Mánudagur, 16. mars 2009
20% niðurfelling skulda er lélegt tilboð
Tryggvi Þór Herbertsson þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins er kominn í framsóknarbrækurnar og býður fimmtungs niðurfærslu á skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þetta er nánasarlegt tilboð í ljósi þess að pennastrikið á skuldir getur allt eins verið 100% - það kostar alls ekkert meira blek.
Þess vegna: Afnemum allar skuldir heimila og fyrirtækja. Verum eins og árið 2007 vari að eilífu.
Athugasemdir
Hvað er að því að afskrifa skuldir hjá venjulegu fólki ?
Það er búið að vera afskrifa skuldir fyrirtækja í áratugi !
Ég veit að við þurfum að hafa efni á því.
En hvers vegna er það regla þegar einkafyrirtæki , sem á að vera í eigu einhvers einstaklings, þarf á fyrirgreiðslu þá virðist það vera sjálfsagt ?
Auðvitað er það ódýrt fyrir sjálfstæðismenn að koma með svona tilboð !
Jú, sjálfstæðisflokkurinn kom okkur í þessa stöðu !
JR (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 21:22
Af hverju ekki bæta um betur? Ef þetta er hægt, þá er líka hægt að prenta nokkrar milljónir í seðlum handa hverjum og einum... Þá geta allir farið út og keypt sér nýjan Porsche jeppling...
Ábyrgðarleysi og lýðskrum er ennþá landlægt meðal stjórnmálamanna... Ég trúi því að fólk fari að sjá í gengum svona þvætting.
Hörður Þórðarson, 17.3.2009 kl. 01:00
Annar vínkill sem vert er að skoða er lánasamningarnir og greiðslumatið sem er hluti samningana, halda samningarnir lögformlega? Forsemdurnar sem lántakendur höfðu, og upplýsingar um stöðu efnahags og bankamála voru falskar og matreiddar af bönkunum. Ekki nóg með það, því æðstu ráðamenn þjóðarinnar sögðu marg oft opinberlega, ekkert væri að óttast. Nú halda pólitíkusar að að það gangi siðferðilega og fyrir æðstu dómstólum að hækka afborganir umfram það sem samið var um einhliða, vegna leyndrar óráðsíu bankanna, án eftirlits sömu ráðamanna og sögðu almenningi að allt væri í stakasta lagi.
Helgi Axelsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 07:23
Vert er að skoða hvort lánasamningarnir og greiðslumatið sem er hluti samningana, halda samningarnir lögformlega? Forsemdurnar sem lántakendur höfðu, og upplýsingar um stöðu efnahags og bankamála voru falskar og matreiddar af bönkunum. Ekki nóg með það, því æðstu ráðamenn þjóðarinnar sögðu marg oft opinberlega, ekkert væri að óttast. Nú halda pólitíkusar að að það gangi siðferðilega og fyrir æðstu dómstólum að hækka afborganir umfram það sem samið var um einhliða, vegna leyndrar óráðsíu bankanna, án eftirlits sömu ráðamanna og sögðu almenningi að allt væri í stakasta lagi.
Helgi Axelsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 07:25
Já, Helgi, falskar forsendur, falskar upplýsingar, falskir samningar. Við tókum ekki svona lán. Við skrifuðum ekki undir neina samninga á þessum forsendum. Fólkið getur ekki verið ábyrgt fyrir glapræði og svikum banka og lánafyrirtækja. Og fólkið er ekki ábyrgt fyrir ólögum og óverkum yfirvalda.
EE elle (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 10:20
Rétt er líka að benda á að flestar þjóðir eru að gera nákvæmlega þetta núna. þ.e. að fella niður hluta af skuldum almennings og fyrirtækja. Þau gera það með því að lækka vexti og prenta peninga, sem skapar meiri verðbólgu. Við það lækka skuldirnar hjá öllum. Það er ekki hægt að gera þetta svona á Íslandi vegna verðtryggingarinnar því lánin mundu ekki lækka neitt ef verðbólgan eykst. Þess vegna verður að skera lánin niður með einu pennastriki.
Að lokum vil ég benda á að þeir sem ekki skilja þetta hljóta að vera eitthvað tregir.
Sigurjón Jónsson, 17.3.2009 kl. 11:51
Má til að birta þetta:
Flöt niðurfelling á fimmtungi skulda þeirra sem geta staðið í skilum
er ómarkviss og afar dýr aðgerð. Líklegt að kostnaður upp á um 600
milljarða falli á ríkissjóð og þar með almenning í formi aukinna
skattbyrða. Hugmyndin gengur út á að leika Hróa Hött, bara með öfugum
formerkjum því þeir sem skulda mest, yfirleitt stór fyrirtæki og
tekjuhæstu einstaklingar, fá langmesta niðurfellingu. Verið væri að
flytja fjármuni frá almenningi til eigenda fyrirtækja óháð stöðu
fyrirtækjanna. En af því staða bæði heimila og fyrirtækja er mjög ólík
væri drjúgum hluta kostnaðarins varið til að fella niður skuldir hjá
þeim sem ekki þurfa á slíku að halda. Niðurfærslan dugar hinsvegar
ekki þeim sem verst eru staddir svo þar þarf sértækar aðgerðir til
viðbótar. Sá stóraukni kostnaður sem af þessu hlýst lendir á svo beint
á ríkissjóði.
Hér gildir svo sannarlega hið fornkveðna: Ef eitthvað hljómar of gott
til að vera satt þá er það líklega ekki satt. En nú fara tímar
kosningaloforðanna og töfralausnanna í hönd.
Af hverju er flöt niðurfærsla ekki ókeypis heldur kostar líklega um
600 milljarða?
Töframennirnir segja að af því skuldirnar voru fluttar frá gömlu
bönkunum yfir í þá nýju með svo mikill varúðarniðurfærslu þá sé hægt
að færa þær niður yfir línuna og auknar heimtur og greiðsluvilji hjá
þeim sem ella hefðu farið í þrot og verið að fullu afskrifaðir, vegi
upp á móti.
Til að þetta gangi upp þyrftu afskriftalíkurnar á öllu lánasafninu,
bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum og eftir ólíkum tegundum lána,
að vera mjög líkar. Staðreyndin er sú að staðan er mjög ólík eins og
fyrstu niðurstöður rannsóknar Seðlabankans á gögnum um heimilin
staðfestir. Sama á við um fyrirtækin. Þess vegna mun verulegur hluti
kostnaðarins við niðurfærsluna renna til þeirra sem ekki þurfa á hjálp
að halda á meðan hún dugar ekki til að bjarga þeim sem verst eru
settir. Stór hluti þeirra afskrifta sem búið er að gera ráð fyrir við
varúðarniðurfærslu á flutningi mun því koma fram eftir sem áður eða að
grípa verður til annarra aðgerða samhliða. Áætlað að er að
kostnaðurinn geti verið um 600 milljarðar um um 8 milljónir á hverja
fjögurra manna fjölskyldu í landinu. En af þessu eru aðeins um 150
milljarðar vegna heimilanna, 450 milljarðar vegna fyrirtækja. Uppfært
mat gæti legið fyrir innan skamms. Kostnaðurinn veikir stöðu bankanna
sem þessu nemur og þar sem það er ríkisins að endurfjármagna þá lendir
kosntaðurinn að endanum á skattgreiðendum.
Af hverju er flöt niðurfærsla ekki einföld aðgerð?
Töframennirnar segja að helsti kostur aðgerðarinnar sé einfaldleiki
hennar og skjót framkvæmd. Ef staða allra skuldara væri lík og allar
skuldir heimila og fyrirtækja hefðu verið fluttar með
varúðarniðurfærslu frá gömlu bönkunum sem fóru í þrot og yfir í nýju
ríkisbankana mætti færa rök fyrir einfaldleikanum.
En staða heimila og fyrirtækja er svo ólík að eftir sem áður yrði að
fara yfir hvert tilfelli og grípa til viðbótaraðgerða og sá kostnaður
leggst ofan á niðurfærslukostnaðinn. Svo er öllu ósvarað um hvað gera
á við skuldir í eigu annarra en nýju ríkisbankanna. Hver borgar fyrir
flata niðurfærslu hjá Sparisjóðunum, Íbúðalánasjóði og öðrum
fjármálastofnunum, svo sem í gömlu bönkunum?
Afhverju samrýmist flöt niðurfærsla ekki samkomulaginu við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn?
Forsendan fyrir því að viðskipti Íslands við umheiminn og aðgangur að
alþjóðlegum lánsfjármörkuðum verði með eðlilegum hætti er að sátt sé
um uppgjör gömlu bankanna við erlenda og innlenda kröfuhafa. Með
neyðarlögunum voru innlán gerð að forgangskröfum og sú ráðstöfun hlaut
staðfestingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í samkomulagi hans við íslensk
stjórnvöld. Það er ótvíræður hagur þjóðarinnar að eignum í þrotabúi
bankanna verði deilt til þeirra sem eiga löglegar kröfur á þá. Vegna
þessu vinna tvö óháð alþjóðleg endurskoðunarfyrirtæki á mati á þeim
lánasöfnum sem flutt eru frá gömlu bönkunum til nýju bankanna. Stærstu
fyrirtækjalán eru metin hvert fyrir sig og ítarlegt úrtak tekið úr
öðrum lánapökkun, þeirra á meðal skuldum heimilanna. Verðamat mun því
byggja á mati á því hvað hver og einn lántaki getur greitt og gert er
ráð fyrir að fjöldi lántaka standi við sínar skuldbindingar að fullu.
Allar tilraunir til að velta frekari kostnaði, t.d. vegna flats
niðurskurðar án tillits til stöðu, yfir á kröfuhafa, hvort sem er
innlenda eða erlenda eru í raun bara frestun á kostnaði frekar en
niðurfelling. Kröfuhafar munu sækja rétt sinn fyrir dómstólum með
alvarlegum afleiðingum fyrir alþjóðaviðskipti okkar og þar með
atvinnulíf og nýsköpun. Í samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
er beinlínis gert ráð fyrir því ríkið og þar með skattgreiðendur, taki
ekki á sig frekari byrðar en sem nemur skilgreindum skuldbindingum og
endurfjármögnun banka og seðlabanka. Hundruð milljarða baggi vegna
niðurfærslu skulda yrði hrein viðbót.
Afhverju gæti flöt niðurfærsla alveg eins dregið úr heimtum eins og aukið þær?
Töframennirnir gefa sér þá forsenda, án þess að til sé fordæmi til að
vísa í, að almenn niðurfærsla auki almennt greiðsluvilja bæði
einstaklinga og fyrirtækja og bæti þannig heimtur af lánasöfnum.
Talsmennirnir líta því framhjá þeim freistnivanda (e. moral hazard)
sem felst í því að ráðstafa miklum fjármunum samfélagsins til þeirra
sem ekki þurfa á því að halda eða sem verðlaun til þeirra sem mesta
áhættu hafa tekið. Afleiðingin gæti orðið minni greiðsluvilji og
þrýstingur á frekari niðurfærslur á öðrum lánum til að gæta jafnræðis.
Í þessu sambandi ber líka að gjalda varhug við því þegar svona
hugmyndum er hampað af aðilum sem tengjast nánum viðskipta- eða
fjölskylduböndum stórum og skuldsettum fyrirtækjum í landinu. Slík
fyrirtæki og þar með eigendahópur þeirra, yrði stærsti þiggjandi
niðurfærslugjafa af almannafé óháð stöðu þeirra að öðru leyti.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:17
Fróðlegur pistill frá Gísla. En ég spyr hann hvað honum finnist að þurfi að gera, til að koma til móts nokkurn veginn við þorra fólksins. Og hvort það sé kannski ekki hægt. Eftir allt ætti allur þorri fólksins ekki að þurfa að lifa við gengdarlaust tap sem það ekki olli.
EE elle (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:44
Gegndarlaust tap.
EE elle (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:46
Það er ætlað að um 15% heimila séu í alvarlegum vanskilum í bönkum. Skv. tillögum TÞH er ekki gert ráð fyrir að krukka verði í skuldir við íbúðarlánasjóðs. Það verður beinlínis að skoða hvert mál. Bendi á frumvarp um greiðsluaðlögun.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.