Má búa vel fyrir minna en 40 milljónir króna?

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins skulda fjögur þúsund húseigendur 40 milljónir króna eða meira í húsnæði sínu. Á Íslandi öllu munu vera 80 þúsund húseigendur og langstærsti hluti þeirra í skilum.

Þeir sem eiga húseignir fyrir 40 milljónir króna og þar yfir myndu teljast þokkalega staddir hvað efni áhrærir. Ef fólk með slíkar eignir er í vandræðum með sitt mætti kannski íhuga að það minnkaði við sig áður en almannafé er notað til að niðurgreiða húsakostinn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er punkur. Það er bara enginn sem vill kaupa á þessu verði, það er vandamálið. Hægara sagt en gert.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 08:04

2 identicon

Þá lækkar maður uppsett verð.

Magnús T (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 08:23

3 identicon

Það er frekar erfitt fyrir fólk að lækka þegar skuldirnar í eigninni eru hærri heldur en verðmæti eignarinnar.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 08:31

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þá kannski stíga menn varlegar til jarðar næst.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.3.2009 kl. 11:04

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það þarf mikinn kjark til þess að steypa sér í 40 milljón króna húsnæðisskuld.

Lán til 40 ára með 5% vöxtum þýðir afborgun kr. 250 þúsund á mánuði - þótt verðbótalaust sé - í heil 40 ár! 

Kolbrún Hilmars, 13.3.2009 kl. 14:38

6 identicon

Það þarf líka að spá í  það að þó fólk skuldi 40 milljónir eða meira í húseignum sínum þá getur vel veir að lánið sem tekið var upphaflega hafi ekki verið nema rúmlega 20 milljónir þegar það var tekið.

Það er svolítið hrokafullt að þeim sem eru búnir að kommenta hér að ofan að segja að þá þurfi bara að stíga varlega til jarðar næst eða einfaldast sé að selja bara og kaupa ódýrara.

Ef fasteignin stendur ekki lengur undir láninu þá er tómt mál að tala um að selja þar sem enginn er kaupandinn og varla hefur fólk efni á að borga upp hluta af láninu þegar það hefur væntanlega ekki efni á mánaðarlegum afborgunum.  Því miður er sorglegur raunveruleikinn sá að þeim sem skuldar milljarð eða tvo verður hjálpað löngu áður en stjórnvöld gera nokkuð til að hjálpa almenningi sem hefur ekkert til saka unnið annað en að reyna að koma sér upp þaki yfir höfuðið.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 15:23

7 identicon

SVO SAMM'ALA

IMV (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 18:19

8 identicon

Ef ég segi satt þá á ég enn eftir að skilja hvers vegna ég á að sæta eignaupptöku eins og ég kýs að kalla það (lækkun launa, hærri skattar, hærra gengi, hærri afborganir á lánun) vegna rangra ákvarðana ca. 30-40 manna í banka- og viðskiptalífinu.  Þeir geta greitt fyrir sín mistök.  Ég á nóg með mitt.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband