ESB er hundamál ríkisstjórnar Jóhönnu

Þegar íslenskri stjórnmálaflokkar geta ekki tekið afstöðu hvort leyfa eigi hundahald í þéttbýli er málinu vísað í almennar kosningar. Evrópusambandsaðild er orðið að hundamáli ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Samfylking og Vinstri grænir sammæltust um texta í stjórnarsáttmála sem frestar uppgjöri þessara flokka í ESB-málinu.

Samfylkingin hafði fyrr í vetur lamið á Sjálfstæðisflokknum með kröfu um aðildarviðræður. Núna er eins og aðild sé lítilfjörlegt aukaatriði.

Allt frá árinu 1995 þegar Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins gerði ESB-aðild að kosningamáli með litlum árangri hafa kratar notað málið til að skapa sér sérstöðu. Sannfæring fyrir aðild er ekki meiri en svo að trekk í trekk er krafan um aðild dregin tilbaka.

Framsóknarflokkurinn át upp kjánaskap Samfylkingar og samþykkti að æskja inngöngu í Evrópusambandið að því gefnu að sambandið breytti sér í grundvallaratriðum, t.d. með afnámi sameiginlegrar fiskveiðistefnu.

Hundamál eru þreytandi í pólitískri umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðasta setningin hjá þér er tær snilld!

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:21

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þrýstingur Samfylkingarinnar á Sjálfstæðisflokkinn í Evrópumálum var aðeins til þess að sprengja ríkisstjórnina. Ítrekaðar móðganir Ingibjargar Sólrúnar í garð sjálfstæðismanna var t.a.m. augljóst skref að því marki.

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.2.2009 kl. 22:35

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

VOFF

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.2.2009 kl. 17:14

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Voff voff. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.2.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband