Krónan virkar

Svissneski seðlabankinn reynir að veikja svissneska frankann með því að kaupa evrur. Sterlingspundið hefur lækkað um tugi prósenta gagnvart helstu gjaldmiðlum síðasta misseri og sænska krónan sömuleiðis. Í fyrstu viku mars voru gerðir nærri tuttugu þúsund skortsamningar sem veðja á veikingu evru innan fárra mánaða.

Allir gjaldmiðlar heimsins eru á flökti vegna þess að heimskreppa ríður húsum og enginn veit hvenær hún gengur yfir og hverjir verða verst úti.

Gjaldmiðlar þjóna margvíslegu hlutverki. Eitt hlutverkanna er sveiflujöfnun. Þegar högg kemur á hagkerfi gefur gjaldmiðillinn eftir. Íslenska hagkerfið varð fyrir hruni fjármálastofnana og krónan gaf eftir. Núna er hún að styrkjast hægt og bítandi.

Þeir sem hallmæla krónunni vilja gefa frá sér mikilvægt tæki til sveiflujöfnunar. Ef við hefðum ekki krónuna væri hér meira atvinnuleysi en ella, harkalegri niðurskurður ríkisfjármála og almenn kauplækkun í ofanálag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nákvæmlega!

Hjörtur J. Guðmundsson, 14.3.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Rétt !  

Ágúst H Bjarnason, 14.3.2009 kl. 12:05

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Páll

Íslenska krónan hefur verið okkur ansi dýr síðustu árin, auk þess sem litlar myntir eiga mjög undir högg að sækja. Tímabundið hagræði af krónunni, getur ekki verið grunnur að ákvörðunum til lengri tíma.

Sigurður Þorsteinsson, 14.3.2009 kl. 12:08

4 Smámynd: Atli Hermannsson.


"Mín niðurstaða hefur verið að þátttaka í gjaldmiðlabandalagi myndi stuðla að minni sveiflum. Ég dreg þá ályktun af því hvar óstöðugleikinn hjá okkur liggur. Ísland er fyrst og fremst frábrugðið öðrum löndum hvað áhrærir sveiflur í einkaneyslu. Sveiflurnar í einkaneyslu eru mjög nátengdar sveiflum krónunnar. Þannig að það virðast mjög veik rök fyrir því að við verðum að hafa sérstakan gjaldmiðil til að draga úr sveiflum. Þvert á móti eykur hann sveiflurnar. 

Atli Hermannsson., 14.3.2009 kl. 17:47

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það fórst fyrir að segja að tilvitnunin er i Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands...viðtalið er í októbertölublaði Mannlífs, bls. 14-23, en þessi ummæli er að finna á bls. 20. 

Atli Hermannsson., 14.3.2009 kl. 17:50

6 identicon

Þetta er rétt Páll.  Málið er að þegar þjóð býr við sveiflukennda atvinnuvegi verður einhvern veginn að bregðast við.  Í samdrætti þarf almenningur að draga saman seglin.  Það er hægt að gera með samningum við verkalýsfélög t.d. og lækka laun.  Við getum ímyndað okkur hve auðvelt það væri.  Þá kemur að galdrinum með gjaldmiðil sem vinnur sitt verk og endurspeglar þrótt efnahagslífsins.  Og það er rétt Atli að einkaneysla fylgir sveiflum krónunnar en þetta er auðvitað kostur en ekki galli.  Þjóðin þarf að draga saman seglin í hallærum og gjaldmiðillinn sér um að dreifa kreppunni (og öfugt í góðærinu) til allra, því innkaup verða dýrari.  Um leið verður vænlegra að framleiða vörur til útflutnings og innanlandsnota.  Krónan hefur ótrúlega mikið samfélagslegt gildi og getur vel hentað okkur meðan við viljum standa saman að þessum þjóðarrekstri.  Sveiflur krónunnar eru ekki orsök heldur afleiðing af sveiflukenndum atvinnuvegum og sveiflukenndum mörkuðum.  Lausnin liggur í því að fjölga undirstöðunum og reyna þannig að draga úr sveiflum.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 21:07

7 Smámynd: Atli Hermannsson.

Gjaldmiðill á að vera mælieining en ekki sveiflujöfnunartæki. Hann á að geta geymt verðmæti með trúverðugum hætti, auðveldað viðskipti og tryggja að hægt sé að leggja til efri áranna. Þá á hann að vera trúverðug mælieining í bókhaldi án þess að það þurfi verðbólgufærslur út og suður sem hækju. Þá þarf að vera hægt að lána með honum inn í framtíðina án þess að þurfa að vera með meirihátta reikniverk i kringum hann sem ekki nokkur maður skilur hvernig virkar....Krónan uppfyllir engin af þessum skilyrðum.

Væri krónan að sveiflast þessa dagana, sem hún getur ekki, gerði hún það örugglega að stjórnvöldum forspurðum. Sú var tíðin að ríkisstjórnir gátu “sveiflujafnað” gengið til að koma atvinnugreinum líkt og sjávarútvegnum til hjálpar -  en það er liðin tíð sem betur fer. Síðustu misseri hefur það komið í ljós að ýmist íslenskir og erlendir fjárglæframenn hafa breytt landinu í vogunarsjóði og skortmarkaði án þess að stjórnvöld hafi svo mikið sem verið spurð. Því eru hagstjórnartækin sem talin hafa verið svo mikilvæg og fylgt hafa krónunni í gegnum tíðina ekki lengur til staðar -  og komin í hendur erlendra fjárspegúlanta.

Það er bara spurning hvort þeir hafi unnið meira tjón á krónunni en stjórnmálamennirnir í gegnum tíðina. Eða eins og kom fram hjá Davíð Scheving Thorsteinssyni í Silfrinu um síðustu helgi, þá hefur íslenska krónan verið “sveiflujöfnuð” gagnvart þeirri dönsku sem nemur 1.900 % í gegnum tíðina.... hvenær er eiginlega komið nóg?  

Atli Hermannsson., 14.3.2009 kl. 22:56

8 identicon

Einmitt, hún er auðvitað mælitæki og þegar það sem hún mælir sveiflast, þá sveiflast hún.  Um leið er hún sveiflujöfnunartæki eins og lýst hefur verið.  Það er ekkert vit í að nota mælitæki annarra þjóða.  Líkist helst því að ofnarnir í húsinu mínu færu eftir hitastiginu í þínu húsi.  Þá mundu þeir kynda þegar kalt væri hjá þér og slökkva þegar of heitt væri í þínu húsi.  Ekki víst að það hentaði í öllum tilfellum þó að vissulega gæti þetta stundum gengið.

Þjóð sem vill annan gjaldmiðil hlýtur að þurfa að vera hluti af því ríki sem á þann.  Þá er möguleiki á að leiðrétt verði misvægi sem verður á milli svæða og gjaldmiðilinn nær ekki að mæla.

Margt fór úrskeiðis á síðustu árum og er það annar kapítuli.   Ég er ekki enn búinn að kyngja því að við getum ekki haldið betur á stjórnun landsins og vil því ekki fela hana öðrum. 

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 00:26

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

það fórst fyrir hjá Atla að nefna að Arnór er mikill Evrópusambands- og evrusinni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 08:47

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Næst kæmi sennilega fram sú krafa hjá Evrópusambandsinnum, ef þeir næðu því takmarki að gengið yrði í Evrópusambandið og evra tekin upp, að sveiflukenndir atvinnuvegir hér á landi yrðu lagðir af í nafni stöðugleika :D

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 08:49

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og að lokum, fyrst Atli talar um að krónan uppfylli ekki skilyrði:

Samkvæmt kenningu bandaríska hagfræðingsins Robert Mundell, sem stundum hefur verið titlaður faðir evrusvæðisins, um hið hagkvæma myntbandalag þarf myntbandalag að uppfylla þrjú skilyrði til þess að geta talizt hagkvæmur kostur. Það er athyglisvert að evrusvæðið hefur aldrei uppfyllt neitt þeirra en þessi skilyrði eru:

  1. Hagsveiflur á milli þeirra ríkja sem mynda viðkomandi myntbandalag verða að vera í takt þannig að ekki sé þörf á sjálfstæðri peningamálastefnu fyrir hvert ríki.
  2. Laun þurfa að vera sveigjanleg þannig að þau lækki þegar og þar sem eftirspurn minnkar en hækki þar sem eftirspurn eykst. Þannig sé tryggt að atvinnustigið haldist stöðugt þrátt fyrir að hagsveiflan sé ekki alls staðar sú sama og sjálfstæð peningamálastjórntæki aðildarríkjanna hafi verið tekin úr sambandi.
  3. Vinnuafl þarf að vera hreyfanlegt innan myntbandalagsins þannig að fólki geti á auðveldum hátt flutt af þeim svæðum þar sem atvinnuleysi ríkir þangað sem eftirspurn er eftir vinnuafli.

Kenning Mundells hefur notið vinsælda og viðurkenningar hjá flestum hagfræðingum. Samkvæmt henni nægir þó að eitt þessara skilyrða sé uppfyllt til að aðild að myntbandalagi geti talist hagkvæm. En eins og áður segir uppfyllti evrusvæðið þessi skilyrði ekki í upphafi og gerir ekki enn. Engu að síður var farið af stað með verkefnið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 08:50

12 identicon

Meira að segja Svisslendingar vilja evrur. Bretar eru í vanda vegna þess að þeir eru með eigin gjaldmiðil en ekki evrur. Svo koma gosar og kasta ryki í augu fólks um að allt sé vont sem kemur frá ESB. Fólk á Íslandi vill stöðugleika, það vill losna við verðtrygginguna, það vill matarverð á við það sem er í löndunum í kring um okkur og það vill lægri vexti. En þið þjóðernissinnar viljið halda okkur kjurrum í kjafti Sjálfstæðisflokksins sem ráðið hefur mestu hér á landi. Þið vitið þetta allt saman og það er einmitt þessi undirliggjandi ótti ykkar um að ef við göngum í ESB, að þá missi fasistaflokkurinn völd og það viljið þið ekki fyrir nokkurn mun. Þið vitið líka, en segið ekki frá því að ESB er einn stór félagsmálapakki sem hugsar um fólkið fyrst og pólitíkusana síðast, hagsmunir fólksins ráða. Þið eruð frjálshyggjudraumóramenn sem dreymir um það að einhvern tíman verði búið að einkavinavæða allt í landinu, allar auðlindir okkar eins og þær leggja sig, en þið vitið einnig að þessu verður ekki komið í verk nema utan ESB.

Valsól (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 21:44

13 identicon

Valsól!  

Þetta eru nú rökræður í lagi.  Það eina sem mér dettur í hug í þessu sambandi er vísa eftir hinn orðsnjalla Vestur - Íslending, Káin.

Ef að kraftur orðsins þver

á andans huldu brautum

gefa á kjaftinn verðum vér

vorum skuldunautum 

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 21:54

14 identicon

Hér átti að vera hjá Davið Oddsson( og ekki gleyma baklandinu sem er fleira en eitt og fleira en tvö  hjá slíkum manni ) skrítinn þverstæða , þ.e. fjármálamiðstöð með ekkert eftirlit og helst engar reglur bankastarfsfólk nýtti sér innherjaupplísingar til að einfaldlega hagnast sjálft og tæmdi sjóði. Njósnarar erlendu bankanna sáu þetta strax og einfaldlega einkunnafelldu bankanna . Og hókus pókus útkoman er kaos þegar erfiðleikarnir skullu yfir, og skildi nokkrum undra.

Já og krónan virkar mjög vel .............í öndunarvél . 

petur þ (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband