Sunnudagur, 29. mars 2009
Morgunblaðið og feðgarnir
Það er margt líkt með feðgum. Þórir Stephensen, fyrrum prestur og kirkjugarðasérfræðingur í Viðey, ákallar Guð almáttugan á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og biður flokksmenn að þegja um afstöðu sína til inngöngu í Evrópusambandið til að flokkurinn klofni ekki. Ólafur sonur hans, ritstjóri Morgunblaðsins, lýgur upp á Sjálfstæðisflokkinn löngun til að ganga í Evrópusambandið í Reykjavíkurbréfi. Faðirinn úthýsir sannleikanum til að lygi sonarins fái ekki keppinaut.
Undir stjórn Ólafs rekur Morgunblaðið grímulausan áróður fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á landsfundi ályktun um Evrópumál sem allir sæmilega læsir menn sjá að er ítrekun á fyrri afstöðu flokksins um að Íslandi sé best borgið utan Sambandsins.
Evrópulöngun ritstjórans er slík að hann blandar í graut afstöðu endurreisnarnefnd flokksins til gjaldmiðilsins við umræðuna um inngöngu. Endurreisnarnefndin laut forræði Evrópusinnans Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Atvinnulífið vill nýja mynt eftir að hafa misþyrmt krónunni með fjárglæfrum sem þjóðin sýpur seiðið af.
Heilaleikfimi Ólafs ritstjóra fær út að ef menn vilja ekki krónu þá hljóti þeir að vilja inngöngu í Evrópusambandið.
Ritstjórinn virðist halda að lesendur Morgunblaðsins séu bjánar sem sjá ekki í gegnum einfeldningslegar málfundabrellur.
Það er einfaldlega ekki boðlegt að áskriftarblað bjóði lesendum sínum upp á rakalausan lygaþvætting eins og þann sem lesa má í Reykjavíkurbréfi dagsins.
Athugasemdir
Veit ekki um þig, mig langar að ganga inn í Evrópusambandið !
Mig langar að hafa alvöru gjaldmiði, veit ekki um þig !
Mig langar að langskólagengið fólk geti fengið vinnu í Evrópu, veit ekki um þig !
Mig langar að lifa eðlilegu lífi eins og evrópubúar, veit ekki um þig !
Lygaþvæla um evrópusambandið sem verið er að bera út , er bara hugarástand aumra sála sem ekki geta séð neitt gott , ekki satt ?
Bara svo það sé á hreinu, auðvitað göngum við saman í evrópusambandið !
JR (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 00:39
Þarft þú ekki að fara að taka þér gott frí?
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 29.3.2009 kl. 00:54
Sæll JR
Mi langar ekki inn í EB. Sá gjaldmiðill sem þú vilt skilar ekki atvinnuöryggi eða efnahag sem er góður, eins og nú sést best. Allir vel menntaðir Íslendingar geta fengið vinnu í evrópu. Einnig eru okkar iðnaðarmenn í góðri stöðu. Ef þú telur það eðlilegt að allir ungir Íslendingar eigi að fá atvinnuleysi upp á 20-40% eins og í evrópu, þá verði þér að góðu. Þú veist greinulega ekkert um hvað er í gangi í þessum löndum. Talaðu við unga Þjóðverja eða Frakka sem eru hér á landi og fáðu beint í æð hversu margir að þeirra félögum eru á bótum. Komdu svo og segðu okkur hvað ESB er frábært.'
Kv.
Sveinbjörn
Sveinbjörn (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 01:10
Heill og sæll; Páll, sem og þið önnur - hér á síðu !
Þakka þér; ágæta lýsingu, á þeim Stephensen feðgum, Páll.
Sýnist mér; sem ærið sé útvatnað blóð þess ágæta stofns, frá Leirá.
JR og Elinóra Inga ! Líkja mætti; upphrópunum ykkar, við einhvern ótiltekinn trúarsöfnuð, hvern þó mætti finna helzt, í Mið- Austurlöndum, eða þar nærlendis.
JR þarf greinilega; að lesa sér betur til, um eiginlegt eðli - gömlu nýlendu veldanna suður í Evrópu, áður en hann/hún fer að geypa, um ágæti ESB, og alls þess, sem raunverulega fylgir Fjórða ríkinu - arftaka þess Þriðja.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 01:13
Ef þú ferð nógu oft með lygina, þá getur verið að þú fáir einhver til að trúa henni !
Auðvitað veit ég ekkert um neitt varðandi evrópumál, allt sem ég er að skrifa varðandi evrópu er bara tóm vitleysa . Það eru til fullt af fólki sem er til að trúa öllu illu um aðra og að þeir hafi ekkert vit á því se, þeir eru að tala um !
Hvers vegna heldur þú að íslendingar geti farið til evrópu og fengið vinnu , án vandkvæða ? Jú, það er samningur á milli ESB og Íslands .
Það er eins með aðild okkar að ESB við gerum samning !
En bara til að segja þér hvað ég veit lítið um ESB, þá er núna ca 80 % af reglugerðarverki ESB ( sem tilheyrir okkar hluta ESB ) komið í gildi hér á landi og meira á leiðinni.
Bara svo þú hafir það á hreinu, auðvitað göngum við saman inn í ESB öllum okkur til góðs !
JR (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 01:22
Mig langar að lifa eðlilegu lífi eins og evrópubúar, veit ekki um þig !
.
Á maður að hlægja eða gráta ? Hvaða Evrópubúi viltu vera JR?
Það er ekki til neinn Evrópubúi.
Það eru hinsvegar til þjóðir í Evrópu og þær eru margar og þær tala sitt hvort tungumálið og eiga sína eigin menningu og sögu. Saga þeirra er ekki sameiginleg og örlög þeirra eru ekki sameiginleg og menning þeirra er ekki sameiginleg .
Þær eru flestar fátækari en Íslendingar og þú
lifa styttra lífi en þú
lifa flestar verra lífi en þú
hafa flestar minna á milli handanna en þú
búa flestar vil áratuga hátt hátt atvinnuleysi og hryllilegt atvinnuleysi ungmenna
hafa þurft að þola tvær heilar heimsstyrjaldir
hafa þurft að líða undir einræði, kommúnisma, nasisma, fasisma, hungursneyðum og allt þetta á innan við síðustu 100 árum.
Þær hafa allar lélegra heilbrigðiskerfi en þú,
lélegra félagslegt kerfi en þú
lélegri lífskjör en einmitt þú.
Það sem þær sennilega hafa sem þú hefur ekki, er smá auðmýkt og þær eru minna ofdekraðar og minna vanþakklátar en þú.
En hver þessara þjóða viltu vera JR?? Þú velur sjálfur. Er það kanski Sviss, Noregur eða ísland sem þú ert að meina? Þessi lönd eru öll í Evrópu, en engin af þeim eru í Evrópusambandinu, ef það er það sem þú vilt.
Veldu þér land og þjóðarbrot JR, gerðu svo vel.
Albanian (Greece as Arvanitika, Italy as Arbëresh)
Alsatian (France)
Arabic (Cyprus, Belgium, France, Malta, United Kingdom)
Aragonese (Spain)
Armenian (Bulgaria, Cyprus, Hungary, Poland)
Aromanian (Bulgaria, Greece as Vlach, Romania)
Asturian (Spain)
Basque (France, Spain)
Berber (Spain)
Belarusian (Estonia, Latvia, Lithuania, Poland)
Bosnian (Austria, Germany, Slovenia)
Breton (France, United Kingdom)
Bulgarian (Greece as Pomak, Hungary, Czech Republic, Slovakia, Romania as Banat Bulgarian)
Catalan (France, Italy, Spain)
Chinese language (France, United Kingdom, Spain, Italy, Romania)
Cornish (United Kingdom)
Corsican (France)
Croatian (Austria, Czech Republic, Hungary, Italy, Slovakia, Slovenia)
Czech (Austria, Poland, Slovakia)
Danish (Germany)
Dutch (France as Flemish)
Finnish (Estonia, Sweden)
Franco-Provençal (Italy)
Frisian (Germany, Netherlands)
Friulian (Italy)
Galician (Spain)
German (Belgium, Czech Republic, Denmark, France, Estonia, Italy, Latvia, Lithuania, Hungary, Poland, Romania, Slovakia)
Greek (Czech Republic, Italy as Griko, Hungary, Bulgaria, France as Greek Corsican)
Hungarian (Austria, Czech Republic, Romania, Slovakia, Slovenia)
Irish (United Kingdom)
Italian (Slovenia)
Ladin (Italy)
Latgalian (Latvia)
Livonian (Latvia)
Latvian (Estonia)
Lithuanian (Estonia, Latvia, Poland)
Limburgs (Netherlands, Belgium, Germany)
Luxembourgish (Luxembourg)
Karaim (Lithuania, Poland)
Kashubian (Poland)
Macedonian (Bulgaria, Greece)
Maltese (Italy, United Kingdom, Gibraltar)
Manx (United Kingdom)
Mirandese (Portugal)
Occitan (France, Italy, Spain)
Polish (Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Slovakia)
Portuguese (Spain)
Romani (Cyprus, Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Poland, Slovakia, Slovenia)
Romanian (Hungary, Bulgaria)
Russian (Bulgaria, Czech Republic, Cyprus, Estonia, Finland, France, Germany, Greece, Hungary, Latvia, Lithuania, Poland, Romania, Slovakia, United Kingdom)
Rusyn (Czech Republic, Hungary, Poland, Slovakia)
Sami (Finland, Sweden)
Samogitian (Lithuania)
Sardinian (Italy)
Scottish Gaelic (United Kingdom)
Serbian (Austria, Hungary, Germany, Romania, Slovenia)
Slovak (Austria, Czech Republic, Hungary, Poland, Romania)
Slovene (Austria, Italy, Hungary)
Sorbian (Germany)
Swedish (Estonia, Finland as Finland Swedish)
Tatar (Estonia, Lithuania, Poland)
Turkish (Cyprus, Greece, Bulgaria)
Ukrainian (Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Poland, Romania, Slovakia)
Welsh (United Kingdom)
Yiddish (Estonia, Latvia, Lithuania, Poland, Romania)
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 29.3.2009 kl. 01:26
,Ef þú ferð nógu oft með lygina, þá getur verið að þú fáir einhver til að trúa henni !
Gunnlaugur Rögnvaldsson , Þú mátt hlægja eða gráta mín vegna !
Gott að þú kannt ýmislegt fyrir þér þegar þú þarft að tala við aðra evrópubúa !
Auðvitað gögnum við í ESB og auðvitað viljum við vera eins og aðrir evrópubúar !
JR (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 02:15
Það er rétt hjá Páli að Evrópu-árátta Morgunblaðsins er því lítt til framdráttar.
Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 08:49
Páll Vilhjálmsson skrifar:
"Það er einfaldlega ekki boðlegt að áskriftarblað bjóði lesendum sínum upp á rakalausan lygaþvætting eins og þann sem lesa má í Reykjavíkurbréfi dagsins."
Sammála þér PV. Morgunblaðið hefur allt of lengi boðið lesendum uppá rakalausan lygaþvætting. Það er mál að linni.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 08:49
Bendi mönnum hér á að Gunnar sem talar mest gegn aðild okkar að ESB býr jú sjálfur í Danmörku. Skil ekki ef það svo ömurlegt að hann komi sér ekki þaðan hið fyrsta.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2009 kl. 14:19
Ef það væri nú bara Gunnar Rögnvaldsson sem segir sannleikann um ástandið og horfurnar í sambandslöndunum. Ört vaxandi atvinnuleysi og innbyrðis sundrung. Óvissa um framtíð evrunnar sem stöðugs gjaldmiðils. Ég fæ ekki betur séð af fréttum en að smabandslöndin skjálfi og titri af óvissu í allar áttir.
Hvaðan á allur sá auður að koma sem ESB sinnar trúa að bíði okkar ef við bara biðjum um aðild?
"En við þurfum að sjá hvað er í boði!" Þvílík andskotans ályktun! Hvað skyldi nú vera á bak við þau gylliboð ef þau þá koma, - er Ísland ekki eitt ríkasta land álfunnar af þeim auðlindum sem allir mæna á þyrstum augum í dag?
Árni Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 15:39
"Hvaðan á allur sá auður að koma", spyr Árni Gunnarsson. Í gamla daga voru þessar stórþjóðir vanar að arðræna vanþróuðu ríkin en það er orðið erfitt nú um stundir, svo líklega mun þessi auður ekki birtast yfirleitt.
Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 15:42
Komið þið sæl; á ný !
Rétt þykir mér; að fram komi, Evrópusambands glýju fólki, til vinsamlegrar upplýsingar, að : Kanada - Grænland - Ísland - Færeyjar - Noregur og Rússland, búa yfir margfalt meiri náttúru verðmætum, sem menningar verðmætum, en samanlögð ESB flóran öll.
Þetta vita; gárungar eins og Magnús Helgi - Elinóra Inga og JR, ásamt fjölda annarra, á þeirra villigötum, en,....... vilja samt, að Fjórða ríkið nái, að komast yfir, til dæmis, okkar auðlegð, á sem ódýrasta máta.
Af hverju; er þeirra sjálfra að svara, vitaskuld, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 15:47
Já Arni. Þetta er eins og koma akfeitur inn í búð og heimta að fá að sjá hvað er í boði á meðan maður ælir volgum hádegismatnum yfir allann búðardiskinn, vegna ofáts.
.
Ef Magnús vill kaupa af mér kofann þá er hann velkominn í himnaríkið sitt. Danir eru afskaplega gott fólk, það get ég sagt þér. Við erum semsagt að reyna að selja þetta 110 ára gamla Pólverjahús okkar, eins og þar er kallað hér í þorpinu, því það var notað til að hýsa pólska verkamenn hér þegar brjóta átti á innlendum verkamönnum í verkfalli múrsteinaverksmiðjunnar hér, snemma á 20. öldinni. Pólverjarnir voru fluttir inn í hestvögnum, eins og þið kanski þekkið. Núna eru það bara flugvélarnar og bílar.
.
Jú kæri Magbús, við erum nefnilega að flytja til Íslands. Börnin eru orðin fullorðin og sjálfbjarga, svo þetta er mögulegt núna. En fyrst núna. Svona er að fæða og ala upp börn í útlöndum Magnús. Þau festast en þú sjálfur verður aldrei mikið annað en Íslendingur, þó svo að það séu komin 25 ár. Þjóðerni og þjóðkíki er ákaflega lífseig uppskrift að góðu lífi og góðu fyrirkomulagi mannsins. En börnin okkar eru samt ekki fastari en svo að þau virðast ekki hafa áhuga á paradísinni hans Magnúsar. Þau eru einnig að fljúga. Við vonum bara að þau lendi einnig á Íslandi, að lokum.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 29.3.2009 kl. 16:10
Hér eitt dæmi um "hvað er í boði"
Þú býrð í Frakklandi og ert sonur forstjóra stöndugs fyrirtækis. Vegna þess að pabbi þinn hefur efni á því þá ertu sendur í góðan skóla. Það eru nefnilega engin námslán. Ef pabbi þinn væri ekki sæmilega efnaður þá yrðir þú að taka námið í kvöldskóla á 8-10 árum. En þú eyðir sem sé 5 árum í að taka próf í besta skóla Frakklands og kemur svo út með hæstu einkunn í fjármálavekfræði. Þetta er eina leiðin til að fá sæmilega vinnu - að koma úr "réttum" skóla. Þú VERÐUR einfaldlega að koma úr "réttum" skóla.
Nú getur þú loks flutt saman með kærustunni og þið búið í eins herbergis íbúð á 30 fermetrum í París. Þú ferð í ca. 100 viðtöl eftir að hafa unnið launalaust í "prakltík" í 6 mánuði fyrst og ert svo náttúrlega rekinn eftir að þú byrjar að kosta eitthvað.
Svo færðu loks "alvöru" vinnu hjá Societe Generale við hönnun afleiðukerfa og tilraunakerfa verðbréfaviðskipta sem kanski verða sett í notkun ef þú stendur þig vel. Vinnutíminn er frá 9:00 -20:00 (og stundum lengur) og þú færð 2.000 evrur í laun á mánuði fyrstu 6 mánuðina og svo hækkar þú í 3.000 evrur. Húsaleigan er 1500 evrur fyrir þessa 30 fermetra. Svo er það skatturinn maður, hann er ekkert smáræði í þessu kommúnistalandi.
Kærastan er einnig hámenntuð og vinnur á bar á kvöldin til að geta klárað PHD námið sitt. Þið hittist sem sé oftast einungis um helgar. Svo munuð þið ekki eignast nein börn því það eru engin barnaheimili í landinu og þar fyrr utan þá munið þið hvort sem er aldrei ná að hitta barnið á meðan það er vakandi.
Margfaldið svo með ca. 75% af ESB. Þá hafið þið ca. Norðurlöndin til að velja úr og ef vill eitthvað meira.
PS: þið munuð heldur ekki geta eignast bíl, nema þið flytjið burt úr borginni og útá land.
Þetta er til dæmis í boði fyrir þá sem vilja. Gerið svo vel. Veldu þér land.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 29.3.2009 kl. 18:18
Sæll Páll.
Í pisli þínum hér að framan vitnar þú í orð Þóris Stephensen fyrrum prests í Viðey - sem hann viðhafði á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Niðurlagið á orðum prestsins voru aðeins önnur en þú hafðir eftir honum(...þá myndu þeir kljúfa flokkinn) en klerkurinn sagði ( ég var á Landsfundinum) með mjög svo íktu leikrænu skelfingar upphrópi á eftir Guðs ákallinu sem þú lýstir .......".Þá eyðileggið þið flokkinn" Þetta ámátlega neyðar hróp prestsins virkaði á marga viðstadda eins og argasta Guðlast.Sem passaði ekki á nokkurn hátt inn í kringumstæðurnar.
Með kveðju.
Benedikta E, 29.3.2009 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.