Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Cosser og þýsk arabaviðskipti
Það eru engin líkindi fyrir því að Steve Cosser geri tilboð í Árvakur fyrir eigin peninga. Ástrali með enga tengingu við Ísland dúkkar ekki upp og gerir tilboð í íslenska útgáfu. Ekki frekar en að þýski bankinn sem keypti hlut í Búnaðarbankanum með framsóknarklíkunni hafi verið í raunverulegum viðskiptaerindum á Íslandi. Cosser er að stunda arabaviðskipti í takt við Kaupþingsreddinguna hálftíma fyrir hrun.
Íslandsbanki er í opinberri eigu og hulduviðskipti við lepp eru ekki það sem nýja Ísland þarf á að halda. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á því að fíflagangurinn haldi ekki áfram. Viðskiptaviðrinin og leppar þeirra eiga ekki að eiga neina aðkomu að íslensku samfélagi.
Cosser ræðir við Fréttablaðsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er kannski til marks um hvaða flétta er hér í gangi að hinn ungi forstjóri Stoða er aktífur í þessum tilfæringum ásamt húsbónda sínum úr geira lágvöruverðsverslana. Mikil verður nú gleði okkar ef einhver ríkisbankanna hleypur undir bagga með þeim félögum og lánar þeim fyrir Árvakri!
Flosi Kristjánsson, 22.2.2009 kl. 19:34
Sammála þessu Páll!
Hvort myndir þú fjárfesta í skuldsettu dagblaði í Darwin á Ástralíu eða kaupa ríkisskuldabréf!
TH (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 20:25
Er það mögulegt að hann hafi verið fengin til að leiða athyglina frá Óskari Magnússyni? Var ekki Óskar einhverntíman framkvæmdastjóri Hagkaupa? Ég gæti trúað að Óskar sé afar vel tengdur.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 22:06
Sammála þessu. Svona viðskipti eru liðin tíð - eða eiga að vera...
Sævar Helgason, 23.2.2009 kl. 00:00
Það er fullkomlega óásættanlegt ef að bakland og nákvæm áætlun Ástralans er ekki á hreinu eða gagnsæ, og ef hann fær Mbl. og þá dunka upp þjóðníðingar eins og Jón Ásgeir eftir að hafað tekið enn einn snúninginn á brotinni þjóinni.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 00:34
tanquam ex ungue leonem
Doddi D (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 11:30
En hverjir standa á bak við skæruliðaforingjan hann Óskar Magnússon.?Páll Vilhjálmsson,getur þú nokkuð frætt okkur um það.?Hún er nú soldið skrautleg viðskiptafortíð hans Óskars,kannski hefur hann tekið inn breytingarpillu og hefur breyst,hver veit.Ég er búinn að vera áskrifandi í 35,ár að Morgunblaðinu og samt er ég ekki í Sjálfstæðisflokknum,og mun aldrei verða.Morgunblaðið hefir verið vandað blað.Að sjálfsögðu vita það allir að Morgunblaðið,var mikið(soldið ennþá)notað sem málgagn Sjálfstæðisflokksins,líkt og Þjóðviljin var einnig notaður,af Alþýðubandalaginu sáluga.Þessum Óskari tækifærissinna treysti ég ekki og hvað þá einhverjum uppstrýluðum Ástrala.Spurningin er hverjir eru á bak við þessa Fýra.Páll veistu það.?
Númi (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 12:20
Nei, Númi, ég veit ekki hverjir eru félagar Óskars. Munurinn á Óskari og Ástralanum er að sá fyrrnefndi kemur fram undir réttu nafni og kennitölu.
Páll Vilhjálmsson, 23.2.2009 kl. 19:39
Það er alveg rétt Óskar er með kennitölu,en sennilega ekki Ástralinn,en Óskar hlýtur að vera þá með margar kennitölur ekki er hann einn á ferð, takk Páll.
Númi (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.