Skuldauppgjöf óreiðufólks

Íslensk heimili eru ekki á framfæri ríkisstjórnarinnar, guði sé lof. Engin ríkisstjórn kemur í veg fyrir að sumir sem reka heimili kunna ekki fótum sínum forráð, skuldsetja sig um of og eyða um efni fram. Slík heimili eru á vonarvöl, hvort heldur í góðæri eða hallæri.

Pólitískt tískuslagorð er björgum heimilunum og undir þeim gunnfána ætlar Framsóknarflokkurinn að færa milljarða ofaná milljarða frá heimilum sem sýna ráðdeild og ábyrgð yfir til heimila óreiðufólks. Til að toppa ósvífnina vill Framsóknaflokkurinn að það sama gildi um fyrirtækin. Ef efnagasaðgerðir Framsóknarflokksins væru færðar yfir í vímuefnavarnir yrði áfengissjúklingum gefið brennivín sér til heilsubótar.

Það verður engin sátt um almenna skuldauppgjöf óreiðufólks, hvort sem það fólk kemur fram undir heitinu einstaklingar, fjölskyldur eða fyrirtæki. Sértækar lausnir fyrir sérstaka hópa, t.d. ungt barnafólk sem nýlega hefur keypt húsnæði, er viðurkennd aðferð til að mæta tímabundnum efnahagsþrengingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sorprithöfundur. Alveg ótrúlega hrokafullur pistill!!!

Óskar Arnórsson, 1.3.2009 kl. 15:33

2 identicon

Og í hverju felst hrokinn?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 16:00

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hann ber saman venjulegt vinnandi fólk við róna. Þegar fólk var að skuldsetja sig, fylgir það oftast ráðum bankanna. Dæmið gekk upp miðað við spár sérfræðinga í fjármálum. Yfirvöld gerðu ekkert. Þeir hefðu getað stoppað bankana strax og þeir viss hvað var að gerast, og þá væru barnafjölskyldur ekki með bankaútgjöld sem nemur meira enn mánaðrlaunum þeirra. 

Þessi pistill er hroki og ekkert annað. Ósmekklegur í alla staði. 

Óskar Arnórsson, 1.3.2009 kl. 16:17

4 identicon

verð að taka undir það sem Óskar seigir. Páll að krónan skildi falla þetta mikið sá engin heldur ekki hrun bankana. eitt er að vera sjálfstæðismaður annað er að vera með kalið hjarta sem þú virðist hafa því miður

bubbi (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:53

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Clint Eastwood telur alltof miklum tíma varið í að fylgja pólitískri rétthugsun. Mér sýnist Páll taka undir með Clint gamla og ég tek undir með báðum.

Ragnhildur Kolka, 1.3.2009 kl. 18:03

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er hrikalega vond einföldun Páll. Þú hefur greinilega ekki gefið því nokkurn einasta gaum að lánveitingar til þorra landsmanna á undanförnum hafa verið skipulögð vörusvik.

Þú mátt reyna að halda því fram með einhverjum rökum að, annað af tvennu, að stór hluti þjóðarinnar hafi tekið lán sem það ætlaði ekki að borga, eða hitt að það hafi verið svona miklir hálfvitar að þeim sé bara nær.

Mér gremst eiginlega þessi málflutningur hjá þér og vona að hann byggist frekar á hugsunarleysi frekar en hjartaleysi.

Haukur Nikulásson, 1.3.2009 kl. 18:47

7 Smámynd: Bó

Ég er sammála hverju orði í þessum pistli.

Stórskuldugur einstaklingur er það vegna eigin ákvarðanataka, hann skrifaði sjálfur undir sín lán og skal sjálfur bera ábyrgð á sínum eigin gjörðum. Fólk sem ekki sníðir sér stakk eftir vexti á engan rétt á að fá ölmusu frá fólki sem tekur skynsamar ákvarðanir.

, 1.3.2009 kl. 19:31

8 identicon

Það er ekki það sama að skulda af láni vegna húsnæðiskaupa í venjulegu árferði og að skulda af láni vegna húsnæðiskaupa sem snarhækka vegna verðbólgu eða falls krónunnar af völdum glæpastarfsemi bankaeigenda. Það síðarnefnda eru ekki minna en náttúruhamfarir af mannavöldum og flokkast undir lögreglumál. Þarna verða menn að greina á milli.

Helgi (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 19:38

9 identicon

Helgi : Maður verður að gera ráð fyrir hinu versta.

Það var löngu vitað mál að þegar góðærið stóð sem hæst, þá lá leiðin ekkert nema niður.

Það er svosem rétt að leiðin lá kannski neðar en maður hafði gert ráð fyrir, en þannig er nú bara lífið.

Ég er 32 ára gamall, á konu, 3 börn, íbúð og bíl.  Atvinna hefur minnkað umtalsvert þannig að launatekjur eru núorðið brot af því sem áður var.

Samt kvíðir mig ekki morgundeginum og ég er ekki í neinni hættu á að missa nokkurn skapaðan hlut.  Það er vegna þess að ég spennti bogann aldrei í botn og gerði ráð fyrir niðursveiflu.

Ég vorkenni ekki fólki sem lifði mun hærra en ég á sínum tíma og heimtar nú að ég borgi undir það áframhald á þeim lífsstíl sem varð þeim að falli.

Pistlahöfundur hefur einfaldlega rétt fyrir sér og þeir níða hann, saka hann um hroka, hugsunar- eða hjartaleysi o.fl. ættu bara að líta sér nær.

Óskar skrifar t.d. hér að ofan : Dæmið gekk upp miðað við spár sérfræðinga í fjármálum.

Á þetta að vera einhverskonar brandari?  Á fólk ekki að hugsa lengur fyrir sig sjálft?  Hvað ef kaffið er það heitt að maður brenni sig, á þá ekki bara að fara í mál?

Björn I (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 19:49

10 identicon

Finnst það talsvert hrokafullt að segja að þeir sem eiga í erfiðleikum séu óreiðufólk. Það vitnar um litla þekkingu á kjörum hins "litla manns". Það er alltaf einfalt að setja sig á háan hest af því maður sjálfur hefur það gott. Þeir sem eru óreiðufólk eru þessir svokallaðir útrásarvíkingar (mundi nú heldur kalla þá flóttaþjófa) og stjórnendur bankanna (sumir hverjir í báðum hlutverkum!). Að líkja venjulegu fólki við þetta pakk er heldur dapurlegt og vitnar um sorglega þröngsýni. Settu þig betur inn í hvernig fátækt fólk hefur það, áður en þú skrifar svona þvælu!!

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 20:10

11 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Maður nokkur gekk í það að að greiða húsnæðisskuldir sínar við Íbúðalánasjóð með sparifé sem hann hafði önglað saman í gegn um árin. Vildi frekar vera skuldlaus ef allt færi á versta veg og tók ekki áhættu um að missta spariféð. Samkvæmt Framsókn eiga þeir sem hafa skuldað íbúðalán 30 sept. en þó greitt það upp að fá 20% niðurfellingu. Sparifjármaðurinn væri þar með talinn.

Þetta er svona fyrir mér ef bóndi leitar til Bjargráðasjóðs vegna lambaláts og fengi bætur að þá yrði að greiða öllum bændum í sveitinni bætur.

Ég verð að segja það að mér sárnar hvernig framsóknarmenn fara fram í þessu máli á erfiðleikatímum, því mér þykir vænt um þá undir niðri.

Það hlýtur öllum að vera ljóst að fjöldinn allur af fólki hefur farið fram með miklu fyrirhyggjuleysi í fjármálum

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.3.2009 kl. 20:21

12 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í pistlinum er ekki vikið aukateknu orði að fátæku fólki. Góðu heilli búum við í velferðarsamfélagi þar sem almenn samkomulag er um að veita þeim sem höllum fæti standa aðstoð. Fólk verður fyrir búsifjum af ýmsum ástæðum og úrræðin eru af ýmsu tagi.

Með óreiðufólki er átt við eyðsluklær, fólk sem kann sér ekki hóf. Við gerum engum greiða með því að verðlauna slíka frammistöðu með niðurfellingu skulda.

Rökin um að fjármálaráðgjafar hafi ráðlagt þetta og hitt eru slöpp. Maður ber ábyrgð á sjálfum sér og sínum fjármálum. Þeir sem hvorki eru börn né seníl vita að maður ber ábyrgð á hvaða ráðum maður fylgir.

Páll Vilhjálmsson, 1.3.2009 kl. 20:22

13 identicon

Með þessum rökum um að aðstoða fólk og fyrirtæki sem hafað hagað sér eins og fífl í fjármálum, þá hlýtur að styttast í að við eigum að aðstoða Jón Ásgeir og útrásarhyskið og þeirra farlig fyrirtæki.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 20:39

14 Smámynd: Marinó G. Njálsson

En hvers vegna átti þá að hjálpa fólki sem setti háar upphæðir inn á sparireikninga, þó svo að vitað væri að eingöngu upphæð upp að jafngildi EUR 20.887 var tryggð?  Það fólk var áhættufíklar með því að taka sjensinn á því að peningarnir þeirra væru öruggir. Fyrir utan að sú björgun kostar íslenska þjóðarbúið u.þ.b. 1.000 milljarða, þegar teknar eru með greiðslur vegna icesave og KaupthingEdge sem ekki hefðu komið til ef innistæður hefðu eingöngu verið tryggðar upp að EUR 20.887.

Ég hafna því gjörsamlega að verið sé að bjarga óreiðufólk, þegar fara á í niðurfærslu á verðtryggingu og gengistryggingu lána.  Hrun krónunnar var ekki þessu fólki að kenna og verðbólgan ekki heldur.  Það tók lán þegar allar spár gáfu til kynna að jafnvægi væri framundan og svartsýnustu spár um gengisþróun töldu að gengisvísitalan færi í versta falli í 135.

Marinó G. Njálsson, 1.3.2009 kl. 20:58

15 Smámynd: TARA

Það er margt gott í grein þinni, en ég er ekki sammála því að það eigi bara að aðstoða barnafólk sem er nýbúið að kaupa íbúð. Erum við hin ekki líka fólk ? Eigum við ekki líka rétt á aðstoð ? Og þá er ég að tala um fólk sem EKKI var að bruðla í óþarfa, fara í nokkrar utanlandsferðir og hækka yfirdráttinn til þess að borga óráðsíuná og ég er EKKI að tala um fólk sem á nánast allt skuldlaust og miljónir í banka. Ég er að tala um venjulegt fólk sem reynir að komast af, þrátt fyrir allt.

TARA, 1.3.2009 kl. 22:35

16 Smámynd: Saturnus

Mér finnst nú að tillögurnar frá Framsókn séu það skásta sem komið hefur fram ennþá? Skilgreininguna á því hver sé óreiðumaður er áreiðanlega hægt að finna í ábyggilegri heimildum en hjá Davíð Oddssyni.

Saturnus, 1.3.2009 kl. 22:36

17 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Margir sem hér opna munninn eru brennimerktir af því að sjá ofsjónum yfir því að skuldir náungans verði feldar niður að einhverju leiti og flestir eru innileg sannfærðir um að þeir eigi það frekar skilið en nágranninn.

Þetta mál kemur þessu þó lítið eða ekkert við held ég. Þannig er mál með vexti að fasteignamarkaðurinn á íslandi er frosinn og ekki virkur og gengur þá eitt yfir alla bæði þá sem eiga skuldlausar og yfirskuldsettar eignir.  Ástæðan er sú að of mikið er af skuldum í geiranum miðað við núvirði eigna. Til að  það lagist og markaðurinn fari aftur af stað þarf annað tveggja að gerast, skuldirnar lækki eða verðið á faseignunum hækki. Við getum alveg legið á bakinu og horft upp í loftið þangað til þetta lagast af sjálfum sér með því að  10-30 % allra húseigenda á landinu fara í þrot með afskriftum skulda og markaðurinn tekur við sér. Þetta tekur ef til vill ekki nema 3 til 5 ár. Það er líka hægt að gera eitthvað í málinu og afskrifa 20% skuldanna  núna þannig að markaðurinn verði aftur virkur á næstu misserum og fækka þannig þeim sem fara í þrot í kannski 1 til 3%.

Þetta snýst nefnilega ekki um hvort einhverjir lúserar fá gefins pening eða ekki heldur miklu heldur um hvort það verði byggilegt á þessu skeri á næstu árum.

Guðmundur Jónsson, 1.3.2009 kl. 22:43

18 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur, við höfum oft verið á öndverðum meiði, en erum við á sömu línu.

Marinó G. Njálsson, 2.3.2009 kl. 00:19

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nú? Eru allir hagfræðingar sem kaupa sér húsnæði? Ef það kemur í ljós að hús er skemmt eftir á, þá getur fólk kennt sjálfum sér um.

Ég er með pappíra á íslensku og ensku að ég sé skilamaður og hafi staðið við allar afborganir á réttum tímum.

Svo hrundi bankinn Glytnir sem var minn banki. Fyrsta verk Nýja Glitnirs var að gjaldfella allan yfirdrátt. Var yfirdrátturinn það eina sem ég átti eftir að borga. Öll lán voru uppgreidd.

Yfirdrátturinn sem venjulegu fólki þykir kanski ekki merkileg upphæð miðað við veltu, var nógu stór til að reksturinn bara stöðvaðist!

Það var nákvæmlega engin ástæða fyrir þessu og enduði ítrekaðir umleitanir mínar að ég héldi greiðsluáætlun minni eins og hún var. Enn svarið var nei.

Ég sendi bara bréf þar sem ég gerði ráð fyrir að þeyr hafi lánað mér á verðtryggðum kjörum og verðtrygging væri ólögleg. Skýldi hún bakfærð frá og með upphafi svo gætu þeir sent mér reikning fyrir mismuninnum.

Og ef dómari segi rök bankans um verðtryggingu gilda ætla ég að kæra dómarann. Ég vil láta reyna á þessa verðtrygginu fyrir dómi. Ég er ekki heldur kúnni hjá Nýja Glitni, heldur á þrotabú gamla Glitnirs kröfu á mig.

'ibúðina gat ég selt í tæka tíð og tapaði ég bara útborgunni minni, sem var 15% , nokkrar milljónir þar út í bláinn, og samt eru ekki allir jafn heppnir og ég. Þeir skulda miklu meira enn verði íbúðarinnar nemur.

Mín mistök eru bara að hafa treyst íslenskum banka. Með reynslu af hinu sama 1988. Flutti ég þá til Svíþjóðar. 6 börn er þung á fóðrum og unnum við meira enn fulla vinnu árum saman.

Er komin til Svíþjóðar aftur. Þar er búin að borga í Lífeyrissjóð síðan 1988. Og það eru ekkert mörg ár eftir þangað til ég átti að byrja að fá borgað út úr honum. Var þá ekki Kaupþing búin að kaupa lífeyrissjóðinn og er hann tómur núna.

Ég hlýt að hafa verið algjör asni samkvæmt kroka-uppskrift pistlahöfundar að fylgjast ekki með þessum eigendaskiptum á sínum tíma.

"Sem hænsnabóndi hleð ég haglabyssuna umsvifalaust ef ég veit af friðaðri tófu í búinu" eg hlusta ekki á bull og röfl í neinum reglum um friðun. Sú tófa sem asnast inn í hænsnabúið verða skotnar. Kallast heilbrigð skynsemi.

Pislahöfundur ætti endilega að skaffa sér heilbrigða skynsemi. Þetta bull í pistlahöfundi á ekkert með skoðun að gera. Heldur ósvífni og ógeð af verstu gerð.

Óskar Arnórsson, 2.3.2009 kl. 05:42

20 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Guðmundur Jónsson, 2.3.2009 kl. 10:29

21 Smámynd: ThoR-E

Athyglisvert að sjá skrif þeirra sem kenna almenningi um allt.

Sumir eyddu kannski um efni fram.. en það var þeirra ákvörðun.

En er hrun krónunar.. stýrivextirnir... er þetta almenningi að kenna.. ég held ekki.

Tek undir með Óskari.. get ekki annað.

ThoR-E, 2.3.2009 kl. 15:15

22 identicon

Ég lít ekki á húsnæðiskaup sömu augum og hlutabréfakaup; þar á maður að gera ráð fyrir hinu versta og tilbúinn að tapa. Allir stjórnmálamenn hafa stutt þá stefnu að fólk eignist þak yfir höfuðið; það er það stærsta og dýrasta sem hver maður kaupir í lífinu og ég veit ekki um neinn sem lítur á það sem áhættu; það er langtímafjárfesting. Umhverfið til að svo megi verða þarf að vera eins öruggt og kostur er. Þar getur ríkið beitt áhrifum sínum, á sama hátt og það beitr áhrifum sínum í að næla sér í skattfé En hverjir eiga ríkið? Erum við búin að gleyma því? Sem minnir mig á eitt: ríkið á bankana og þar með skuldir okkar. Hvort er betra að gera fólki kleift, í þessum náttúruhamförum af mannavöldum, að halda í eignir sínar eða keyra fólk í þrot og missa aðra úr landi?

Helgi (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:32

23 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það sakar ekki að líta í eigin barm af og til.

Finnur Bárðarson, 2.3.2009 kl. 15:56

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef aldrei átt hlutabréf. Veit ekki hvernig þau líta út einu sinni. Bara verið að vinna alla æfi og rændur hef ég verið nokkrum sinnum.

Ef þú stendur fyrir framan ræningja sem miðar á þig skammbyssu, réttir þú honum bara veskið þitt án þess að mögla.

Ég hef þurft þess á móti 10 - 15 unglingum allir með hnífa, (í Svíþjóð) og þá gerir maður það sama.

Þess vegna geng ég alltaf vopnaður, a.m k. með skammbyssu. Ræningjar eru út um allt. Átti bara ekki von á þeim í öllum helstu embættum á Íslandi.

Þar er bara miðað á mann penna, og maður er jafn varnarlaus. Takk Ace. ;)

Óskar Arnórsson, 2.3.2009 kl. 15:56

25 identicon

Hvað á fólk eins og ég að gera ef verðbólgan færi einn daginn í t.d 80 prósent?  Ég er hóflegur lántakandi í þessum æðislega verðtryggingaheimi, sem er ekkert annað en pókerspil fyrir mér.

jonas (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 18:44

26 identicon

þú ættir að eyða líka púðri og penna i að skrifa um árvakur þar sem þorsteinn már baldvinsson er í einu af aðalhlutverkunum. 

Hann var jú einn af aðalmönnum glitnis en er núna tengdur félaginu þórsmörk sem á árvakur ,  tja þeir fengu nú ekki nema 2900 milljónir gefnar.  Hvað er það milli vina .  Þeir eru jú ríkir kallar, eiga valdamikla vini . 

Glitnir þarf ekki að gefa mér nema 20 milljónir og þá er ég skuldlaus, skulda bara íbúð.  Á 25 þúsund króna bíl , er búin að eiga hann í 5 ár , hann hefur aldrei bilað og var mér góður í góðærinu og gefst ekki upp í kreppunni

ps.  fyrir einu og hálfu ári var skuld mín 17,5 milljónir.  Ég elska verðtrygginguna .  Hún tryggir þá sem eiga peninga , meiri peninga þó þeir þurfi ekkert peninga þegar þeir hafa svona góða að eins og Glitni

jonas (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 18:54

27 identicon

Íslandsbanki(glitnir) og nyji landsbankinn standa að baki þessum gjörningi , rétt skal vera rétt

jonas (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 19:34

28 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það eru flestir banka reknir á Íslandi eins og Casino. Bara ver. Aldrei vitat alvörucasinó fara á hausinn.

Óskar Arnórsson, 3.3.2009 kl. 00:56

29 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég er sammála þér varðandi það Páll að þeir sem ekki hafa lifað hátt og bruðlað eigi að gjalda þess að þeir sem hafi gert það fái lækkanir á sínum skuldum. En ef við hugsum okkur venjulegt heimili sem ekki hefur bruðlað en skuldar sín íbúðalán  þá veistu alveg að 20% verðbólga og 18% stýrivextir geta gert strik í reikninginn og sérstaklega ef atvinnuleysi er til staðar. Þá stendur fólk frammi fyrir vandamálum og þau vandamál þarf að leysa.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 00:58

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir með Sólveigu...

Óskar Arnórsson, 3.3.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband