Þriðjudagur, 24. mars 2009
Sovéskir atvinnurekendur
Talsmaður atvinnurekenda fer á límingunni vegna þess að sum fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum umsamdar launahækkanir. Vilhjálmur er eins og sovéskur kommisar sem vill berja atvinnurekendur til hlýðni við hinn eina sanna málstað frestaðra launahækkana. Frestun launahækkana er gerð í skjóli hrunsins sem var í boði fjármáladeildar atvinnurekenda. Hvað ætli stjórnmáladeild atvinnurekenda, Sjálfstæðisflokkurinn, segi um málið?
Samningar hanga á bláþræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir verða ekki kátir að Villi skuli ekki geta haft aga á sínum mönnum. En það bætir náttúrlega helling að hengja ábyrgðina á ASÍ. Það var auðvitað ASÍ sem ákvað að borga út arð í HB Granda og gera allt vitlaust í leiðinni.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 21:23
Merkilegt að maður eins og Vilhjálmur, sem er alltaf að gagnrýna stjórnvöld fyrir miðstýirngu og óábyrga stjórnun, geti leyft sér að stunda þessa miðstýringu sem hann stendur fyrir þessa dagana. Ekki síst þegar að litið er yfir sviðna jörð frjálshyggjunnar.
Sá þrýstihópur sem Vilhjálmur er í forystu fyrir, ber mikla ábyrgð á stöðu efnahagsmála í dag. Samtök atvinnulífsins hafa verið eindregnir andstæðingar eftirlits og öflugs regluverks af hálfu hins opinbera. Samtökin hafa barist fyrir afnámi reglna og barist fyrir bankaleynd og misskiptingu.
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.