Kiddi sleggja og Valgerður

Kristinn H. Gunnarsson þingmaður er á ný genginn í Framsóknarflokkinn eftir vist hjá Frjálslynda flokknum. Kristinn tekur þátt í forvali Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi um miðjan mánuðinn. Engar fréttir eru á hinn bóginn um að Valgerður Sverrisdóttir og félagar í þingflokki Framsóknarflokksins hafi boðið nýjan liðsmann velkominn. Hverju sætir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð spurning. Ekki stafur um þetta á vef framsóknarflokksins heldur. Kannski hafa sumir ekki tekið eftir þvi að hann hafi yfir höfuð farið. Eða kannski er hann ekki velkominn eftir allt saman.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 22:43

2 identicon

Sleggjan yfirgaf framsóknina á sínum tíma vegna margs sem flokkurinn nú hefur þurft að kyngja.  Endurnýjun flokksforystunnar er ekki að ástæðulausu en mönnum gengur erfiðlega að viðurkenna ranga vegferð og á það ekki bara við um framsókn.   Betra ef forkólfarnir hefðu opnað augun fyrr.  

lydur arnason (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 04:43

3 identicon

Kristinn H. hefur það fram yfir framsóknarmenn að fara eftir sannfæringu sinni og hann verður hvorki keyptur né seldur.

Mastermind (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 15:10

4 identicon

.

Þessar ganga milli manna þessa dagana. 

Ýmislegt þarf upp að stokka
öðru breyta má.
Núna vantar fleiri flokka
fyrir Kristinn H.

Ótrauður þræðir hann einfarans stig,
aðeins til hliðar og nokkuð á ská.
Kvíða því flokkarnir hver um sig
að Kristinn gangi til liðs við þá.

Hefur margt til brunns að bera
brögðóttur og fylginn sér
og minnisgóður má hann vera
að muna í hvaða flokki hann er. 

101 (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband