Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Meðferð við valdaþreytu
Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í þriggja mánaða valdaþreytumeðferð eftir 18 ára samfellda setu í ríkisstjórn. Meðferðin verður þríþætt. Í fyrsta lagi endurnýjun á mannskap, í öðru lagi endurskoðun á hugmyndafræði og í þriðja lagi uppgjör við Evrópuvilluna.
Í stað þess að jagast í Steingrími J. og félögum ætti Sjálfstæðisflokkurinn að leyfa starfsstjórninni að vinna sitt verk og beina gagnrýninni að meginmálum en ekki tittlingaskít.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur meðferðina af alvöru verður hann í stakk búinn að leiða ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Og þá er gott að hafa Steingrím J. áfram sem fjármálaráðherra.
Þingmenn í meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki hefur mér fundist íhaldið sýna neina tilburði til naflaskoðunar. Þvert á móti sitja þeir í þingsal eins og svekktir krakkagrislingar og finna að öllu sem þar fer fram. Ekki nema von, þetta er hin fræga einskisnýta stuttbuxnadeid þeirra.
Davíð Löve., 5.2.2009 kl. 19:24
D+VG = peningamálin + umhverfisstjórn
Sennilega OK....það þarf þó að klára Helgvík og Bakka og 2-3 virkjanir... hvernig selur maður hugmyndina að fleiri virkjunum til VG ?
Haraldur Baldursson, 5.2.2009 kl. 21:54
Já, Davíð, stuttbuxnadeildin fullorðnast á endanum. Og Haraldur, er nokkur hætta á að við almennt séð höfum áhuga á að virkja fyrr en svona um það bil í kringum 2020?
Páll Vilhjálmsson, 5.2.2009 kl. 22:31
Eiga Sjálfstæðismenn bara sitja með hendur í skauti og bíða þess sem verða vill og hvorki gagnrýna menn né málefni? Þetta eru nú aldrei þessu vant frekar slakar ráðleggingar frá þér og útilokað fyrir stjórnmálaflokk að fara eftir þeim.
Fyrir það fyrsta getur varla verið að Sjálfstæðisflokkurinn þjáist af „valdaþreytu“ ef aðrir flokkar kveinka sér undan honum.
Og hitt hlýtur að liggja í augum uppi að VG sem ekki hefur verið í ríkisstjórn í 18 ár þarf varla á einhverri sérmeðferð að halda hjá stjórnarandstöðunni.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.2.2009 kl. 22:40
Sæll Páll. Ef maður reyndi að skjóta í myrkri og rýna í framtíðina, má kanski setja eftifarandi tímarás :
-efnahagur heimsins fer að sýna upp á við trend 2011-2013
-olía hækkar markvert í verði aftur 2011-2012
-álverð fer markvert af stað 2011-2013
-byggingatími álvers 2-4 ár....
-næsta áver, eftir Helguvík....sem ég held reyndar að verði tæplega byggt á Íslandi fyrr en 2017-2020...
....jú ætli 2020 hljómi ekki líklega... :-)
Haraldur Baldursson, 5.2.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.