Auðmannaröksemdir gærdagsins

Þriggja mánaða starfsstjórn Vg og Samfylkingar ætlar að búa til pólitík þótt tíminn sé naumur. Og það er rökrétt - hagsýnir stjórnmálamenn reyna að gera mikið úr litlu. Á meðan enn standa yfir viðræður um væntanlega stjórn hefur tekist að svæla fram röksemdir sem ættaðar eru úr grárri forneskju, þ.e. fyrir bankahrun.

Í fjölmiðlum í dag hafa heyrst varnaðarorð um að skattur megi ekki vera vinnuletjandi. Viðskiptaráð og önnur verkfæri auðmanna munu líklega hamra á viðlíka sjónarmiðum næsta misserið. Auðmannaröksemdin er að skattur á óhóf og bruðl, fíflalega háar tekjur, séu vinnuletjandi. 

Almenningur borgar skatta og það fyrirkomulag hefur aldrei þótt vinnuletjandi. Það sama gildir vitanlega um alla aðra: Vinnuletjandi skattar eru ekki til nema hjá málpípum auðmanna.

Ef við, orðræðunnar vegna, föllumst á að til sé eitthvað sem heitir vinnuletjandi skattur er bráðnauðsynlegt að setja slíkan skatt á til að draga úr líkum á að annað bjánagengi rísi upp úr rústum bankanna og byrji á því að selja okkur gamla þvættinginn um að forríkir séu svo merkilegir að þeir eigi að njóta forgangs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Athygliverður punktur Páll.

hilmar jónsson, 27.1.2009 kl. 20:33

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Góður!

Baldur Kristjánsson, 27.1.2009 kl. 20:40

3 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Sæll páll, vinnuletjandi skattfyrirkomulag er til dæmis hátekjuskattur eins og hann var hjá okkur. Hann var að mig minnir 7% og lagðist á allar tekjur umfram upphæð sem var þá um 300.000 á mánuði. Fólk var fljótt að finna það út að ef það var með tekjur svolítið yfir mörkunum, þá borgaði sig fyrir það að draga úr vinnu og fá þar með meira útborgað. það segir sig sjálft.

Þeir sem voru síðan með súperlaun, tóku síðan sín laun út í öðru formi, t.d. arðgreiðslum. Þessi skattur bitnaði aðallega á sjómönnum en menn á ofurlaunum sluppu.

Aðalsteinn Bjarnason, 27.1.2009 kl. 21:08

4 Smámynd: Kristján Logason

Nú líkar mér við þig Páll 

Kristján Logason, 27.1.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband