Sunnudagur, 1. mars 2009
Stjórnmálaflokkar eru umferðamiðstöðvar
Prófkjörin gera stjórnmálaflokka að umferðamiðstöðvum fólks sem vill láta gott af sér leiða. Alþingiskosningar eru í reynd tvöföld kosning, þar sem prófkjörin eru forkosningar. Í fyrirkomulaginu opinberast kostir og gallar lýðræðisins. Almenningur, flest prófkjörin eru jú opin, fær tækifæri til að velja fyrst á lista og síðan á milli framboða. Lýðræðið vex hins vegar ekki í réttu hlutfalli við fjölda kosninga.
Lýðræðið þarf innihald í stefnumótun flokkanna þar sem þeir leggja fram valkosti sem almenningur gerir upp á milli í kosningum. Þegar stjórnmálaflokkar eru orðnir að umferðamiðstöðvum verður erfitt um vik að búa til samræmda stefnuskrá.
En kannski þarf ekki lengur að huga að stefnuskrám. Kosningabarátta er rekin með slagorðum og auglýsingaherferðum. Frambjóðendurnir læra sína rullu sem þeir fara með á fundum.
Einhver að skrifa hlutverkin. Hverjir gera það?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.