Föstudagur, 3. apríl 2009
Heimili í rúst, heimili í lagi
Tískuspurningin, hvað ætlar þú að gera fyrir heimilin í landinu?, felur þá staðreynd að lítill minnihluti heimila í landinu þarf á sértækum bjargráðum ríkisvaldsins að halda. Flest heimili eru í prýðilegu lagi, takk fyrir.
Sjö af hverjum tíu heimilum skuldar minna en 20 milljónir króna í húsnæði og átta af hverjum tíu greiða undir 150 þús. kr. á mánuði í afborganir. Aðeins þrjú prósent heimila er eingöngu með erlend húsnæðislán.
Til að aðstoða þau heimili sem verða fyrir tekjumissi og eiga í erfiðleikum með að láta enda ná saman er hægt að beita greiðsluaðlögun sem kostar ekki mikið.
Spyrlar í sjónvarpsþáttum og stjórnmálamenn almennt ættu ekki að tala niður til almennings sem er vel bjargálna.
Það eru hins vegar til heimili, 5,6 prósent samkvæmt skýrslu starfshóps Seðlabankans, sem skulda meira en 40 milljónir króna. Það eru ekki heimili í rúst heldur búa heimilismenn of stórt.
Athugasemdir
Heldurðu virkilega Páll að örríkið Ísland þoli það yfirleitt að 3 af hverjum 10 heimilum í landinu brotlendi? Það mun hafa það eitt í för með sér að ekki verður hægt að ná upp eðlilegri atvinnustarfsemi því markaðurinn Íslands er ekki fjölmennur. Þú gerir of lítið úr vandamálinu og ég dreg reyndar í efa að talan sé rétt og sé vanáætluð þegar allt verður komið í ljós í lok þessa árs.
Kveðja.
Guðmundur St Ragnarsson, 3.4.2009 kl. 23:43
Páll er að tala um ástand en ekki áætlun og 7 af hverjum 10 skulda minna en 20 millur en það þýðir ekki að hinir 3 skuldi allir meira en þeir ráða við. Þeir sem eru í vinnu ráða flestir við sínar skuldbindingar með þeim úrræðum sem nú bjóðast en þeir sem eru atvinnulausir (1 af 10) ráða ekki við skuldbindingar sínar nema með nýtingu ýtrustu úræða sem bjóðast.
stefán benediktsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.