Sjálfstæðisflokkurinn verður unglingaflokkur

Tvíeykið Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson ætlar að taka efstu sætin í stærstu kjördæmunum. Báðir eru á stjórnmálalegum unglingsaldri og hvorugur býr að ráðherrareynslu. Ein túlkun á úrslitum prófkjörsins er að Sjálfstæðisflokkurinn sé að refsa ráðherrum sínum í síðustu ríkisstjórn, Guðlaugi Þór og Þorgerði Katrínu.

Önnur túlkun er að gamla ættarauðvaldið, afgangurinn af fjölskyldunum fjórtán, hafi komið ár sinni vel fyrir borð í prófkjörinu.

Sjálfstæðisflokkurinn veikist við blóðtökuna sem flokkurinn verður fyrir með brotthvarfi manna eins og Geirs H. Haarde og Björns Bjarnasonar. Bjarni Benediktsson verður krýndur formaður á landsfundi flokksins á næstunni og þótt hann þyki álitlegt foringjaefni er of stutt til kosninga til að hann nái að sanna sig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikill munur á þessum tveimur mönnum !

Annar kemur úr eðlilegu umhverfi eins og flestir íslendingar !

Hinn fæddist með silfurskeið í munni og hefur aldrei þurft að gert neitt annað en verja veldi fjölskyldurnar !

Annar er bara venjulegur fjölskyldufaðir , en hinn er einokunarkaupmaður og vörslu maður gullsjóðs kolkrabbans !

JR (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 20:22

2 identicon

Glæsilegt, Kolkrabbinn í fyrsta sæti í Kraganum, Sjóður 9 í Reykjavík.

Bobbi (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 22:35

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta er ekki beinlínis dæmi um endurnýjun hjá Sjálfstæðisflokknum, frekar dæmi um að kjósendur í prófkjörum hjá þeim séu einhvers konar svefngenglar sem ekkert fylgist með samfélaginu.  Annars bloggaði ég um þetta  Að kjósa Hrunið

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.3.2009 kl. 11:13

4 identicon

Þú veist ekki hvað þú ert að tala um, Þorgerður er heimsk handboltakona úr hafnarfirði en Guðlaugur Þór er montinn og leiðinlegur. Bjarni verður góður leiðtogi og Illugi er og verður góður þingmaður. Mér finnst að kratar og kommar ættu ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn því að þeir vita ekkert um hann!

Kapítalisti (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband