Sunnudagur, 5. apríl 2009
Lýðræðisvakt sjálfstæðismanna
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa vaktina fyrir lýðræðið á Alþingi. Þeir koma í veg fyrir að umboðslítil starfsstjórn útþynni þá stofnun sem þjóðin á en hvorki þingmenn né mótmælendaklíkur: Sjálft Alþingi. Ef starfsstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vill leggja eitthvað af mörkum til þjóðarsáttar um endurreisn sem Íslendingar þurfa nú um stundir ætti hún að hætta atlögunni að þjóðþinginu. Stjórnarskráin og hefðir þingsins eru ekki sökudólgar í efnahagspólitíska hruni landsins.
Ekki er að efa að þegar nær dregur kosningum munu margir efast um stuðning við upphlaupslið ríkisstjórnarflokkanna ef þeir láta ekki af hryðjuverkum gegn Alþingi.
Athugasemdir
Lýðræðisvakt...?? - vonandi er þetta sagt í íróníu, enda bara grín að kalla þetta lýðræðisvakt.
Það sjá nú allir í gegnum þetta málþóf sjálfstæðismanna. Hroki þeirra er ekkert minna en sögulegur, þeir virðast ákveðnir í að toppa VG í að "vera alltaf á móti", einsog þeir sjálfir sögðu ávallt. Það felst líka ævintýralegur hroki að halda því fram að ekki megi gera breytingar á stjórnarskrá nema þeir samþykki. Semsagt: þeir einir eiga að fá að ráða! Fyrir vikið hafa aldrei verið gerðar neinar almennilegar breytingar á þessari vondu stjórnarskrá og ef þeir fengju að ráða, þá yrðu aldrei sett ákvæði um þjóðaratkvæði og fleira sem þjóðin vill, - því það hentar ekki Flokknum.
En þetta mun hitta þá verst fyrir sjálfa, þeim verður refsað í kosningum, enda virðast þeir fullkomlega úr tengslum við þjóðina.
Evreka (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 17:45
Talandi um lýðræði og hryðjuverk. Stjórnarár Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eru ein mestu hryðjuverk Íslandssögunnar.
Hér eru nokkrar setningar úr bókum hagfræðinga þar sem fjallað er um hagstjórn Sjálfstæðisflokksins en hún byggðist á því að ýta undir hagsveiflur og lítið aðhald í peningamálum.
Þeir segja efnahagsstefnu síðustu ára vera andlýðræðislega og andkapítalíska.
"Peningar í umferð mega ekki vaxta óheft því það mun enda með hruni peningakerfisins"
"Ríkisstjórn leitar aðstoðar verðbólgu þegar hún er ekki tilbúin til að auka skattheimtu eða getur ekki orðið sér úti um lán; það er sannleikur málsins"
"Verðbólga verður mikilvæg sálfræðilega þegar fela þarf afleiðingar hagstjórnar, og þannig telst hún andlýðræðisleg, því með því að blekkja almenningsálit getur hún viðhaldið kerfi sem ríkisstjórnin hefði enga möguleika á ef allur sannleikurinn væri á hreinu"
"Ríkisstjórn sem grípur til verðbólgustefnu er að nota aðferðir sem eru andstæð hugmyndum um fulltrúalýðræði, þó að formlega það hafi farið eftir lögum. Ríkisstjórnin er að notfæra sér fáfræði fólks, hún er að svindla á kjósendum í stað þess að sannfæra þá"
"Falski hagnaðurinn sem myndast vegna verðbólgu er farið með eins og alvöru hagnað"
"Verðbólga skapar ekki meiri verðmæti, heldur færir aðeins auð og tekjur frá einum hóp til annars ... aðrar afleiðingar eru of lítil fjárfesting og rýrnun fjármagns." (Fjármagn þarf til að standa undir velferð og fjárfesting þarf til að auka velferð)
"Verðbólga er hið sanna ópíum fólksins og því er skammtað af andkapítalískum ríkisstjórnum og flokkum"
Ég mæli með því að fólk lesi bækur eftir Ludwig von Mises, Friedrich Hayek og Milton Friedman. Þær fjalla margar allar um hagstjórn og hvernig lítið aðhald í peningamálum leiði til hruns. Þær sáu núverandi ástand fyrir.
Treystir einhver Sjálfstæðisflokknum til að standa lýðræðisvaktina þegar hann hefur beinlínis grafið undan lýðræðinu síðustu ár?
Lúðvík Júlíusson, 5.4.2009 kl. 20:21
Lýðræði fyrir suma, er leikur hjá öðrum !
Sjálfstæðismenn eru að leika sér !
Það þarf að koma inn auðlindaákvæðum í stjórnarskránna !
Allir vita að sjálfstæðisflokkurinn er á móti því að þjóðin eigi auðlindirnar !
JR (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 21:23
Ertu að grínast áll Blaðamaður! Af hverju stóðu ekki Sjálfstæðismenn "vaktina" fyrir alla þjóðina á 18 ára valdatíma sínum? Sjórnarskrónni hentu þeir bara í ruslafötuna!
Það vita ekki bara allir Íslendingar í dag, öll norðurlön, mörg Evrópulönd og USA. Enn það eru bara gamlar fréttir. Ertu ekki Baugsmaður. Mjög gott. Ertu Björgúlfsmaður?
Er það tilviljun að ALLIR auðjöfrar og aðrir stórglæpamenn, líklegast 50 talsinns eru Sjálfstæðismenn?
Er það tilviljun að BB f.v. Dóms. lætur vin sinn Valtýr Sigurðson "skoða bankamálið" í fleyri mánuði áður enn nokkur annar komst í rannsóknna?
Rannsakar Saksóknari, fjármálagangster sem er hans eigin sonur? Og son BB .f.v. Dóms. sem voru báðir á bólakafi í þessum bankaskít.
Eiga þingmenn að sitja í stjórn stórfyrirtækja, reka fyrirtæki meðan þeir eru þinmenn eða ráðherrar, og svo mæta þeir ekki við þingstörf vegna "anna"?
Annars segir Lúðvík Júlíusson all sem segja þarf í frábæru kommenti.
Má setja tímatakmörk á hversu lengu menn meigi yfirleitt vera ráðherrar, þingmenn og skipa mikilvægar embættisstöður? "Atvinnupólitíkusar" eins og Bavíð Oddson, sem er verri þjófur enn Lalli jóns, var orðin kolruglaður og hafði verið lengi meðan hann var forsætisráðherra.
Ég er hvorki í stjórmálum- eða öðrum sértrúarsöfnuðum. Þessi Jóhönnu tókst þó að hreinsa Seðlabankann af skítapakkinu þar, öðru hefur hún ekki komið í verk.
Þú ert lélegt pr. fyrir sjálfstæðisflokkinn og varla ertu góður blaðamaður. Og að vera að verja stærsta glæpamál sem sögur fara af, því glæpurinn var samþykktur af gallhörðum Sjálfstæðismönnum.
Þú getur sjálfsagt verið ágætur sem manneskja, enn af hverju að banna Hells Angels að koma til Íslands og leyfa Sjálfstæðismönnum að vera bara í landinu!Þeir eru eins og kórdrengir við hliðina á Sjáflgræðisflokknum.
Sjálfstæðisflokkurinn og Cosa Nostra eru það nákvæmlega sama. Það góða við toppmenn Sjálfstæðisflokkinn er að þeir LJ'UGA BARA ÞEGAR ÞEIR TALA!!!
Ég vona bara þín vegna að þetta sé bara djókfærsla. Það verður Borgarastyrjöld í Reykjavík ef íslendingar eru svo heimskir að kjósa Sjálfstæðisflokkin og að hann verði yfir leytt með í stórn landsins meira.
Segæðu mér svo eitt Hr. blaðamaður sem ég geri bara ráð fyrir að sért betri í íslensku enn ég. (íslenska er ekki mitt fyrsta mál lengur)
Kanntu orðið verðtrygging á einhverju öðru tungumáli enn íslensku? Ég kann mörg tungumál enn get ekki skýrt íslenska verðtryggingar fyrirbærið fyrir hagfræðingum og bankastjórum í Svíþjóð!
Kveðja,
Óskar
Óskar Arnórsson, 5.4.2009 kl. 23:31
Hér er ansi hart vegið að og það skiljanlega í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu. Þó skal meginhugmyndafræði lýðræðisins ætíð í hávegum höfð; virðing skal borin fyrir fólkinu, þeirra skoðunum og tjáningarfrelsinu.
Ég er á því máli að Sjálfstæðisflokkurinn eigi þátt einna mestan í því hruni sem við upplifum nú. Hins vegar, sé einhver ósammála því kæri ég mig ekki um að gert sé lítið úr mínum skoðunum af hans hálfu, slíkt grefur undan virku og góðu lýðræði.
Að mínum dómi þykir mér málþóf Sjálfstæðismanna óafsakanlegt, sér í lagi í ljósi þess að þeir skýla sér einna helst bak við formsbreytingar en ekki efnisbreytingar. Hins vegar skal vakin athygli á réttmætri umræðu sem Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor efndi til.
Benti hún á mikilvægi þess að þverpólitísk samstaða ríkti um stjórnarskrárbreytingar og því finnst mér afar einkennilegt og vægast sagt ófagmannlegt af hálfu ríkisstjórnarinnar, svo skömmu fyrir kosningar að þvinga fram þessar breytingar sem vel mega bíða eftir kosningar þar sem brýnni mál eru á dagskrá og fyrirhugað stjórnlagaþing líklegt að taka til starfa eftir kosningar sem endurskoða á alla stjórnarskrána.
Höfum gildi lýðræðisins hugföst og sköpum málefnalegar umræður í stað þess að vega hver að öðrum líkt og óvitar.
Kjartan Ragnars
Kjartan Ragnars, nemi. (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 00:09
Sjálfstæðisflokkur er eitt. Lýðræði er annað. Himinn og haf þar á milli.
Björn Birgisson, 6.4.2009 kl. 00:18
Málefnalegar umræður hafa þann ókost að það er hægta að tala endalaust, án þess að segla neitt. Ég fyrirbíð mér málefnalegum málflutningi. Hann er misnotaður svo herfilega (málefnalegur málflutningur) að það er næstum búið að eyðileggja alvöru íslensku.
Takk annars fyrir alveg frábært komment Kjartan. Vertu samt ekki svona málefnalegur. Þessi færsla blaðamannsins er bara grín (vonandi) og á ekkert skylt við raunveruleikann í óstjórninni sem hér ríkir.
Óskar Arnórsson, 6.4.2009 kl. 00:20
Gaman að sjá þig Björn kæri harðjaxl m.m. Það þarf stundum fólk að leggja til eitthvað til málanna af fólki sem eru visku menn og ekki gamlir togaramállýskukallar eins og ég er....
Óskar Arnórsson, 6.4.2009 kl. 00:25
Óskar, orð eru beitt vopn, ég beiti þeim í hófi. Stend þó við hvert eitt þeirra, sem ég geri að mínum. Hafðu það sem best!
Björn Birgisson, 6.4.2009 kl. 00:32
En hverja nákvæmlega var verið að verja þegar refir grófu fólkið í hinu svokallaða lýðræðislandi niður í holu?
EE elle (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 00:38
Takk Björn virir vitur orð.
EE! Það er verið að verja alla "refina" sem stundum kallaður "Aðallinn á Íslandi" Það er ekkert "lýðræði" lengur á Íslandi Það er ónítt orð sem menn nota sem skilja ekki hvað er í gangi.
T.d. það sem Kjartan segi hér:
"Höfum gildi lýðræðisins hugföst og sköpum málefnalegar umræður í stað þess að vega hver að öðrum líkt og óvitar."
Hann skilur þetta s.k. "lýðræði" greinilega ekki. Vil nú samt ekki krítisera hann harn, því hann er námsmaður og talar íslensku algjörlega til fyrirmyndar. Etti ég að taka hann mér til fyrirmyndar því ég er orði léglegur í eigin máli. Sænska er mitt fyrstamál, svo enska, og númer þrjú, íslenska. Enn hann gerir sig því miður að "óvit" einmitt fyrir þessi orð.
Þetta er sjálfsagt ungur maður, velgefin og komin langt í einhverri menntun. Líklegast í Háskóla Ísland, eða Reykjavíkur. Ef hann hefur efni á að kalla mig óvita, þó er hann algjörlega á villigötum.
E-mailið mitt er á höfundarsíðu minni, sendu bara mail og ég skal senda þér lista af nöfnum yfir þá sem ég er búin að finna. Ættu þeir allir að vera í búrum almenningi til sýnis.
Það er ekkert að Íslandi nema að "óvitar" og úlfahjörð í mannslíki hafa fengið að gabba alla þjóðina og "grafa hana niður í holu" eins og þú orðar það.
kv,
Óskar Arnórsson, 6.4.2009 kl. 04:03
Bloggvakt blaðamanna
Blaðamenn eru undarlegar skepnur (ætti að vita það - hef sjálfur stundað þá iðju
) Nú er það svo, Páll minn, að til eru tveir hópar blaðamanna: Þeir sem eru menntaðir og svo fúskararnir sem fara þetta á sjálfsálitinu.
Það sem einkennir fúskarana, öðru fremur, er rökleysa, dylgjur og rógur. Dæmi um einstakling sem tilheyrir þeim hópi er auðvitað Egill Helgason. Ég vona sannarlega, þín vegna, að þú tilheyrir hinum hópnum og því vil ég láta reyna á hlutlausa röksemdafærslu.
Þú skrifar:
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa vaktina fyrir lýðræðið á Alþingi.
>Gott og vel, það veitir ekki af smá lýðræðisvakt. Geturðu vinsamlegast heimfært það hvers konar lýðræðisvakt þú átt við?
Þeir koma í veg fyrir að umboðslítil starfsstjórn útþynni þá stofnun sem þjóðin á en hvorki þingmenn né mótmælendaklíkur: Sjálft Alþingi.
>Hmmm. Þjóðin á Alþingi? Ekki þingmenn né mótmælendaklíkur? Viltu vinsamlegast upplýsa mig um hvað þú átt við með hugtakinu "þjóðin". Er það sjálfstæðisflokkurinn? Er það meirihluti Íslendinga? 55%; 60%; 65%; 70% eða fleiri? 70% þjóðarinnar voru fylgjandi búsáhaldabyltingunni. Er 70% þjóðarinnar mótmælendaklíka?
Ef starfsstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vill leggja eitthvað af mörkum til þjóðarsáttar um endurreisn sem Íslendingar þurfa nú um stundir ætti hún að hætta atlögunni að þjóðþinginu.
> Hvað "atlögu að þjóðþinginu" ert þú að skrifa um Páll minn?
Stjórnarskráin og hefðir þingsins eru ekki sökudólgar í efnahagspólitíska hruni landsins.
> Hverjir eru þá "sökudólgarnir" Páll minn?
Ekki er að efa að þegar nær dregur kosningum munu margir efast um stuðning við upphlaupslið ríkisstjórnarflokkanna ef þeir láta ekki af hryðjuverkum gegn Alþingi.
> Hvaða "hryðjuverk gegn Alþingi" ert þú að vitna til Páll minn?
Fjölmiðlun er nauðsynlegur þáttur í lýðræðislegri þjóðfélagsumræðu. Hefðbundin blaðamennska er byggð á ákveðnum gildum og hefðum, sem tryggja hlutlausa og trausta umfjöllun.
Íslendingar hafa tekið bloggið og fésbókina með trompi (eins og flest annað) og keppast nú við að misnota þennan nýja rafræna miðil. Auðvitað á eftir að semja siðareglur fyrir þá sem nýta bloggið - en á meðan er dapurt að horfa uppá það náttgagnaníð og hlandkoppahraun sem viðgengst á netinu.
Þessum epilog er þó ekki beint gegn þér Páll minn. Þú kemur þó fram undir fullu og réttu nafni - er það ekki?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 09:44
Alveg hreint er það makalaust að fylgjast með taumlausri reiðinni, yfirlætinu, hrokanum og svívirðingunum sem sturtast yfir þann sem ekki er með í sturlaða æsingarhópnum.
Hér LEYFIR sér einhver að andmæla því að hlaupið sé til í vanhugsaðar breytingar á stjórnarskrá kortéri fyrir kosningar og fimm mínútum fyrir þinglok, þegar þingmenn ættu svo sannarlega að vera að einbeita sér að brýnni verkefnum. Og hvað uppsker greinarhöfundur sér fyrir þá FÁSINNU að tjá þessa skoðun sína, skilmerkilega og æskingarlaust? Það er talað niður til hans með svo dónalegum hætti að maður hlýtur að ætla að slíkir árásarmenn séu eitthvað veilir fyrir. Hugsanlega af þeirri múgæsingu sem geisar nú í þjóðfélaginu.
Þetta er eins og að hlusta á drykkjuraus í afdönkuðum fyllibyttum. Algerlega samhengis- og rakalaust. Í raun segir eftirfarandi tilvitnun í einn þann yfirlýsingaglaðasta allt sem segja þarf um þennan "málflutning": "Ég fyrirbíð mér málefnalegum málflutning".
Guð gefi að við komumst sem fyrst út úr víti hins sturlaða öskurs.
Haukur (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 10:35
Það er samhvæmt því sem er skrifað hér fyrir ofan að sitjandi ríkisstjórn hversu gáfuleg sem hún er minnihluta eða meirihluta stjórn, krukki í stjórnarskránni sama hvað breytingarnar eru gáfulegar eða er bara í lagi að breytingar komi frá samfylkingunni, þetta er með endemum, á hverju ári og oft tvisvar á ári byrjar stjórnarandstaða með "málþóf" til að koma sínum málum í umræðu, en það virðist samhvæmt þeim sem skrifað hér fyrir ofan að einungis kommarnir og kommarnir í samfylkingunni hafi rétt til að nota þetta úrræði andstöðurnar, ég hvet íhaldið til að standa vaktina um líðræðið og gefast ekki upp og þig Páll til að halda okkur vakandi.
Sveinn (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 11:03
Óskar, það sem ég á við þegar ég nefni hér meginhugmyndafræði og gildi lýðræðisins er einfaldlega að ef skoðanir annarra (kjósenda) eru rakkaðar niður á niðrandi máta líkt og hér hefur verið gert, grefur það undan tjáningarfrelsinu og veldur því að menn þora ekki að segja hverra skoðana þeir eru af ótta við gagnrýni. Auðséð er að slíkt er með öllu óæskilegt ef stuðla að á góðu lýðræði.
Þá finnst mér rétt að benda á að á Íslandi, líkt og í flestum lýðræðisríkjum, er fulltrúalýðræði. Þegnar landsins afsala sér valdinu til fulltrúa sem þeir kjósa og afsala einnig allri pólitískri ábyrgð. Því er það afar lágt plan að ráðast á kjósendur Sjálfstæðisflokksins í stað þess að beina reiðinni eingöngu á þá sem fóru með völdin að kosningum loknum. Þess má geta að í Aþenu til forna var beint lýðræði; kosið var í hverri viku og hver sem er gat gegnt embætti. Þar ættu þessar ritárásir meiri rétt á sér.
Vil þó benda lesendum á að rit mín eru á engan hátt ætluð til varnar Sjálfstæðisflokknum og er ég jafnframt mjög óánægður með hans störf síðustu ár.
Kjartan Ragnars, nemi. (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 11:45
Það er með ólíkindum hvað sumir (Óskar) eru tilbúnir að ganga langt í skrifum sínum til að fullnægja einhverju blædi gegn Sjálfstæðisflokknum. Það er kannski Sjálfstæðisflokknum að kenna sú kreppa sem gengur yfir heimsbyggðina? Menn halda kannski að það hafi ekki verið stefna annarra flokka að hafa ríkisábyrgðir á bönkum? Menn halda kannski að aðrir flokkar á Íslandi hafi haft aðra skoðun á peningamálastjórn landsins? Jú reyndar hefðu VG viljað hafa hér höft fram eftir öllu og þá væru meðaltekjur okkar enn 65 þús kr og allur kaupmáttur langt um minni en hann er í dag.
Ástandið er farið að minna ansi mikið á forsögu alræðisríkja evrópu snemma á síðustu öld. Breyta á stjórnarskránni sem hefur ekkert með bankahrunið að gera, hengja á alla auðmenn án dóms og laga. Setjið orðið Gyðingur í stað Auðmaður í ummæli margra stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna. Eldur var borinn að þinghúsinu líkt og gert var í ákveðnu ríki í Evrópu og þannig mætti áfram telja. Ég spyr því hvert stefnir þetta land annað en í lögregluríki?
Landið (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 12:17
Landið,
Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert mestu atlögu að sjálfstæði landsins frá stofnun lýðveldis.
Lestu athugasemdir mínar og þá sérðu að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið og mun vera 'leiðin til ánauðar'.
Stærsti vandi okkar í efnahagsmálum hér innanlands er heimatilbúinn! Ofþanið bankakerfi, ofþanið efnahagslíf og ónýt króna eru ekki erlendum aðilum að kenna heldur innlendum.
Lúðvík Júlíusson, 6.4.2009 kl. 12:35
Sæl öll
Það eru margra skoðanir á lofti og ég get bara haft mína. Hún er þessi:
Við eigum ekki að breyta stofnun sem hefur gagnast okkur í áratugi. Alþingi er slík stofnun og stjórnlagaþing hvorki bætir né eflir þingið.
Stjórnarskrá ætti aðeins að breyta þegar og ef víðtæk samstaða næst um slíkar breytingar.
Páll Vilhjálmsson, 6.4.2009 kl. 16:58
Sæll Páll.
Vinsamlegast athugaðu að ég get vel unnt þér að hafa þínar prívat skoðanir, en þegar þú viðrar þær í bloggheimum eru þær sjálfkrafa orðnar opinberar.
Þú getur ekki fallið í gryfju EH og fullyrt út í loftið án þess að færa rök fyrir skrifum þínum.
"Við eigum ekki að breyta stofnun sem hefur gagnast okkur í áratugi" ritar þú og fullyrðir síðan "Alþingi er slík stofnun og stjórnlagaþing hvorki bætir né eflir þingið."
Nú vill þannig til að flest bendir einmitt til þess að Alþingi hafi brugðist okkur illilega í undanfara bankahrunsins - að ég tali nú ekki um aðgerðaleysið fyrstu mánuðina eftir hrun.
"Stjórnarskrá ætti aðeins að breyta þegar og ef víðtæk samstaða næst um slíkar breytingar" fullyrðir þú síðan. Hvað er "víðtæk samstaða" Páll?
Ef allir flokkar á þingi eru sammála um að breyta stjórnarskránni, nema sjálfstæðisflokkurinn, er þá ekki um víðtæka samstöðu að ræða? 75% þjóðarinnar virðist vera á bak við þá samstöðu - sé miðað við nýjustu skoðanakannanir um fylgi flokka.
Vandamálið virðist mér því miður vera þetta í hnotskurn. Þú ert að agentera fyrir ákveðinn flokk og ert tilbúinn að gleyma rökum í spunanum. Meðan þú getur ekki rökrætt skoðanir þínar legg ég til að þú dragir upp gömlu góðu dagbókina þína.
Kæra dagbók...
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 17:55
Sæll Hilmar
Alþingi er vettvangur fulltrúa þjóðarinnar til að setja lög. Ef röng lög eru sett eða vitlausri stjórnarstefnu framfylgt á þjóðin að hafa tækifæri til að leiðrétta það í kosningum. Um það bil á þessum nótum eiga þjóðþing í lýðræðisríkjum að starfa.
Þú blandar saman stjórnskipun og stjórnmálum þegar þú rökstyður stuðning þinn við stjórnarskrárbreytingar/stjórnlagaþing með þeim orðum að alþingi hafi brugðist í aðdraganda hrunsins.
Það leysir engan vanda að búa til nýtt form utanum pólitíska umræðu. Líkur eru á að það auki fremur lausung.
Víðtæk samstaða er þegar meginþorri þingsins er á einu máli.
Páll Vilhjálmsson, 6.4.2009 kl. 19:08
Sjálfstæðisflokkur, þ.e.a.s Sjálftökuflokkurinn hefur síðustu árin grafið undan lýðræðisríkinu Íslandi. Skömmin sem þeir hafa kallað yfir okkur er slík að þjóðir heims horfa til Íslands með furðan og vanþóknun. Þjóðin hefur eftir 18 ára valdasetu ríkisstjórna Davíð Oddssonar og Geirs Haarde með fátæklegu lynkuinnslagi Halldórs Ásgrímssonar komist úr ríkidæmi og góðæri og aftur á steinaldarstigið. Ég á þeim engar þakkir fyrir þetta. Engu er um að kenna nema valdastjórn Sjálftökuflokksins og kumpána þeirra. Að tala um að Sjálftökuflokkurinn standi vörð um lýðræðið og allt það er hjákátlegt. Þetta er raunar bara sorglegt! Mjög sorglegt!
Ég á þá von fyrir Ísland, að Sjálfstæðisflokkurinn / Sjálftökuflokkurinn komist ekki til valda næstu hálfu öldina. Ísland á það skilið, Ísland á allt betra skilið en xD.
Baldur Gautur Baldursson, 6.4.2009 kl. 19:53
Stjórnarskrárbreytingarnar ganga út á þrjú lykilatriði:
1.
Afnema varanlega vald til að gefa einkaaðilum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar.
2.
Færa almenningi vald til að geta haft bein áhrif á mál milli kosninga
með ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur.
3.
Færa almenningi beinna vald til breytinga á stjórnarskrá með ákvæði um
hvernig stjórnarskrá er breytt milli kosninga og með stjórnlagaþingi.
Ekki þarf að lesa langt til að sjá hvers vegna LÍU/Sjálfstæðisflokkurinn er á móti þessum breytingum.
Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 23:33
Haukur!
"Guð gefi að við komumst sem fyrst út úr víti hins sturlaða öskurs." Hvaða Guð eru að tala um? Eru 60 - 70 % þjóðarinnar sturlað fólk sem bara Sjáls´æðisglokkurinn getur haft hemil á? Er lýðræði á Íslandi í dag? Svar: NEI!
Ég er búin að fá upp í kok á að hlusta á fólk sem er svo málefnalegt að það verður óskiljanlegt! Má ég hafa þá skoðun hr. Sjálfstæðismaður?
Halt þú bara áfram að vera "málefnalegur" þó ég hafi ekki komið auga á neitt slíkt í þínum skrifum.
Svo ættirðu að hafa manndóm til að koma undir nafni svo maður viti hver þú ert raunverulega. Ég hef mínar skoðanir á Sjálfstæðisflokknum, er það leyfilegt í þessu s.k. lýðræðisríki? Veistu nokkuð hvað lýðræði er annars?
Ég endurtek þér til heiður, Ég hef algjöran viðbjóð á málefnalegri umræðu og sting upp á að fólk noti kjarnyrta íslensku í staðinn!
Það þarf engin gáfnaljós til að vita hverjir fela sig eins og hræddir hundar, á bakvið nafnleysi og "málefnalegar umræður.
Ég ætla ekki að nefna nein nöfn að þessu sinni, enn ég er með lista yfir marga Sjálfstæðismenn sem ætti að vera í dýrabúrum, enn ekki á Alþingi. Það þýðir ekki að allir sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn séu glæpamenn.
Vittna í orð Hannesar Hólmsteins sem sagði: "Flestir Sjálfstæðismenn nenna og vilja ekkert að hugsa um stjórnmál." "Flestir vilja bara sinna sinni vinnu á daginn og grilla á kvöldin!"
Það verður Borgarstyrjöld í Reykjavók ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda aftur. Mundu þessi orð!
Óskar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 03:16
Óskari liggur greinilega mikið á að skamma aðra um óskammfeldni, það mikið, að hann getur ekki einu sinni skrifað á kjarnyrtri íslensku þó að hann tali um það. Hann getur ekki einu sinni skrifað eða stafset rétt. En það er með endemum að hann haldi að hann geti hótað borgarastyrjöld í Reykjavík ef íhaldið komist aftur til valda, það sannar einungis það sem haldið hefur verið fram á mörgum stöðum að Vinstri Grænir hafi staðið bakvið mótmælin á Austurvelli, þar er þannig sama hvernig kosningarnar fara íhaldið skal ekki komast að, þetta er það lýðræði sem Óskar vill. ég voan að það séu ekki margir sem eru svona lokaðir, að þola ekki að lifa í lýðræðis þjóðfélagi.
Sveinn (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 21:19
Kemur enn einn staffsetnigarasistinn! Ég kann ekki að skrifa almennilega íslensku lengur Sveinn! Það eru svona menn eins og þú sem hræða útlendinga frá að tjá sig á blogginu!
Þú ættir að skammast þín fyrir það eitt! Asni!
"Hot spring river this book!"?
Já það verður Borgarastyrjöld í Reykjavík ef þetta Sjálfstæðisfólk kemst til valda næstu 20 árin!
Ég er ekki í íslenskukennslu hjá þér, er það nokkuð?
Óskar Arnórsson, 9.4.2009 kl. 02:56
"Hann getur ekki einu sinni skrifað eða stafset rétt"
..er þetta rétt stafsett rétt, Hr. gáfnaljós?
Óskar Arnórsson, 9.4.2009 kl. 03:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.