Peningaprentun gegn kreppu

Seðlabanki Bandaríkjanna er tilbúinn að prenta peninga til að vinna gegn verðhjöðnun og Englandsbanki er í startholunum. Verðhjöðnun er andstæða verðbólgu sem við Íslendingar þekkjum í víxlverkun hækkandi verðlags og launa. Í verðhjöðnun minnkar neysla og veldur samdrætti í efnahagskerfinu; kaup lækkar og neysla minnkar enn og þrýstir launum lengra niður.

Orsök samdráttarins liggur í fjármálakerfinu sem tók að dragast saman þegar ónýtu húsnæðislánin í Bandaríkjunum voru dregin fram í dagsljósið og bankar hættu að lána í framhaldinu.

Vextir í Bandaríkjunum eru nálægt núlli og eitt prósent í Englandi. Þegar sýnt þykir að núll vextir örvi ekki nægilega lánamarkaði verður að grípa til enn róttækari ráða.

Til að vinna gegn verðhjöðnun er búin til verðbólga með því að prenta peninga. Markmiðið er að snúa samdrætti yfir í þenslu.

Þegar viðsnúningurinn verður, eftir sex, tólf eða 18 mánuði, er hætt við að þessi ógrynni af peningum muni valda verðbólgu og hún verða illviðráðanleg.

Seðlabanki Evrópu er varkárari og heldur vöxtum í tveim prósentum. Reynslan mun leiða í ljós hvort það valdi langvinnari kreppu á evrusvæðinu eða hvort siglt verði milli skers og báru á meginlandinu.

Á Íslandi er málið einfaldara. Forsætisráðherra rekur bankastjórn Seðlabankans og allt fellur í ljúfa löð, samkvæmt handritinu sem skrifað er á flokksskrifstofu Samfylkingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Bakarar, smiðir og hengingarólar eru hættulegur kokteill.

Haraldur Baldursson, 9.2.2009 kl. 08:43

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég er ekki viss um að þetta sé alskostar rétt hjá þér Páll. seðlaprentun veldur vissulega verðbólgu í 1 til 2 ára fasa á eftir prentunninni í flestum hagkerfum. En það hefur hinsvegar ekki verið raunin með dollarahagkerfið en það er vegna þess að allra þjóðir heims safna dollurum. Dollarar hafa verið verðmætasta útflutningsvara BNA í hálfa öld, nú er svo komið 70% af heims auðnum er dollara. Ekki veit ég hvort nú sé komið að því að verðbólgan æði af stað í dollarahagkerfinu en ef það gerist þá skiptir prentun dollar í BNA núna litlu máli heldur er það prentun undafarinna 40 ára sem setur hana af stað. með öðrum orðum þá eru BNA að prenta fyrir allan heiminn á meðan Bretar eru bar að prenta fyrir sig og því gilda allt önnur lögmál um Seðlaprentun þar en í BNA. Þetta virðast þeir hjá seðlabanka EU skilja að einhverju leiti og leifa sér ekki að prenta í sama magni og BNA eins og Bretar og fleir lönd eru að gera.

Hinsvegar gæti alveg verið (og mér finnst líklegt) að lausnin felist einmitt í því að keyra upp verðbólgu með seðlaprentun og þá eru BNA i verri málum en við og þær þjóðir sem geta gert það eftir pöntunum og þá er evruhagerfið á snar vitlausri braut. 

Okkar vandi er náttúrlega sá að við erum ekki á neinni braut sem stendur, komin í miðja stjórnarkreppu með allt niðum okkur þökk sé Herði Torfa og hjörðinni á austurvelli.

Guðmundur Jónsson, 9.2.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband