Brauðmolaspeki ESB-sinna

Brauðmolahagfræði er það kallað þegar engar hömlur eru settar á athafnir þeirra ríku og þeim leyft að fara sínu fram í trausti þess að af gnægtarborðinu falli brauðmolar til almúgans. Íslenskir aðildarsinnar að Evrópusambandinu beita áþekkum rökum til að telja okkur trú um að best sé að ganga inn í ESB.

Við græðum á inngöngu, segja þeir og tiltaka smátt og stórt svo sem matvælaverð, vexti, skólagjöld og fleira. Skemmtilegasta dæmið er af Eiríki Bergmann þegar hann sagði að við inngöngu yrði einfaldara að versla á Netinu.

Brauðmolaspeki gengur sérstaklega vel ofaní þá sem fyrirsjáanlega geta aukið atvinnumöguleika sína í skrifræði Evrópusambandsins. Í hverri viku fara tugir Íslendinga til Brussel og eru þetta sérfræðingar af ýmsu tagi sem fá glýju þegar aðild ber á góma. Þessi hópur er áberandi í auglýsingu sem birtist í dagblöðum í dag en þar er hvatt til inngöngu.

Fólk hefur fullan rétt á að velja sér hnjástöðu og bíða eftir brauðmolum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ég held það sé því miður rétt hjá þér þetta með löngun embættismanna til að ferðast erlendis til að fara á fundi og vera á launum.

Mér finnst skrýtið að minni spámönnum dugi ekki fjarfundarbúnaður. Spara þar með öll þessi þreytandi ferðalög?

Margrét Sigurðardóttir, 28.3.2009 kl. 19:25

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Margrét,vitaskuld væri hægt spara milljarða í dagpeningum,fargjöldum,gistingu og risnu, ef haldnir væru síma-og/eða tölvufundir (iChat). Það er samt ekki gert, af því að þetta fólk hefur svo gaman af að bregða sér af bæ og ánægjan verður meiri, þegar aðrir borga brúsann. Þannig er málið í hnotskurn.

Með kveðju,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 31.3.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband