Sunnudagur, 15. mars 2009
Læmingjahneigð Sjálfstæðisflokksins
Læmingjar eiga það til að efna til fjöldasjálfsmorða með því að þramma allir sem einn fram af bjargbrúninni. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins sýnir áþekka tilburði. Ættarauðvald, Glitnissjóður 9, Árni Johnsen og mosfellska Framkonan sem vill fyrst ganga inn í Evrópusambandið og spyrja síðan hvort það henti okkur: Þetta er liðsuppstillingin fyrir kosningarnar í vor. Hver skrifaði eiginlega þennan tragíkómíska brandara?
Athugasemdir
Þeir eru orðnir nokkuð margir læmingjarnir á Íslandi og ástæðulaust að tiltaka aðeins sjálfstæðismenn þar sem þeir eru að leggja undir sig alla flokka.
Engu að síður er dapurlegt að sjá öryggisleysið ná tangarhaldi á flokknum.
Ragnhildur Kolka, 15.3.2009 kl. 13:30
Heill og sæll; Páll, sem þið önnur, hér á síðu hans !
Ragnhildur Kolka ! Þó hundur væri, í framboði, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, kysir þú, sem mörg önnur, þér áþekk, hann.
Óhætt er að fullyrða; að stappi nær því að vera, ofstækisfullur trúarsöfnuður, sem flestir fylgjarar þessa flokks skrípis, megi kalla, og hliðstæður megi finna helzt, í hliðstæðum einsýnis kreddum Al-Kaída og Talibana skrattanna, austur í Baktríu (Afghanistan), gott fólk.
Hvenær; mun Valhöll verða, opinbert frjálshyggju musteri, Ragnhildur ?
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 14:16
Óskar: Fyrir mér yrði D-listinn kjósanlegri ef sumir frambjóðenda létu góðum hundum eftir sæti sín.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 14:24
Komið þið sæl; á ný !
Hans; minn kæri spjallvinur !
Við nánari eftirgrennzlan; átt þú líklega kollgátu góða - því persónur úr dýraríkinu, eru oft, mannfólkinu göfugra, þá nánar er skoðað, Hans minn.
Með beztu kveðjum; sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 14:44
Óskar. Vonandi heldur Valhöll áfram að vera það frjálshyggjumusteri sem ég get fundið mig í. Ég býð ekki mikið í tilvistina í ESB og enn síður afturgöngu Kópavogssáttmálans eins og nú virðist hylla undir. Kreppan hefur svo sannanlega grafið undan sjálfstrú Íslendinga.
Hverja þessara þriggja leiða kýst þú, Óskar?
Ragnhildur Kolka, 15.3.2009 kl. 16:07
Heil og sæl; á ný !
Ragnhildur ! Því er fljótsvarað; ég kýs formálalausan undirbúning, að einingarbandalagi Norðurhjarans, með Kanada - Grænlandi - Færeyjum - Noregi og Rússlandi, ágæta frú. Í efnahagslegu tilliti - sem stjórnmála legu, hvar hvert ríkjanna haldi þó, óskoruðu sjálfstæði sínu.
Þröngva þarf; dönsku nýlendu herrunum, til þess, að fara frá Grænlandi og Færeyjum - hið fyrsta.
Mér sýnist; sem við séum eindræg, hvoru tveggju, í andstöðunni, við ESB ofríkið, frú Ragnhildur, og er það vel.
Með beztu kveðjum; sem hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 16:25
Óskar, sem sýslungi þinn og nánast sveitungi fyrirverð ég mig alltaf fyrir hvað þú ert kjaftfor eins og núna við góðan bloggvin og ætla að taka upp hanskann fyrir Ragnhildi. Ég held að þjóðlegir Sjálfstæðismenn muni hugsa sig um á elleftu stundu og kjósa L - listann þegar í kjörklefann er komið. Fullveldi landsins stendur stórkostleg ógn af gamla fjórflokknum og þar er Sjálfstæðisflokkurinn hættulegastur. -b.
Bjarni Harðarson, 15.3.2009 kl. 16:49
Komið þið sæl; sem, fyrr !
Bjarni, minn ágæti sýslungi ! Líkast til; espast ég ætíð, í fyrstu, alla vega, í orðræðu allri, þá mér þykir fólk bera nokkurt blak, af frjálshyggju niðurrifs öflum þeim - hver við erum nú, að kljást við, hvert og eitt, og alls ekki sér fyrir enda á, hversu leikar kunni, að fara, eins og þú veist, manna gleggst.
Veit ekki betur; en að lygna nokkur sé á komin, í orðræðu okkar; Frú Ragnhildar, þá á leið - og vita má hún, sem þú og aðrir, að alls ekki var meining mín, að snúa heift minni, til núverandi - sem komandi flokks forystu Sjálfstæðisflokksins, að henni, persónulega - fjarri því.
En; rétt er það Bjarni, að lítt er ég vinsæll, víða innan minnar fjölskyldu, sem utan, fyrir hreinskilni mína, sem jú; oftsinnis, kann að sviða mörgum undan, en það er þá minn ágalli, áskapaður, að kalla, þó skjótt kunni ég að bregðast við, til linunar sársauka, hafi ég valdið, að óverðskulduðu.
En; áfram, með umræðuna - gott fólk !
Með hinum beztu kveðjum; líkt og fyrr /
Óskar Helgi helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 17:16
Afakið; helvítis villurnar. Helgason, átti að standa þar.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 17:29
Þessi stutti pistill Páls er snilld.
Finnur Bárðarson, 15.3.2009 kl. 18:08
Var hann ekki örugglega skrifaður í Valhöll?
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 18:27
Þetta er flott hjá þér Palli! Ekkert ofsagt.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 20:30
Sæll Páll,
Ef sjálfstæðismenn sjá ekki þvílíkt hara-kiri þeir hafa stuðlað að með því að koma í veg fyrir frekar þarfa Alþingis-útrýmingu núgildandi forystumanna er þeim bara ekki við bjargandi.
Margir sjálfstæðismenn segjast kalla á endurnýjun en fórna eingöngu hinum minni spámönnum.
Kveðja,
Muggi.
Guðmundur St Ragnarsson, 15.3.2009 kl. 23:14
Þetta með ESB... Af hverju má ekki fara í aðildarviðræður og sjá hvað kemur út úr þeim? Ef okkur líst ekki á samninginn þá fellum við hann einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mjög einfalt, þetta hafa Norðmenn gert.
Það verður endalaust rifist um þetta annars sem er asnalegt því við vitum í raun ekkert hvað við erum að rífast um þar sem við höfum ekkert í höndunum.
Við eigum að taka þátt í samfélagi þjóðanna, það yrði hræðilegt ef við verðum ein og yfirgefin hérna út í Ballarhafi.....Það er til orð sem heitir LÝÐRÆÐI....
Ína (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 10:48
Ína, það eru engar tilslakanir í boði hjá ESB. Staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar munu ekki styrkja okkur í viðræðum. Og það er ekkert hræðilegt við það að vera hér "út í Ballarhafi" eins og þú orðar það. Við höfum þraukað í 1100 ár og aðeins styrkt stöðu okkar.
Og fyrst þú minnist á LÝÐRÆÐI, þá er ágætt að þú gerir þér grein fyrir að lýðræði SJÁLFSTÆÐRAR þjóðar er margfalt meira virði en ÞRÆLSLUND undir hæl stórríkis. Það höfum við líka reynt áður.
Eins og þú sérð hér að ofan þá eru andstæðingar ESB ástríðufullir í afstöðu sinni. Láta sig ekki muna um að bregða brandi þegar heiður kvenna er annars vegar. Af sömu festu munu þeir fylgja eftir skoðunum sínum.
Ragnhildur Kolka, 16.3.2009 kl. 18:23
Norðmenn hafa vissulega kosið tvisvar um inngöngu í Evrópusambandið (og forvera þess) í þjóðaratkvæði og hafnað því. En þeir eru enn að rífast um málið og það hélt áfram strax daginn eftir þjóðaratkvæðin.
Við vitum að lagmestu leyti þegar hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér fyrir okkur og það er ekki beinlínis eitthvað til að hrópa húrra fyrir. En það þarf að kynna sér málið.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.3.2009 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.