Háir vextir bjarga heimilum

Háir vextir styrkja krónuna gagnvart erlendri mynt sem aftur lækkar verðbólguna og þar með lækka bæði myntkörfulán og verðtryggð lán í íslenskum krónum. Háir vextir þjóna einnig því hlutverki að takmarka umsvif fyrirtækja en eins og alþjóð veit hafa íslensk fyrirtæki verið á fjárfestingafyllerí um árabil.

Háir vextir verðlauna þá sem eiga peninga á bankareikningum. Háir vextir eru hraðnámskeið fyrir skuldara. 

Háir vextir bjarga heimilunum.


mbl.is 14 þúsund heimili eiga bara skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skapa háir vextir ekki líka meira atvinnuleysi ?

Ekki bjargar það heimilun eða hvað ?

Það breytir kanski engu.

Maður er hugsi eftir 3 atvinnuleisisbóta mánuði.

skrypill (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:16

2 identicon

Páll ég geri ráð fyrir að þú eigir summu á verðtryggðum innláns vöxtum.

Koppur (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 00:55

3 identicon

Páll sýnir hér eins og hann hefur sýnt oft á blogginu sínu að hann veit lítið um hagfræði.

nonni (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 10:04

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Athyglisver greining Páll, ég er samt á móti því vaxtaoki sem við búum við í dag.  En greiningin er góð, hún er sannanlega athyglisverð.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.3.2009 kl. 13:12

5 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Þetta var hugmyndin upphaflega, því það er orðið býsna langt síðan vaxtahækkunar okrið hófst.        

Beit hinsvegar nákvæmlega ekkert lengi vel, því fyrirtækin og skuldsettu heimilin skiptu med di samme yfir í erlend lán sem voru um allt á útsölu.  Þannig var fylleríið framlengt alltof lengi.

Krabbameinið eru krónubréfin.  Þau þarf að losna við og henda útí hafsauga til að endurreisn geti hafist  án slagsíðu.

Háir vextir í dag, í últra heimskreppu eru hinsvegar útí hött.   En þeir fóru í raun ekki að virka á verðbólguna fyrr en gjaldeyrishöft voru staðreynd.

P.Valdimar Guðjónsson, 11.3.2009 kl. 16:50

6 identicon

Þetta er ágætis greining í anda hefðarinnar undanfarin ár. Það er að segja að lýsa flóknu kerfi sem þríliðu: Ef K er konstant og þú hækkar x, þá lækkar y. Slík dólgahagfræði setti okkur á hausinn.

Mikið hljóta allir hagfræðingar heimsins að vera heimskir að mæla með 0% vöxtum. Alls staðar í kringum okkur fara menn þá leið. Hvernig á að vera hægt að greiða há vexti í efnahagsamdrætti?

Nei, háir vextir mun greiða okkur náðarhöggið. Við erum að greiða eigendum krónubréfa ca. 5 milljarða á mánuði í vexti. 

Og svo allt hitt. Ekki má heldur gleyma því að verið er að láta skuldara ábyrgjast innistæður þeirra sem áttu peninga í gjaldþrota bönkum eða peningamarkaðssjóðum. Eru það ekki verstu skussar sem láta peninga inná bók hjá banka með þúsund punkta álag hjá matsfyrirtækjum?

Doddi D (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:02

7 identicon

Sæll nafni

....nú held ég að þú takir ekki allt með í þessar vaxtahugleiðingar og sért nánast einn í heimi með þetta.  Gaman verður að telja þá sem undir þín orð taka, kannski duga 2 x 9  fingur forseta    en sennilega er einhver hópur eftir sem "græðir" ennþá á þessu vaxtaokri, eða telur sig vera að "græða".

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:57

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sælir allir

Jú, eins og flestir skulda ég og borga af vísitölutryggðum lánum sem hafa hækkað. Ég á líka nokkrar krónur í banka, svona eins og hversdagslegir launamenn geta nurlað saman, en þær eru heldur færri en þær sem ég skulda. Ég á hálfa húseign þannig að nettóniðurstaðan væri jákvæð, yrði ég gerður upp. Trúlega er þorri landsmanna í álíka stöðu, sumir í miklu betri en því miður aðrir í mun síðri.

Punkturinn með vexti er að þeir eru ekki ákveðnir upp úr þurru. Þeir verða til sem annars vegar fall af efnahagsstarfseminni og hins vegar hvernig seðlabankar heims lesa í stöðu efnahagsmála.

Við erum að horfa upp á skelfilegan mislestur á stöðu efnahagsmála og súpum seyðið af því - auk þess sem Íslendingar eru fórnarlamb græðisvæðingar svo til að að auka á eymd okkar.

Á meðan hjörðin harmar háa vexti getur verið áhugavert að líta öndvert á málin - pistillinn var tilraun til þess.

Páll Vilhjálmsson, 11.3.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband