn og Hollendingar eru sama sinnis þótt fáir segi það upphátt. Tilefni orða Sarkozy var hvatning Barack Obama Bandaríkjaforseta um að Sambandið hleypti Tyrkjum inn.
Evrópusambandið er viljugt að taka í faðm sinn lönd eins og Ísland og Noreg sem hvorttveggja eru smáþjóðir og breyta í engu valdajafnvægi stórþjóðanna. Tyrkland yrði aftur á móti fjölmennasta ríki Evrópusambandsins.
Andstaðan við inngöngu Tyrkja afhjúpar málflutning þeirra sem reyna að selja Evrópusambandið sem samráðsvettvang fullvalda ríkja. Sambandið er valdablokk stórríkja álfunnar. Smáþjóðir sem ganga til liðs við Evrópusambandið gera það af illri nauðsyn fremur en löngun til þátttöku.
Tyrkland sótti um inngöngu í Evrópusambandið fyrir þrjátíu árum. Árið 2005 hófst samningaferli sem mögulega/hugsanlega/kannski leiðir til inngöngu Tyrklands árið 2020.
Hér er umfjöllun í Times um Tyrkland og Evrópusambandið.
Athugasemdir
Tyrkjum verður að líkindum aldrei hleypt inn...að vísu er það ekki alveg rétt...þegar Tyrkjum og afkomnedum þeirra fjölgar nóg í Þýskalandi og í Frakklandi breytist það kannski...það yrði þó tæplega fyrr en 2020...þannig að jú ætli ég taki ekki undir það með þér Páll....2020
Haraldur Baldursson, 6.4.2009 kl. 21:26
Tyrkland er nú mestan part í Asíu, ekki í Evrópu svo ég sé nú ekki í fljótheitum hvern déskotann þeir hafa að gera í ESB.
Og ég hef heldur aldrei getað skilið hvað Ísrael er að gera í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. En hvað veit ég?
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 21:37
Þessi fullyrðing með að ESB muni gleypa Ísland er eins langt frá sannleikanum og hægt er. Ég hef reyndar trú á því að þú og margir fleiri viti betur, þó enn sé verið að rembast við að halda þessari fyrru fram. Þegar við verðum komin inn í ESB mun hið sanna koma í ljós, að okkur vegni betur í ESB en utan þess.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.4.2009 kl. 22:08
Tjah... Í áfanganum hjá mér um Mannréttindasáttmála Evrópu virtist stundum sem meirihluti alvarlegra mannréttindabrota í álfunni eigi sér stað í Tyrklandi (þetta var orðið hálffyndið áður en yfir lauk).
Það hefur víst horft til betri vegar hvað þetta varðar undanfarin ár en ég held að Tyrkland eigi enn nokkuð í land áður en þeir eiga erindi í ESB.
Páll Jónsson, 6.4.2009 kl. 22:09
Æi þessi ESB umræða. Ég var að horfa á framboðsfund á RÚV og þar sögðu þeir hver á eftir öðrum að þeir vildu "fá samning til að kjósa um, sjá hvað er í boði" eins og það væri ekki meira mál en að máta skó. Einn orðaði það meira að segja þannig að hans flokkur vildi "ekki sækja um aðild, heldur bara fara í viðræður".
Hvernig er við því að búast að hinn almenni kjósandi geri sér grein fyrir gangverkinu þegar frambjóðendur skilja það ekki?
Haraldur Hansson, 6.4.2009 kl. 22:25
Það væri flott að fá nokkur milljón Tyrki inn á Evrópska vinnumarkaðinn eða bara út í samfélagið. Okkur veitir ekki af að fá gömul og rótgróinn múslimsk gildi í samfélagi Evrópu!!! Hann má nú eiga það hann Sarkozy að hann segir það sem honum finnst í stað þess að passa sig að styggja ekki áheyrendur. Hann kemur heiðarlegar fram en margur annar. Íbúafjöldi Tyrklands í dag er um 70 milljónir og þeir eru flestir hugmyndafræðilega staddir um 100 til 200 árum á eftir okkur. Sem dæmi þá vildu þeir ekki sjá Dana sem framkvæmdastóra Nató af því að Anders Fogh vildi ekki refsa þeim sem báru ábyrgð á teikingum af Mohamed spámanni. Viljum við fá svona lið í EB? Er ekki nóg komið af fólki sem getur ekki og vill ekki aðlagast?
booboo (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:32
Mjög gott, mjög gott.
Páll Vilhjálmsson! Sem sannfærður Evrópusinni hvet ég þig til að skrifa sem mest opinberlega gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ekki láta blogg duga Páll. Skrifaðu einnig í dagblöðin.
G.
Gunnar (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 00:53
Það er ekki hlaupið að því fyrir ESB að taka Tyrkland inn og veita þegnum Tyrklands jöfn réttindi um alla evrópu. Því þetta er svipað og að Mexíkó yrði 51 ríki BNA. Það þarf að byggja landið mun betur upp heldur en nú er og einni nágrannalöndinn. Því austur evrópa myndi ekki ráða við óhefta samkeppni frá Tyrklandi, að minnsta kosti eins og er. En tyrkir eiga samleið með evrópu, ég meina þeir unnu Eurovison einu sinni.
En hvað er með þessa fullyrðingu
"ESB vill gleypa Ísland en hafnar Tyrklandi"
Hverjir innan ESB munu gera þetta? Þú hlýtur að vera með góða hugmynd um hvaða einstaklingar þetta eru eða hópur einstkalinga? Hvernig mun þetta fara fram? Verður þetta eins og kvótabraskararnir gerðu í litlum sjávarþorpum? Eru þetta hollenskir garðyrkjubændur sem sjá tækifæri hér? Eru þetta sænsk leigufélög sem sjá markað í því að kaupa tómar blokkir í Reykjavík til þess að leigja aftur?
Ég held að þú verðir að útskýra það betur hvernig ESB mun "gleypa Ísland". Því ég á erfitt að skilja hvað liggur að baki.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 01:13
Þetta eru ekki "einstaklingar", Magnús, heldur stórveldin gömlu: Frakkland, Spánn, Bretland og Þýzkaland, knúin áfram af stórauðvaldi sínu. Öll eiga þau ljóta arfleifð að baki, og gerðu ekki ráð fyrir, að þau hafi orðið fyrir stökkbreytingu og séu nú ekkert nema elskulegheitin.
Niður með þetta bannsetta ofríkisbandalag.
Haraldur Hansson bendir réttilega á aulaháttinn í þessum NV-frambjóðendum, hvernig þeir töluðu um þessi EBé-mál var þeim til rakinnar skammar. Ásbjörn Sjalli af Nesinu var ekki fyrr byrjaður vel en hann botnaði það með öfugmælavitleysu í takt við hina. Einna skást lízt mér á Sigurjón.
Páll, þetta var góð greining og skýring hjá þér: "Tyrkland yrði aftur á móti fjölmennasta ríki Evrópusambandsins. – Andstaðan við inngöngu Tyrkja afhjúpar málflutning þeirra sem reyna að selja Evrópusambandið sem samráðsvettvang fullvalda ríkja. Sambandið er valdablokk stórríkja álfunnar. Smáþjóðir sem ganga til liðs við Evrópusambandið gera það af illri nauðsyn fremur en löngun til þátttöku."
Og ég þakka pent fyrir mig.
Jón Valur Jensson, 7.4.2009 kl. 01:36
Ég vil reyndar benda á að Þýskaland er þó nokkuð fjölmennara en Tyrkland. Ég vil ekki vera smámunasamur, pointið ykkar er gilt fyrir því, þetta stingur bara svolítið í augun.
Pointið gæti hins vegar kveinkað sér aðeins undan þeirri staðreynd að sem efnahagsveldi jafnar Tyrkland ekki einu sinni Spán...
Páll Jónsson, 7.4.2009 kl. 02:12
Má ekki kenna Tyrkjum fyrst, áður enn þeim er hleypt inn í ESB að jörðin sé ekki flöt? Þýslanda hefði ekki komist svona flótt í góðan efnahag ef það væri ekki fyrir tyrkneskra verkamanna og fáeinna Búlgara.
Ísland uppfyllir EKKI skylirði fyrir inngöngu í ESB vegna fjármála sinna. Mér finnst alveg með ólíkindum að íslendungar með vit í hausnum, eins og Jón Frímann haldi að ESB bjargi einhverju á Íslandi.
Við eigum ekkert erindi þangað frekar enn Noregur, og samtök Svíja sem eru að berjast fyrir því að koma sér úr þessu ESM klandru sem Carl Bild og Göran Person laug þá inn í, fer sífellt stækkandi.
Þeir eru alla vega búnir að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar ESB hefur haft.
Og þau eru mjög neikkvæð fyrir venjulega Svíja. Ég er búin að vera þar síðan 1988 og fylgdist með velefnuðu landi hrynja vegna þessarrar aðildar að ESB.
ESB er bara "aðalsmanna" glæpaflokkur og ekkert meira enn það. Og verður aldrei.
Óskar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 03:40
..neitt annað...vantaði þarna. Afsaka aldrei staffsettningarvillur.
Óskar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 03:44
Haraldur Hansson segir: "....Einn orðaði það meira að segja þannig að hans flokkur vildi "ekki sækja um aðild, heldur bara fara í viðræður"."
He he - núna bara verð ég að fá að vita hvaða frambjóðandi sagði þetta! Ég missti af þessum framboðsfundi. Please do tell.
Malína (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 04:22
Páll Jónsson sagðist vilja "benda á að Þýskaland er þó nokkuð fjölmennara en Tyrkland," en munurinn er ekki meiri en svo, að Tyrkland fer fram úr Þýzkalandi í fólksfjölda innan ekki margra ára, mest vegna tímgunarleysis hinnar áður stoltu þjóðar í Mið-Evrópu.
Þjóðverjar eru áætlaðir að verða 82,3 milljónir um mitt þetta ár, en Tyrkir 76,8 millj. Aukning árlega í Tyrklandi er nú um stundir áætluð 1,312%, en fækkun Þjóðverja árlega 0,053%. Sú fækkun stóreykst þó eftir um hálfan áratug, því að þá fer fólk í hinum fjölmennu árgöngum, sem fæddust frá lokum Seinni heimsstyrjaldar og fram á pillukynslóðina (7. áratug), að deyja í verulegum mæli, á meðan barnsfæðingar eru og verða langt fyrir neðan nauðsynlegt lágmark.
Í Tyrklandi fæðast nú árlega 16,15 börn á hverja 1000 íbúa, en í Þýzkalandi fæðast nánast helmingi færri börn á hverja 1000: 8,18, skv. CIA Fact Book um þjóðir og ríki heims. Sést hér vel, hverjir haldnir eru uppdráttarsýkinni, ekki hinir þróttmiklu Tyrkir, heldur djásnið sjálft í útópíska aulasambandinu EBé. Eru Þjóðverjar fjarri því að vera einir um svo lágar fæðingartölur í bandalaginu, sumar þjóðir þar eru umtalsvert lægri.
Í Þýzkalandi fæðast nú einungis 1,41 barn á hverja konu (að 0,705 börn fæðist á hvern einstakling, karl og konu, er vitaskuld leiðin til hrikalegrar fólksfækkunar, meira en 30% á hverri kynslóð, enda þarf 2,1 barn að fæðast á hverja konu til að þjóð standi í stað i mannfjölda). En í Tyrklandi fæðist 2,21 barn á hverja konu (langmest þó hjá sveitafólki og ófaglærðum, allt upp í sex börn á konu í SA-hlutanum; það eru slíkar fjölskyldur -- um leið hinar ræktunarsömustu við islam -- sem einna helzt, auk iðnaðarmanna, myndu leita sér vinnu í EBé).
Nánar um þessi mál á færslumöppu minni Fólksfækkunarhættan.
Jón Valur Jensson, 7.4.2009 kl. 09:38
Jón Valur ég skil ekki poffs hvað þú meinar með þessari setningu (þú minnir mig reyndar á svona "post-modern text generator", málfræðilega rétt en innihaldið algjör þvæla)
"Þetta eru ekki "einstaklingar", Magnús, heldur stórveldin gömlu: Frakkland, Spánn, Bretland og Þýzkaland, knúin áfram af stórauðvaldi sínu."
Í hvaða formi munu þessi ríki koma til Íslands? Með her? Frakkar komu í fyrra, við afþökkuðum komu Breta, Spánn hafði ekki efni á að koma og ég veit ekki hvað er með Þýskaland. Þetta eru allt NATO þjóðir eins og við.
Yfirtaka eignarhald á auðlindum landsins upp í skuldir? En nú verða auðlindir landsins gerðar af sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá (nokkuð sem hinir svokölluðu ofuríslendingar íhaldsins geta ekki hugsað sér). Með þessu eru búið að eyða einu hættu á framsali auðlinda. Þannig að afnotarétturinn verður eingöngu til samninga. Eignarhaldið verður hjá þjóðinni og það þyrfti þá þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að afnema það.
Mín spurning er söm og áður, hvernig munu þessi ríki gleypa okkur, hvernig fara þau að því? Hver er aðferðarfræðin?
@Óskar Svíþjóð lenti í svipuðu veseni og Ísland er núna um 1990, þegar bankakerfið þeirra riðaði til falls og þeir þurftu að daðra við IMF, en sluppu frá því. Hluti af þeirra lausn var að ganga í ESB en slepptu því að taka upp evruna, svíum þótti veik króna fýsilegri. En eins og íslendingar þá eru svíar sjálfum sér verstir, ef þeir hefðu bara brot af frumkvöðlakrafti Dana þá væru þeir í annarri stöðu. Þeirra vandi byggist upp á því að atvinnulífið hefur byggst upp á fáum stórum fyrirtækjum, frekar en fáum stórum. Þessi stóru fyrirtæki hafa síðan sogað til sín hæfasta fólkið. Þetta var allavega mín tilfinning þegar ég bjó þar (skrítið að búa í Svíþjóð þetta er eins og að vera útlendingur í eigin heimalandi).
Aðalatriðið í ESB er að þetta er engin töfralausn, en það er engin að koma hingað til lands og hrifsa hluti til sín. En ef við sköpum gott atvinnuumhverfi þá munu menn vilja fjárfesta hér. Það sem við fáum í staðin er stöðugan gjaldmiðil og stóran heimamarkað, mæli með þessari grein hér.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 10:26
"... frekar en mörgum smáum" átti þetta að vera
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 10:28
Við verðum að fara í aðildarviðræður svo við vitum hvernig samningur er í boði. Það þýðir samt ekki að við samþykkjum hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er nauðsynlegt að þetta fari í ferli því annars verður endalaust karpað um þetta mál. Er þetta möguleiki fyrir okkur? Það er stóra spurningin. Sóttu ekki Svíþjóð og Finnland einmitt um aðild þegar þeirra þjóðir voru í kreppu?
Ína (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 10:32
Einari Hanssyni hentar hér vel að mæta með betlistafinn, en ekki uppréttum Íslendingum. Leyfum frekar genginu að falla enn meira, eins og snillingurinn Margeir Pétursson í MP-fjárfestinabanka segir raunar óhjákvæmilegt, og stóraukum þannig útflutningstekjur okkar og samkeppnisstöðu íslenzks iðnaðar, landbúnaðar og ferðaþjónustu, auk þess að skapa hér til langframa hagstæðan viðskiptahalla, vegna alls þessa og aukins sjálfsþurftarbúskapar, en bætum þeim, sem eru með skuldir í erlendum gjaldeyri, upp (að því marki sem þörf kann að krefja) þann stríðskostnað sem þeir væru að taka á sig, því að hann á í allnokkrum mæli að vera samfélagsins, vegna þessarar stefnu sem farin væri.
Jóhanna og Ingibjörg Sólrún (málsvari EBé í Icesave-deilunni, sú sem tímdi ekki að eyða tæpl. 0,3 pró mill af Icesave-skuldabréfinu fyrirhugaða í lögfræðikostnað til að hrinda af okur frekustu kröfur Bretanna!) eiga sinn hlut í því, hvernig fór, og þær bæta ekki úr skák fyrir sér með því að leggja Ísland undir erlent stórveldi.
Jón Valur Jensson, 7.4.2009 kl. 10:34
Ég var ekki búinn að lesa hvert orð í innleggi þínu, Einar. Þú spyrð mig:
"Í hvaða formi munu þessi ríki [Frakkland, Spánn, Bretland og Þýzkaland] koma til Íslands? Með her?"
Ríki geta unnið lönd og auðlindir með öðrum hætti en þeim. Beinast liggur við fyrir þau að nota Bé-batteríið, semja sífellt ný lög og reglugerðir (þær eru 10.000, geta vel orðið 20.000 eða fleiri), nýta sér það, að þau eru að fara að afnema neitunarvald einstakra ríkja, og hefja síðan nýja sókn eftir auðlindum, eins og þeir eru í startholunum með, enda líta þeir svo á, að sem mest eigi að vera sameiginlegt og að atvinnufrelsi hvaða EBé-borgara sem er eigi að ná til allra svæða þar.
Kanada þurfti ekki her til að leggja undir sig Nýfundnaland og fiskimið þess, 31. marz 1949, sem Hallur Hallsson skrifaði vel um í Mogganum. Þar hefur öllu farið aftur eftir þá "sameiningu", og þjóðinni fækkar beinlínis. EBé-dindlarnir geta þó huggað sig við það, að hér gætu þeir fjölgað þúsundfalt Tyrkjunum, sem fengju þá tækifæri til að undirbjóða Íslendinga á atvinnumarkaðnum.
Þrasaðu í þessu með útrásarvíkingana, en það eru engin rök til að svíkja þesa þjóð og það sem ávannst með sjálfstæðisbaráttu hennar.
Jón Valur Jensson, 7.4.2009 kl. 11:15
Óskar þessi Arnórsson á í þvílíkum vandræðum með skrökhneigð sína, þegar ég á í hlut, og æsingaskrif í sambandi við það, að hann hefur ítrekað þurft að eyða sínum eigin bloggum, heilu vefsíðunum! Óþarfi ætti að vera að geta þess, að ég hef aldrei skrifað eitt aukatekið orð til varnar einnhverjum hópnauðgurum á Filippseyjum, en skraf hans hér ofar er dæmigert fyrir slík óravilluskrif mans þessa í sama dúr.
Viltu ekki skikka hann til að halda sér hér við efnið, Páll minn?
Svo biðst ég afsökunar á tímabundinni hneigð tölvu minnar til að fella niður stafi hér og þar í máli mínu.
Jón Valur Jensson, 7.4.2009 kl. 11:31
@Jón. Ógæfa Nýfundlendinga var ekki að tilheyra Kanada, þeirra ógæfa var að vera undir bresku krúnunni. Krúnu sem fórnaði bestu sonum nýfundnalands á vígvöllum evrópu í fyrri og seinni heimstyrjöldinni. Eftir svona blóðtökur þ.s. heilu kynslóðirnar voru þurrkaðar út voru meira en eyja eins og Nýfundaland gat þolað.
Að segja að ganga í kanadíska ríkjasambandið hafi verið þeirra aðal ógæfa er því hryllileg einföldun. En samt sem áður eru Nýfundlendingar sinnar eigin gæfusmiðir, Kanada skapar þeim tryggir þeim tryggt umhverfi til þess að starfa í, ef þeir gera það ekki þá er það þeirra eigin ógæfa. Reyndar tala kanadamenn um Newfy jokes, sem eru svona Hafnarfjarðarbrandarar þ.s. gert er grín af umkomuleysi Nýfundlendinga.
Eins og alltaf þá er okkar gæfa byggð okkar vinnu, ef eitthvað klikkar þá er ekki við neinn að sakast nema okkur sjálf. Það er aldrei virðing borin fyrir fórnalömbum, því eigum við ekki að leika þau. ESB mun eingöngu gera okkar verkefni léttari, því einhvera hlutavegna er okkur fyrirmunað að ná stöðugleika í efnahagsmálum. Þessi stöðugleiki er lykilatriði til þess að atvinnulíf hér á landi geti þryfist til framtíðar.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 11:55
Nei JVJ, þú hefur ekki varið þær, enn aldrei kríteserað þær heldur. Sama mál.
Einari Hanssyni er ekki hægt að svara enda kommentinn hans bar tómt rugl.
Óskar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 12:39
Tyrkland hefur einn hræðilegan skávanka og hann heitir íslam. Sarkozy á heiður skilinn.
marco (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 13:10
Tyrkland er bara skrípalingaþjóðfélag. Oft verið í Tyrklandi. Insanbul og fleiri stöðum.
Leigði mér lífvörð fyrir skít og kanel, enda bara hermenn og glæpamenn þarna.
Var einu sinni að drekka kaffi á flugvellininum þar, í transit, og fékk tvær vélbyssur í andlitð og þeir töluðu bara tyrknesku við mig. Þeir vildu fá skóna mína sem ég lét þá fá.
Ég fékk þó skóna aftur í tæka tíð, og rétt náði flugvélinni til Bangkok, þangað sem ég var á leiðinni til.
Pulsa og og kók kostuðu næstu 4 milljónir í þessum gjaldmiðli sem þeir eru með.
Ég náði alla vega að klára kaffið. Þeir eiga það þó að þeir kunna að gera almennilegt kaffi.
Óskar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 13:37
Óskar, með orðum þínum kl. 12:39 ertu beinlínis að játa og lýsa sjálfan þig lygara, þegar þú sagðir um mig í innleggi þínu kl. 11:08: "Hann er bæði heigull og málssvari hópnaupgana á Filipseyjum" (sic). So much for your credibility.
Einar Hansson, vissulega eru mál okkar komin "í hringavitleysu," þegar atvinnuleysið hefur vaxið svo hrikalega, að það er nú komið í stöðugu og vanalegu töluna, sem það hefur löngum mælzt í úti í Evrópubandalags-löndunum!
Þú segir Atvinnuleysissjóð verða tóman áður en þetta ár er liðið og spyrð: "Hvað á þá að gera við alla atvinnuleysingjana? Skilgreina þá sem öryrkja og tæma þann kassa í viðbót?" – Svarið er nei, ríkissjóður þarf að hlaupa þar beint undir bagga. Nú eru þetta um 25 milljarðar kr. á ársgrundvelli – viðráðanlegt, en ekki með því að gefa útlendingum allt sem við eigum og ennþá síður með því að gefa Risa- og hrörnunarbandalagi Evrópu landið og miðin.
Jón Valur Jensson, 7.4.2009 kl. 13:44
"ESB vill gleypa Ísland"
Fínt!, ef aðild að ESB getur orðið til þess að minnka völd íslenskra stjórnmálamanna sem endanlega hafa sýnt vanhæfni til að stjórna landinu.
Finnur Hrafn Jónsson, 7.4.2009 kl. 18:50
Hér, í innleggi Finns Hrafns Jónssonar, heyrist boðskapur þeirra sem vilja afsegja lýðveldið, hafna árangri sjálfstæðisbaráttunnar og beygja okkur undir erlent vald. Vilji Finnur þessi komast undir það erlenda vald, eru hæg heimatökin hjá honum, meðan hann getur það í krafti EES-réttinda, að flytja sig yfir til meginlandsins og halda sig þar þaðan í frá. Íslenzkt stjórnmálalíf tapar engu á því.
Jón Valur Jensson, 7.4.2009 kl. 20:17
Frammistaða íslenskra stjórnmálamanna hefur leitt til þess að þjóðin er komin undir járnhæl erlendra skuldareigenda, rúin öllu trausti og trúverðugleika.
Nú vilja þessir sömu menn að við treystum þeim til að leiða okkur út úr kreppunni. Því minna sem þeir koma nálægt því, því betra.
Tökum dæmi. Þeir sem hafa staðið á bak við gjafakvótakerfið halda því fram að við megum ekki missa yfirráðin yfir sjávarútvegsmálum. Meðan kvótinn er gefin er mér slétt sama hvort hann er gefinn upp í Mosfellssveit eða til Brussel. 500 miljarða skuldahali sjávarútvegsins segir allt sem segja þarf um skynsemina í kerfinu.
Annað dæmi. Með 18 þús. manns atvinnulaus þar sem 100 bætast við á hverjum degi fæst ekki tekið á dagskrá frumvarp um álver í Helguvík.
Loks má nefna að fjöldi íslenskra stjórnmálamanna virðist standa í þeirri trú að Íslendingar geti haldið úti minnsta gjaldmiðli í heimi og notað hann til að taka þátt í nútíma alþjóðaviðskiptum. Yfir 60 ára raunasaga krónunnar með algjöru skipbroti í fyrra virðist ekki duga til að sannfæra þá um nauðsyn þess að taka upp gjaldgengan gjaldmiðil, hvort sem það væri evra eða dollari.
Aum var frammistaða Sjálfstæðisflokksins í stjórn, enn aumari virðist frammistaðan ætla að verða í stjórnandstöðu.
Núverandi ríkistjórn samanstendur af fólki sem aldrei hefur verið talið að hægt væri að treysta fyrir efnahagsmálum. Það hefur ekkert breyst. Eina sem gerðist er að þau komust til valda vegna ótrúlegs getuleysis þeirra sem komu á undan.
Finnur Hrafn Jónsson, 7.4.2009 kl. 21:30
"Loks má nefna að fjöldi íslenskra stjórnmálamanna virðist standa í þeirri trú að Íslendingar geti haldið úti minnsta gjaldmiðli í heimi og notað hann til að taka þátt í nútíma alþjóðaviðskiptum. Yfir 60 ára raunasaga krónunnar með algjöru skipbroti í fyrra virðist ekki duga til að sannfæra þá um nauðsyn þess að taka upp gjaldgengan gjaldmiðil, hvort sem það væri evra eða dollari," segir Finnur Hrafn hér á undan.
En krónan er í 1. lagi 87 ára og hóf heldur enga "raunasögu" fyrir 60 árum, a.m.k. ekki með þeim afleiðingum, að við Íslendingar höfum þá lokazt af í fátæktargildru stöðnunar – fjarri fer því. Þeir menn – eins og Gunnar Sigurðson hjá Borgarahreyfingunni á framboðsfundinum sem sjónvarpað var í gær frá Ísafirði – sem halda því fram, að "krónan hafi alltaf verið handónýt," tala eins og þeir séu fæddir í gær. Saga Íslands frá því að við fengum sjálfstæði 1918 og (við skulum segja:) næstu 80 árin var glæsileg ferð frá fátækt til velsældar. 1918 bjuggu sumir enn í moldarkofum, og hér var mikil fátækt flest ár fram yfir kreppu 4. áratugarins, en eftir það nær samfelld framþróun og verðmætasköpun, meiri á hverjum áratug en á hverri öld þar á undan. En Finnur Hrafn mætir hér með sína vanþekkingu og svartagallsraus, sem er að engu hafandi.
Það er engin þörf á því, að við lögum efnahagslíf okkar og peningastefnu að hentugleikum og hagsmunum þeirra, sem vilja vera í útrásarvíking. Þeir geta gert það á eigin reikning í öðrum löndum, ekki á ábyrgð okkar og ekki með því að setja okkar ágæta gjaldmiðil í hættu.
Að gengið hafi fallið, er eðlilegur hlutur eftir handstýrt hágengi hennar, ábyrgðarlaust framferði bankanna og vitlausa stefnu Seðlabankans.
Jón Valur Jensson, 7.4.2009 kl. 22:14
JVJ: "Saga Íslands frá því að við fengum sjálfstæði 1918 og (við skulum segja:) næstu 80 árin var glæsileg ferð frá fátækt til velsældar. 1918 bjuggu sumir enn í moldarkofum, og hér var mikil fátækt flest ár fram yfir kreppu 4. áratugarins, en eftir það nær samfelld framþróun og verðmætasköpun, meiri á hverjum áratug en á hverri öld þar á undan. En Finnur Hrafn mætir hér með sína vanþekkingu og svartagallsraus, sem er að engu hafandi."
Ferst að tala um vankunnáttu. Öll velsæmd okkar þessa áratugi kom til vegna "aðstoðar" frá erlendum ríkjum. Stórþjóðum og inngöngu í alþjóðleg bandalög. Fyrst breskur her, þá bandarískur. EFTA, NATO, Norðurlandaráð EES, o.s.frv. Það er hardcore sögufölsun að segja ris Íslands úr fátækt byggða eingöngu á dugnaði fólksins, þó vissulega hafi það spilað með.
Páll Geir Bjarnason, 8.4.2009 kl. 00:24
JVJ:
Eftir því sem ég best veit byrjuðu íslenska og danska krónan jafnverðmætar. Núna er íslenska krónan innan við einn tvöþúsundasti af dönsku krónunni. Geturðu sagt mér hvað íslenska krónan má rýrna mikið og hratt áður en hún verður að teljast ónothæf?
Tenging íslensku krónunnar við efnahagsframfarir síðustu áratuga finnst mér afar langsótt. Mín skoðun er að framfarirnar hafi orðið þrátt fyrir krónuna.
Sóun sem fylgir gjaldmiðli sem er sífellt að sveiflast og til lengdar að falla í verði hefur valdið ómældum kostnaði hér í gegnum árin. Að maður tali nú ekki um háu vextina sem hafa fylgt með.
Ég get verið sammála því að ekki eigi að laga sig að þörfum útrásarvíkinga eins og þeir hafa hagað sér margir undanfarið. Það breytir ekki því að við erum mjög háðir sívaxandi utanríkisviðskiptum og greiðum viðskiptum á milli landa. Örmynt eins og krónan veldur óþarflega háum viðskiptakostnaði og er þar að auki auðvelt skotmark fyrir braskara sem reyna að græða bæði á hækkandi og lækkandi gengi.
Finnur Hrafn Jónsson, 8.4.2009 kl. 01:21
Ég þakka tilskrifin. Eins og gengur er víða komið við. Ég hef þurft að taka út tvær athugasemdir sem eru fullmikið af því góða í munnsöfnuði. Getum við ekki sammælst um að sneiða hjá gífuryrðum um nafngreinda einstaklinga? Sjálfsagt er að kveða fast að orði en reynum nú allir (já, þetta eru nær alltaf karlmenn) að neita okkur um skefjalitlar svívirðingar.
Páll Vilhjálmsson, 8.4.2009 kl. 18:41
Ég er alveg sammála því að persónuleg árás á Jón Val hér á undan var komin yfir strikið.
Ég tek ekkert nærri mér að vera ásakaður um vanþekkingu eða svartagallsraus. Sérstaklega þegar menn telja fram fátækleg rök til að hrekja málflutning minn.
Finnur Hrafn Jónsson, 8.4.2009 kl. 21:41
Litla Stórasta Ísland,hefur ekkert með það að ganga inní ESB. Þangað höfum við EKKERT að gera,til hvers var barist fyrir sjálfstæði annars, á sínum tíma.Hreinsa þarf til svo allrækilega í stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera,búsáhaldarbyltingin lifir og er á vaktinni.
Númi (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 22:31
JVJ! Þú Hr. lygalaupur. opnaðu bara síðuna þína og ég sla rífast við þig þarþ Þú er frægur "týran" í þessum kaðólikkasöfnuði. Getur þú játað það eða ertu og mikil heigull og haldin mikilmennskubrálæði tilm að viðurkenna það?
Af hverju ferðu ekki til Norður Tyrklands með kaðólikkatrúboðið þitt? Var að frétta að frændi minn, (Jón Gnarr, við erum systkinabörrn) hefði flúið kaðólikka m.a. út af týpum eins og þér. Kondu með einhver rök fyrir því að ég sé að ljúga þessu!
Þú ert bullukollur og ert búin að fá þann stimpill frá fleirum enn mér. 'eg held baraáð þú sért "dópaður" af Biblíunni og eihverri menntun sem þú hefur náð þér í.
Trúarstælarnir í þér eru algjörlega yfirgengilegir og fábjánalegir. Ég er nú búin að lesa margar greinar eftir þig, og þess fleiri sem ég les, sannfærir mig að ættir að vera á Kleppi.
Það er opið fyrir þig á minni síðu, enn ekki þinni. Ég mun ALDREI loka á vitleysinga eins og þig, meða þú talar um mig enn ekki ættingja mína.
Óskar Arnórsson, 8.4.2009 kl. 23:56
Páll! Eigandi þessarar síðu!
Afsakuðu orðbragðið, enn JVJ er mér einstaklega í nöp við. Væri nær að hann æyrði að færa svona samtöl inn á mína síðu.
Ég hef aldrein lokað á neinn, nema nafnleysingja sem voru að tala um látin yngri bróðir minn sem var m.a. smá klikk. Það kom í ljós að hann hafði æxli á stærð við egg á viðkvæmum stað í höfðinu, og var neitað um læknishjálp.
Til að kommentera færsluna þína, þá skil ég vel að ESB vilji éta Ísland og hafni Tyrklandi. Menn þurfa að hafa verið í Tyrklandi til að hafa skoðun. 'eg persónulega vil ekki sjá að Tyrkland tengist Evrópu á nenn hátt.
Óskar Arnórsson, 9.4.2009 kl. 00:14
Auvirðilegt er sumt tal manna, og þá anzar maður því ekki.
Finnur Hrafn, það er þó hægt að ræða við þig. En fráleitt er af þér að álykta um íslenzku krónuna, að hún hafi verið "ónýt" sín fyrstu 70–80 ár vegna þess eins, að hér hafi verið meiri verðbólga og gengisfellingar en í Danmörku. Krónan dugði manni ágætlega til að kaupa sínar vörur á 7. áratugnum og enn á þeim níunda og sífellt að njóta meiri lífsgæða og þæginda, að miklu leyti innfluttra, m.a. heimilistækja bæði til vinnusparnaðar og til að njóta fagurrar tónlistar og fjölmiðla og kvikmynda.
Hvað er eiginlega að þér að ímynda þér að þetta hafi verið eitthvað verra hjá okkur en Dönum (tvöþúsund sinnum verra?!!!) bara vegna þess, að þú getur verið með reikningskúnstir vegna gengisfellinga? Málið er að skoða einfaldlega lífskjör þjóðanna, og þá sérðu, að þau voru vel sambærileg t.d. árið 2000, enda kom það fram í alþjóðlegum rannsóknum. Reyndu því ekki að þeyta ryki í augu íslenzkrar alþýðu.
Krónan, sveigjanleg og breytileg eins og hún er, er bæði tæki (gjald-miðill) og mælikvarði og hefur gegnt því hlutverki ágætlega. Þótt þú sért kannski (eins og ég sjálfur) með lán í erlendum gjaldmiðli eða hafir "tapað" einhverju (eins og ég) vegna verðtryggingar vegna verðbólgu, sem kom til að miklu leyti til vegna gengisfellingar, þá þarftu ekki þess vegna að verða blindur á stanðreyndr, og þessar breytingar á síðustu mánuðum gera ekki hágengi krónunnar fyrir u.þ.b. ári að neinni heilagri kú.
Hágengið kom t.d. niður á tekjum sjávarútvegsins og freistaði um leið útgerðar- og fiskvinnslumanna til erlendra lántaka, sem hvort tveggja var af hinu illa, og það rústaði íslenzkum skipasmíðaiðnaði, húsgagnasmíði o.fl. innlendum framleiðslugreinum, en þótti hins vegar mikil himnasending fyrir þá, sem í ábyrgðarleysi sólunduðu erlendum gjaldeyri þjóðarinnar í innfluttan lúxusvarning og jeppana hans Geirs Haarde (þið munið tollalækkun hans), sem með öðru jók gríðarlega viðskiptahallann. Hágengi er til bölvunar og sér í lagi fyrir íslenzka framleiðslu.
Páll Geir, þetta innlegg þitt kl. 0:24 á næstliðinni nótt er allsendis skammarlegt gagnvart þinni eigin þjóð. Þú segir ekki foreldrum og öfum þínum, að "öll velsæmd okkar þessa áratugi [frá því um 1940 hafi] kom[ið] til vegna "aðstoðar" frá erlendum ríkjum," án þess að þau setji harkalega ofan í við þig, sögulausi og reynslulitli maður.
Jón Valur Jensson, 9.4.2009 kl. 03:16
JVJ! heigull!
Óskar Arnórsson, 9.4.2009 kl. 04:56
JVJ:
Ef Danir ættu jafnmiklar náttúruauðlindir eins og Íslendingar væri raunhæft að bera saman lífskjör við þá. Svo er einfaldlega ekki.
Krónan er eins og þú réttilega segir mælikvarði á verðmæti. Metri er mælikvarði á lengd. Ef lengd metrans væri breytileg eftir dögum væri vissulega hægt að byggja mannvirki. Það væri hins vegar mjög flókið að skipuleggja og kostnaðarsamt.
Ég held að allir ættu að geta verið sammála um að krónan sé lélegur mælikvarði á verðmæti. Sem stjórntæki hefur hún verið óskynsamlega notuð í gegnum árin.
Aukin alþjóðavæðing undanfarin ár, gerir það einnig að verkum að notkunarmöguleikar hennar sem stjórntækis hafa minnkað, jafnvel þó það ólíklega gerðist að við tækju hæfir menn sem kynnu til verka í stjórnun peningamála.
Á sama tíma sem frændi minn í Noregi gleðst yfir því að greiðslubyrði hans af húsnæðislánum lækkar vegna lækkandi stýrivaxta þarf ég að sæta okurvöxtum einungis vegna þess að menn vilja halda í íslenska krónu.
Ég er búinn að missa þolinmæðina. Við eigum einfaldlega að úthýsa rekstri gjaldmiðils til aðila sem eru til þess hæfari og snúa okkar að viðfangsefnum sem við erum betri í. Fyrirtæki út um allan heim hafa bætt rekstur sinn mikið með því að kaupa rekstrarþjónustu af öðrum á sviðum sem þau eru ekki sterk í. Sama ætti að gilda um fyrirtækið Ísland.
Finnur Hrafn Jónsson, 9.4.2009 kl. 16:53
JVJ sauður. Þurrkaðu froðuna úr munnvikunum áður en þú gjammar fram á ritvöllinn. Ég skrifa einnig orðrétt:
Haltu þig svo við ættfræði og guðfræði, málefni sem þú hefur alla vega einhverja örlitla glóru í. Láttu stjónmálin eiga sig. Trúarnötterar eiga ekki heima í stjónmákum.
Páll Geir Bjarnason, 9.4.2009 kl. 18:34
Viltu vera landráðamaður Einar Hansen? Að vera ESB sinni eru bara pjúra landráð.
Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 09:15
Ég er með 25 ára reynslu af ESB Hr. Einar Hansson!
Ég bjó í Göttingen í Þýskalandi smá tíma. ESB er upprunaleg hugmyndafræði Hitlers!
Þú ættir auðvitað það ef þú veist eitthvað um Þýskaland..og sögu þess...
Segðu mér eitthvað um ESB sem ég veit ekki. Hvernig virkar ESB á aðildaríki sín?
Gleymdi að þakka þér, Páll Geir Bjarnason fyrir athugasemdina. JVJ er frægur skíthæll í sínum eigin söfnuði. Það þorir bara engin að segja það við hann.
Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 18:07
Þetta var viturlega sagt Einar Hansson.
Enn ESB er bara einræði! Ef ísland fengi aðild að ESB, fengju þeir bara einn fulltrúa eða talsmann.
Samkv. reglum ESB meiga talsmenn hvers lands ALDREI tala um sín eign lönd! Bara um ESB sem heild. Og hvaða gan hefur litla Island af svoleiðis?
Enn talandi um Þýskland. Ég hitti einn f.v SS höfðingja og hann sagði mér að Hitler hefði ekkert vitað þessa slátrun á gyðingum. Við vorum á sama sjúkrahúi enda er Göttingen bæði háskóla og sjúkrahúsaborg.
Þessi SS maður dýrkaði Hitler alla vega. Þó hann væri dauður fyrir löngu.
Já, Hitler var eitthvað skrítin með þennan stjörnuspeking sem aðalráðgjafa.
Og allir marskálkar Hitlers voru dópistar. Weisentahl eða hvað hann heitir, eyddi öllu sínu lífi og peningum að eltast við stríðsglæpamenn nasista.
Þó ég sé í vafa um Mossad aðferðirnar, þá var nú gott að þeir náðu Eichtman eða hvað hann nú hét. Sem þeir hengdu í Ísrael.
Enn þeir létu Mengele í friði og hann var í sama húsi????
Sesar vildi lýræði og var drepin fyrir það. Af einhverjum Brútus og þinghúsmönnum ef ég man rétt söguna af Róm á þessum tíma.
Annars á England algjört heimsmet í yfirgangi á öðrum þjóðum.
Gengis Khan var bara fábjáni í samanburði við englendinga. Einn brandari frá London:
Hvað er falleg kona kölluð í London? Svar: Útlendingur!
Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.