Stórkarlapólitík

Útrásin var efnahagsleg stórkarlapólitík þar sem auðmenn og áhangendur þeirra í stjórnmálum og fjölmiðlum töldu fólki trú um að loftbólugróði væri varanlegur ávinningur. Innganga í Evrópusambandið er stórkarlapólitík þar sem ein altæk lausn er á flestum vanda.

Samfylkingin er gegnsýrð stórkarlapólitík. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra, mærði útrásina djúpri röddu sem verður ekkert skræk þegar talið berst að Brussel. Til að ljúga sannfærandi að öðrum verður maður að trúa sjálfur.

Framgangur Samfylkingar í skoðanakönnunum er skýr vísbending um að þjóðin átti sig ekki enn á samhengi hrunsins og stórkarlastjórnmála.

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingar veðjar á að þjóðin fatti ekki í tíma. Þegar erfið mál voru nefnd í sjónvarpsumræðum í gær var lausn Jóhönnu að við ættum að sækja um inngöngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll, mér finnst orðið stórkarlapólitík ekki vera gott yfir það hugtak sem þú ert að skrifa um. Grunnhyggin trú á lausn á vanda, sem hefur enga fyrirstöðu. Egill Helgason spurði Árna Pál Árnason nýlega í umræðuþætti, er innganga í ESB lausna á öllum vandamálum hjá ykkur í Samfylkingunni.

Jóhanna Sigurðardóttir hamraði ítrekað á þessari allsherjarlausn í gær, og setti niður við það. Steingrímur varð grænn í framan. Hafi einfaldar og átakalausar lausnir verið ,, stórkarlapólitík" og ónothæfar síðastliðin ár, eiga þær enn síður nothæfar til að leysa vandamál okkar nú.

Sigurður Þorsteinsson, 4.4.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Jóhanna veit bara ekki betur, það eina sem hún segir, er að ganga inn í ESB búið, engin rök enginn sannfæring, bara ganga inn, þetta Samfylkingarfólk er gersamlega út úr túni í allflestum sínum málum og afskaplega þreytt.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 5.4.2009 kl. 10:54

3 identicon

Já, hún var eiginlega eins og biluð plata. ESB, ESB, ESB... o.s.frv.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband