Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
RÚV í pólitísku hagfræðiflippi
Hagfræði, sérstaklega íslenska útgáfan, er akademískt rusl. Ekki nóg með að velflestir íslenskir hagfræðingar væru undirlægjur útrásarinnar heldur voru þeir fræðingar sem voru í vinnu hjá háskólum uppteknir við að klæða bankabullið í fræðibúning en gleymdu öllu því sem heitir gagnrýni og heilbrigð skynsemi. Íslenskir hagfræðingar eru rúnir trausti og ættu áður en þeir æmta að útskýra hvar þeir voru þegar útrásin stóð yfir.
Og þá gerist að Sjónvarpsfréttir RÚV draga upp á dekk hagfræðing sem álitsgjafa um mál sem hann hefur sannanlega enga fræðilega þekkingu á, sum sé alþjóðasamskiptum. Í kvöld var fyrsta frétt í Sjónvarpsfréttum bullsaga frá Gylfa Zoëga hagfræðingi um svartar framtíðarhorfur Íslands. Rökin voru m.a. þau að ótilgreindir samningamenn Íslands væru of harðir í horn að taka fyrir útlendinga.
Hvað gengur fréttastofu Sjónvarps til með að flytja hálfkveðnar vísur í fréttaformi? Og hvað veit hagfræðingur um diplómatíu?
Furðufréttir af þessu tagi eru ekki til þess fallnar að upplýsa eitt eða neitt heldur skapa óróa og óvissu. Hverra erinda gengur fréttastofa Sjónvarps?
Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjárfestar munu eins og áður fjárfesta hérna ef þeir sjá viðskiptatækifæri.
Það er bara ágætt að ekki verður hægt að taka mikið stærri lán en það aftur.
Kalli (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:22
Það þarf ekki hagfræðinga til að gera sér grein fyrir ástandinu eins og það er í dag. En það þurfti fjölmarga í góðærinu til þess að réttlæta þá tíma!
Haraldur Haraldsson, 19.2.2009 kl. 21:36
Þetta er merkileg yfirlýsing frá sviðsstjóra upplýsingasviðs Rannís. Finnst reyndar einkennilegt hvernig bloggarinn hefur geð í sér að vinna við að auglýsa Evrópustyrki í vinnutímanum, en skíta út Evrópusamstarf í frítímanum. Ekki bætir hann um betur þegar hann fer að draga starfsheiður viðskiptavina sjóðsins í svaðið. Ekki það að menn megi ekki hafa skoðanir, en þetta væri eins og að hann ynni hjá Baugi.
GH (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:52
Sammála, það er fátt hvimleiðara en þegar þessir sjálfskipuðu talsmenn
þjóðarinnar koma með algerlega órökstuddar fullyrðingar í viðtölum
um hluti sem þeim finnst en vita ekkert um.
Sven Ulfarsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:03
Missti ég af einhverju GH? Hvaða Evrópuumræða var í fréttinni sem er til umfjöllunar?
Páll Vilhjálmsson, 19.2.2009 kl. 22:03
Sæll Páll. Ég er einstaklega sammála þér varðandi hagfræðinganna. Ef skuldir Íslands eru reikningsdæmið hvernig getur þá einn hagfræðingur fengið það út að við skulduð aðeins 500 milljarða en aðrir 2000-3000 milljarða? Hver á að dæma hver reiknað hafi rétt? Það skiptir vitaskuld sköpum. Rétt eins og ég færi til læknis og hann segði að ég væri með illkynja krabbamein sem komið væri í eitlana og svo færi ég til annars sem segði að krabbameinið væri vissulega þarna en það væri ekki eins slæmt og það hljómaði. Hvorum ætti ég að treysta eða að fara í meðferð hjá? Þarf ég alltaf að leita að áliti þriðja aðila í útlöndum eða hvað? Ég veit að í hagfræðinni er hægt að gefa sér mismunandi forsendur en halló - heitir þetta ekki félagsVÍSINDAdeild sem fagið er kennt í. Sérhver eru nú vísindin en reyndar var 500 milljarða króna maðurinn að gefa kost á sér til þings - svo kannski það skýri eitthvað ...
Unnur (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:48
Missti ég af einhverju PV? Sagði ég eitthvað um að það væri Evrópuumræða í fréttinni sem var til umfjöllunar? Mér fannst bara, algerlega óháð því að í viðtalinu í RÚV sem minntist GZ á inngöngu í ESB sem skynsömustu leið Íslendinga að afla sér trausts á erlendum vettvangi, einkennilegt að sviðsstjóri upplýsingasviðs Rannsóknasjóðs notaði vefinn til að ausa úr skálum reiði sinnar yfir ESB, en sú stofnun sem hann vinnur fyrir á í gríðarlegu samstarfi við. Ekki það að sviðsstjórinn megi ekki hafa sínar persónulegu skoðanir á hverju sem hann vill, en það getur vart verið þægilegt að mæra Evrópusamstarf opinberlega í vinnunni en lasta það opinberlega í frítímanum. Eins þótti mér einkennilegt upplýsingastjóri Rannsóknasjóðs helli úr skálum reiði sinnar yfir viðurkenndum vísindamönnum, vísindagreinum og vísindastofnunum sem sækja styrki til sjóðsins.
GH (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:03
.
Og meira af hagfræðingaflippi hjá RÚV.
Innlegg Tryggva "hagfræðings" var upphafið af kosningabaráttu hans fyrir prófkjörði hjá Sjálfstæðisflokknum.
Við eigum eftir að sjá fleiri svona aukapistla þar sem menn koma með "athyglisvert" innlegg í umræðun.
101 (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:33
Áður en við ræðum hvað er einkennilegt og þægilegt í starfi og tómstundaiðju, GH, er ekki eðlilegt að rætt sé undir nafni? Og í trausti þess að þú komir fram undir nafni ætla ég að byrja á því að benda á að samstarf á einhverju sviði við einstök ríki Evrópu eða Evrópusambandið er eitt en allt annað er innganga Íslands í téð Evrópusamband. Maður getur verið hlynntur samstarfi, bæði í vinnu og frítíma, en andvígur inngöngu. Er það nokkuð flókið, GH?
Páll Vilhjálmsson, 19.2.2009 kl. 23:33
Páll minn!
Þessi innsendari þinn er á ótrúlega lágu plani - órökstuddar fullyrðingar og skítkas.
Megum við biðja um betra frá ágætum dreng.
Skuggi (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:19
Svona í framhaldi af síðustu athugasemd Páls þá getur maður verið hlynntur því að eiga í góðu samstarfi við nágranna sinn en það er ekki þar með sagt að maður sé spenntur fyrir því að nágranninn taki yfir stjórn heimilishaldsins hjá manni.
Hjörtur J. Guðmundsson, 20.2.2009 kl. 07:47
Mér finnst nú allra allra mesta bullið sem komið er frá hagfræðingunum í HÍ er reiknikúnstir með fiskistofnanna og þeir hafa ekki látið sig muna um að reikna vöxt þeirra nokkra áratugi fram í tímann.
Sumarið 2007 komst Hagfræðistofnun HÍ að þeirri niðurstöðu að hagstæðast væri að hætta þorskveiðum í 3 ár vegna góðrar stöðu þjóðarbúsins og með því mót væri hægt að veiða mikilu meira seinna!
Sigurjón Þórðarson, 20.2.2009 kl. 09:11
Hagræðingar???...ágæt menntun án efa..en vinna fyrst og fremst við að spá um framtíðina og hver getur það??
En hvað varð um heilbrigða skynsemi ef þú skuldar 20 millj í húsinu þínu og það selst á 20 millj áttu hvað??...sennilega 0 krónur.
Sigurjón, vísindi Hagfræðistofnunar í fiskveiðum okkar er sorgarsaga. Aldrei hefur byggst upp nein trú á henni. En viðvíkjandi ofannefnt dæmi. Hvað myndi gerast ef við byrtumst inn á okkar markaði með segjum 500.000 tonn upp úr sjó einn daginn. Hvað var mat þeirra á því?
itg (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 14:12
Mikið rosalega getur fólk lagst lágt að blanda starfi saman við það sem fólk gerir í tómstundum. Í raun dæmir það sig sjálft þegar fólk skrifar með þessum hætti. Góða helgi.
blaðamaður (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 14:44
Guðmundur Ólafsson hraunar yfir hagfræðingana sem eru áberandi þessa dagana í fjölmiðlum.
Kallar þá lýðskrumara og skilur ekki hvað þeir vilja upp á dekk.
Má Guðmundsson sem er verið að snýða Seðlabankafrumvarpið segir hann vera höfund óhamingjustefnunnar sem Ísland var lagt í rúst með og hlær að því að hann eigi að taka við af Davíð, sem hann vill meina að er í gangi hjá stjórnvöldum.
Tryggva hlær hann að með að semja einhverjar fáránlega niðurstöðu sem eiga að fylla fólk bjartsýni á kostnað þingmannsdrauma hans.
Gunnar Tómasson fékk verstu útreiðina og kallaði hans kenningar tóm rugl og maðurinn heldur því fram að ekkert hafi verið rétt gert eða sagt í fræðunum frá því 1938, nema það sem Gunnar sjálfur hefur unnið og sett fram. Tóm rugl segir Guðmundur og skilur ekkert í hvað þessi maður er að gera?
Gunnar er öflugur liðsmaður náhirðar Jóns Ásgeirs og Baugsmafíunar og skrifað mikið á þeim virta Baugsmiðli Málefnin.com þar sem ku vera hægt að nálgast Baugshagfræði með öðru Baugslofsefni eftir hann um óvin þjóðarinnar No.1
Kannski eru hagfræðingar bara mistúlkaðir?
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 17:00
Það er áhugavert að bera saman hagfræðinga og veðurfræðinga. Ég hélt að hlutverk þeirra væri það sama það er að spá um framtíðina. Því virðist þetta vera rangt því forréttindi hagafæðinga birtist í því að koma fram eftir á og segja okkur hvað hefði átt að gera, en þegja þunnu hljóð þegar hættan er framundan, veðurfæðingar spá fram í tíman.
Hvaða gagn væri af veðurfæðingum sem segði okkur hvers vegna rok hefði verið í gær.
Rúnar Sveinbjörnsson, 20.2.2009 kl. 18:57
Afskaplega góð greining hjá Rúnari. (o:
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 19:18
Það er rétt að hagfræðingar hefðu mátt gera betur undanförnum árum í að vara við hættum. En hins vegar þá var hreinlega ekkert hlustað, hversu margir á fjölmiðlum lesa til dæmis tímaritið Vísbendingu sem er fagrit í hagfræði? Afar fáir líklega því umfjöllun um greinar í blaðinu rata nánast aldrei í fjölmiðla þrátt fyrir að þar fari fram fagleg umræða um efnahagsmál.
Og fjölmiðlar eru gjarnir á að leyfa alls kyns vitleysu að vaða uppi í viðtölum því þeir vita ekki endilega betur sjálfir og ekki búið að fara í ítarlega rannsóknarvinnu á fjölmiðlum.
Það er því ómaklegt að skella skuldinni bara á hagfræðinga, blaðafólk og almenningur ber líka sína ábyrgð að hlusta ekki á þá sem þó létu í sér heyra.
Arnbjörn (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 20:15
Um fréttamennsku
Fréttamennska á Íslandi undanfarið hefur verið með mestri skömm. Rannsóknarblaðamennska er vart til á Íslandi. Áhuginn er sennilega ekki lengur fyrir hendi. Vandaðar fullunnar fréttir eru ekki sagðar lengur, heldur hálfkveðnum vísum er fleygt út og dómur götunnar látinn síðan takast á við "fréttirnar" eins og blóðþyrstir úlfar.
Ég bíð þess að íslenskir fréttamenn fari að rannsaka fjármálasögu "auðkýfinganna" íslensku. Hvað varð af peningunum. Hvar eru eignir stóreignamannanna sem voru að byggja, kaupa, versla fyrir ári síðan. Af hverju er ENGINN áhugasamur um að finna það sem þjóðin er að leita að; peningunum sem hurfu?
Baldur Gautur Baldursson, 20.2.2009 kl. 21:28
Lítið á þetta, sami maður. Reyndar vitkast menn í háskólum.
Ég get ekki látið ósagt að nemar í háskólum eru oft á tíðum ódýrasta vinnuaflið á markaðnum.
Rúnar Sveinbjörnsson, 20.2.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.