Stjórnmálatýpan

Gunnar Svavarsson er ekki stjórnmálatýpa. Úr fjarlægð kemur hann fyrir sem vænn maður sem hvorki hefur tilburði til sýndarmennsku né haldinn stigahvöt sem hvorttveggja eru nauðsynlegir eiginleikar stjórnmálamanna.

Til að virka sem stjórnmálamenn þarf fólk að bera sjálfið sitt utaná sér og stöðugt fægja það enda stjórnmálamaðurinn í vinnunni alla daga árið um kring. Þeir sem ekki eru fyrir sýndarmennsku þurf að tileinka sér hana til að þrífast í pólitík. Stigahvötin er félagsleg þörf til að skora stig, þ.e. hækka í áliti á kostnað annarra.


mbl.is Gunnar sækist ekki eftir endurkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er nú eftirsjá að Gunnari en vonandi gera þeir 12.845 sem kusu hann í fyrsta sæti í síðustu kosningum sér nú grein fyrir að Samfylkingin raðar ekki í ráðherraembætti eftir því hver nýtur mesta kjörfylgisins

Grímur (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sá hann ekki bara fram á að vera röngu megin við Hennar Heilagleika Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ?

Haraldur Baldursson, 19.2.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gunnar Svavarsson, við sjáum öll eftir honum af Alþingi.

Nýtt lýðveldi  - skrifa undir áskorun  HÉR 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 15:26

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Góð greining. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.2.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband