Sólarlag Baugs

Baugur er ásamt þremur bönkum andlit útrásarinnar sem aldrei var annað en ódýrt lánsfé og villtir draumar gelgjustráka. Góðu heilli stóð vitleysan ekki yfir nema í tæpan áratug. Útrásin minnir okkur á  hvernig fer þegar fullorðið fólk leyfir kjánum að ráða ferðinni. Lexían er okkur dýrkeypt en við kunnum hana næsta mannsaldurinn.
mbl.is Ósk um gjaldþrotaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farið hefur fé betra !

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 19:09

2 Smámynd: TARA

Sumir læra aldrei af reynslunni...

TARA, 11.3.2009 kl. 19:38

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér er nokkuð fast kveðið að orði og aungvir fyrirvarar.En er ekki sama vitleysan að koma í ljós með landbúnaðinn. Ég kalla svona hluti;  að vaxa út úr umhverfi sínu og hlutaðeigendur verða hafrekið sprek á annarlegri strönd.

Ég legg til að þjóðinni verði gert skylt að fara í gáfnapróf. Það væri hægt að koma upp sjálfsafgreiðslukössum þar sem fólk gæti testað sig. Þetta væri gott fyrir sjálfstraustið. Og þá getur fólk sagt ; ekki ég, ekki ég, ef prófið væri bærilegt. 

Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.3.2009 kl. 19:44

4 identicon

.

Munum að minni þjóðrarinnar er ekki mjög langt.

30% ætla að kjósa kjölfestu útrásarinnar í næstu kosningum þrátt fyrir allt sem á undan er gengið.

Hvað fengju þeir í þarnæstu kosningum? 

101 (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband