Útrásina verður að keyra í þrot

Ólafur Ólafsson keypti Búnaðarbankann með vafasömum hætti á sínum tíma og reyndi kortéri fyrir hrun að telja alþjóð trú um að arabískur sjeik hafi keypt í Kaupþingi þar sem Ólafur var aðaleigandi. Fréttir í dag segja Ólaf leita nauðasamninga fyrir eignarhaldsfélag sitt, meðal annars til að bjarga öðru félagi.

Skilanefndir gömlu bankanna og nýju ríkisbankarnir eiga að segja þvert nei við málaleitan Ólafs og annarra útrásarauðmanna. Það er þjóðarnauðsyn að útrásin verði keyrð í þrot. Enginn friður verður í landinu ef fjárglæfragengið fær minnstu aðstoð til að halda sér á floti.

Leiknum er lokið og við eigum að byrja með hreint borð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála

ASE (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála Páll. Þótt ekki sé nema að halda örlitlu stolti. Enga nauðasamninga fyrir menn sem settu þjóðina á hliðina. Ég hvet ÓÓ til að flytja strax til Tortola og koma ekki aftur.

Guðmundur St Ragnarsson, 2.4.2009 kl. 23:15

3 identicon

Algjörlega sammála og eiga að skammast sín en vita örugglega ekki hvað það er.

Soffía (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 23:34

4 identicon

Innilega sammála þér.

Ína (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 01:49

5 identicon

"Enginn friður verður í landinu ef fjárglæfragengið fær minnstu aðstoð til að halda sér á floti." (Páll Vilhjálmsson 02.04.09)

Morgunblaðið hvað? - Páll Vilhjálmsson.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 07:35

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Talað úr mínu hjarta

Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 10:07

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

amen

Brjánn Guðjónsson, 3.4.2009 kl. 11:29

8 identicon

Svo innilega sammála.  Er þetta fólk ekki í sama veruleika og við, sem þurfum að borga?  H.B.

Hjörtur B (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 11:34

9 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Frekjan í þessum mönnum er dæmalaus. ÓÓ fær ekki mína samúð þó hann á ekki lengur bót fyrir rassinn á sér. Ég er bara hrædd um að hann hefur komið sitt á öruggan stað.

Úrsúla Jünemann, 3.4.2009 kl. 12:44

10 Smámynd: Sævar Helgason

Algjörlega sammála þér, Páll...

Sævar Helgason, 3.4.2009 kl. 17:31

11 identicon

Hjartanlega sammála Páll.  Það sem er svo óhugnanlegt að eins og í máli skiptastjóa Baugs bendir ekkert til annars en að Jón Ásgeir eigi að njóta fyrri óbein eða bein viðskipti við hann og hans.

 Bandarískur lögfræðingur og sérfræðingur í skiptamálum og kom fram í Silfri Egils, sagði að eitthvað eins og tengsl Baugsskiptastjórans kæmi ekki einu sinni til álita sem nokkur möguleiki þótt tengsl væri mun langsóknari.

Að þetta hafi ekki vakið nokkra athygli fjölmiðla segir allt um hversu agalega við erum stödd með að sætta okkur við hverskonar spillingu og þá helst pólitískrar.

Mikið óskaplega væri þarft að þú lemdir á þessu máli.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 17:34

12 Smámynd: Haraldur Hansson

Sammála.

Vil samt ekki senda ÓÓ til Tortola. Það væri meiri refsing í að fá alla kappana heim, taka af þeim vegabréfin og skikka þá til að búa hérna með okkur.

Haraldur Hansson, 3.4.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband