Skattlagning til hagsældar

Íslenskri atvinnurekendur þola illa hagnað af starfsemi sinni. Hagnaðinn nota þeir sjaldnast af skynsemi, til að byggja upp til framtíðar eða geyma til mögru áranna. Íslenskur hagnaður fer jöfnum höndum í einkaneyslubruðl og í að byggja skýjaborgir. Íslenski atvinnurekandinn er hliðstæða mannsins sem er veikur fyrir áfengi - einhver annar en hann sjálfur verður að stjórna drykkjunni.

Við eigum að skattleggja atvinnurekstur þannig að hann verði ekki sjálfum sér og öðrum að fjörtjóni. Einhver kann að halda að þá nenni menn ekki í atvinnurekstur en það er misskilningur. Alltaf er nóg af mönnum sem vilja reyna sig í rekstri. Hagnaðarvonin er aðeins einn þáttur af mörgum sem hvetur menn að búa sér til fyrirtæki.

Meginmarkmið nýrrar skattastefnu er að fyrirbyggja óæskilegan hagnað.

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þarf þá ekki eftirlitsmann á barina líka til að telja sjússana ofan í lýðinn... það sem arðsemisglaðir fyrirtækjaeigendur gera þó í það minnsta umfram það sem áður var, er að þeir greiða skatta. Áður fyrr voru engin fyrirtæki rekinn með hagnaði. Næsta þróunarþrep þarf svo að vera að menn átti sig á mörkum þess hversu mikið borgar sig að skilja eftir af hagnaðinum í uppbyggingu....ríkið á ekki að sjá um það. Hvert fyrirtæki verður að finna sinn eigin takt....

Haraldur Baldursson, 2.4.2009 kl. 08:42

2 identicon

Nei, ríkinu kemur það víst lítið við ef hagnaðurinn er heiðarlegur.  Það er ófært og óþolandi að yfirvöld hafi vit fyrir fólki á meðan fólk brýtur ekki lög. 

EE elle (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 12:17

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú er Páll eðalblaðamaður og stjörnubloggari kominn út á flughálan ís.

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband