Vaxandi lýðræðishalli í ESB

Vaclav Klaus forseti Tékklands segir í viðtali við Sunday Times að um 75 prósent af löggjöf aðildarríkja Evrópusambandsins komi núna frá embættismönnum í Brussel sem hafi ekkert lýðræðislegt umboð. Lissabonsáttmálinn, sem væntanlega verður samþykktur þegar Írar verða þvingaðir til að fallast á sáttmálan í þjóðaratkvæðagreiðslu í seinna í ár, eykur valdsvið embættismanna í Brussel á kostnað þjóðríkja. Klaus telur að vaxandi lýðræðishalli Evrópusambandsins veiki stöðu þjóðríkja og gefur lítið fyrir evrópska samfélagsvitund - í fyrirsjáanlegri framtíð verði það þjóðríkið sem einstaklingar finni til samkenndar með en ekki stórríki Evrópu.

Sjá viðtal Sunday Times við Klaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta viðtal er sláandi, og Vaclav Klaus betur treystandi til að sjá í gegnum þvingaðar endurteknar atkvæðagreiðslur og átroðning á lýðræðinu en mörgum öðrum - því hann hefur upplifað ráðstjórn á eigin skinni.

þetta viðtal ætti að vera skyldulesning í öllum framhaldsskólum. 

sendu þetta til allra blaðamanna sem þú þekkir.  

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 07:29

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ætli að hlutfallið sé ekki eitthvað hærra hér á landi, sem alþingi þarf að samþykkja af frumvörpum, sem samin eru af embættismönnum framkvæmdavaldsins?

Gústaf Níelsson, 24.3.2009 kl. 09:50

3 identicon

Göngum í ESB það er eina lausnin.Her höfum við enga sem kunna að stjórna nema ef vera skyldi Steingrímur.J Strax í ESB.

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 14:47

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

Gaman að lesa þegar menn eins og Einar Hanson og aðrir hér í kommentunum vitna um sanna trú. En því miður Einar, embættismenn ESB eru ekki kjörnir frekar en embættismenn yfirleitt. Margir þeirra eru reyndar afdankaðir pólitíkusar sem hafa hrökklast úr pólitík vegna spillingar. Og ESB er ekki vörn gegn því að fólki sé haldið í þrælahaldi eins og sannast í garðyrkjunni suður þar. Og Vaclav segir land sitt ekki úr ESB því það er hægara sagt en gert fyrir þjóðríki að komast þannig út- kostar gríðarlega peninga og setur lönd í ómögulega stöðu á öllum mörkuðum bæði í Evrópu og utan þess þar sem ESB lönd hafa ekki leyfi til að gera sjálfstæða viðskiptasamninga!

Bjarni Harðarson, 24.3.2009 kl. 18:16

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Árni Björn:
Evrópusambandið getur ekki einu sinni haft endemis bókhaldið sitt nokkurn veginn í lagi heldur veit sambandið ekki í hvað stærstur hluti útgjalda þess fer í !!!!!!

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.3.2009 kl. 22:34

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Einar Hansson:
Það eru líka lýðræðislega kjörnir menn/konur sem skipa íslenzka sendiherra. Eru þeir þá lýðræðislega kjörnir líka???

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.3.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband