ASÍ hlýtur að leiðrétta þessi mistök

ASÍ setur slæmt fordæmi með því að setja starfsmanni stólinn fyrir dyrnar vegna pólitískrar þátttöku. Málið er grafalvarlegt vegna þess að ASÍ á að verja réttindi launafólks en grefur núna undan þeim. Það heitir almenn pólitísk þátttaka að taka sæti á framboðslista. Ef viðkomandi nær kjöri á Alþingi lítur málið öðruvísi út. Þingmennska er fullt starf og af sjálfu leiðir að ekki er hægt að vera í fullu starfi á tveim vinnustöðum.

ASÍ hlýtur að endurskoða afstöðu sína í málinu.


mbl.is Framsóknarflokkurinn gagnrýnir ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir gefðu !

 Ertu félagsmaður innan ASÍ ?

JR (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:39

2 identicon

Af sakaðu:

Þarf maður að vera félagi í ASÍ til að hafa skoðun á þessu máli???

Sig.K. (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Hörður Einarsson

Ef hún væri Krati, þá væri þetta ekki vandamál, Gylfi er eins og annað Samsullsfólk, spilltur og ættu að líta sér nær þegar það gagnrýnir aðra, þeir sem búa í glerhúsi ættu ekki að henda grjóti.

Hörður Einarsson, 25.3.2009 kl. 22:31

4 identicon

Einhvern veginn held ég nú að Gylfi hafi rétt fyrir sér í þessu máli. Hann væri ekki sá idjót að gefa slíkt færi á sér. Það væri útgáfa á veiðileyfi og það þyfti ekkert veiðkort.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:58

5 identicon

Hvað veit Páll Vilhjálmsson um samtal Vigdísar og Gylfa sem gerir honum kleift að fullyrða um málið með þessum hætti? Ef ég ætti að draga ályktanir af herferð Framsóknarflokksins gegn Samfylkingunni og fúkyrðum síðustu daga myndi ég telja þetta enn eina birtingarmynd þeirrar herferðar, ekki síst í ljósi þess að Gylfi réði Vigdísi vitandi að hún er framámanneskju í Framsóknarflokknum og virkur þátttakandi þar. Af hverju í ósköpunum hefði hann átt að stilla henni upp með þessum hætti núna? Einhver tilgáta að góðri ástæðu?

Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 23:03

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég hefði talið að hófleg stjórnmálaþátttaka væri af hinu góða!

Baldur Gautur Baldursson, 26.3.2009 kl. 08:06

7 identicon

Málið er af pólitískum toga.  Hún er einfaldlega ekki með rétt flokksskýrteini.

Hvað nú ef hún næði ekki kjöri?  Ætlar Gylfi þá að ráða hana aftur?  Varla.

Gylfi hefur með þessu gerst brotlegur á jafnræðisreglum, gerst brotlegur á lögum um félagafrelsi og mannréttindi því samafara, og gerst brotlegur um kynjamisrétti með því að reka Vigdísi fyrir framboð hennar, en að leyfa Magnúsi Norðdahl að starfa áfram, þrátt fyrir að hann sé í framboði fyrir Samfylkinguna.

Vigdís hlýtur að lögsækja Gylfa og ASÍ fyrri þetta.   Það ætla ég a.m.k. að vona. 

Valur Þ. Hallgrímsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 08:46

8 identicon

Ég var að vellta fyrir mér ef að svona stór samtök geta rekið fólk fyrir að taka þátt í landsmálapólutík - þá hljóta lítil fyrirtæki út á landi að geta rekið fólk fyrir að taka þátt í bæjarmálapólitík?

Vægast sagt vafasamt fordæmi sem ASÍ setur með þessu!

Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband