Mótmćli og lýđrćđi

Kosningar verđa eftir rúmlega ţrjá mánuđi. Ţađ er ekki langur tími fyrir stjórnmálaöfl, starfandi flokka og ný frambođ, ađ móta stefnu í helstu málum og ţó einkum ţví stćrsta: Hvernig viđ ćtlum ađ byggja upp nýja stjórnmálamenningu á grunni ţeirrar sem hrundi í haust.

Efnahagshruniđ er sumpart mćlanlegt og einfalt ađ útskýra; ofvöxtur bankanna, lítiđ eftirlit og grćđgi. En skýringar á ţví hvers vegna ţetta fór svona hjá okkur, hvers vegna viđ misstum okkur sem samfélag í ţennan fáránleika sem hét útrás er erfiđara ađ finna.

Mótmćlin undanfariđ negldu kosningarnar í vor. En mótmćlin munu ekki skila neinu í viđbót. Mótmćlin eru eins og skćruliđasamtök í baráttu viđ valdiđ. Ţegar valdiđ er sigrađ verđur ađ huga ađ uppbygginu.

Viđ höfum ţrjá mánuđi til ađ pćla í framhaldinu. Nýtum ţá til annars en ađ berja sleifum á potta.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Páll.

Trumbuslagar og mótmćli eru frábćr - betra ađhald er ekki hćgt ađ hugsa sér og enn fremur fćr fjöldi manns útrás fyrir réttláta reiđi gegn spillingu stjórnvalda og auđmanna. Fólk ţarf ađ finna ađ ţađ geti haft áhrif til framfara í ţjóđfélaginu hvort sem er á torgum eđa á bloggsíđum

Hvernig vćri ađ leggja ofuráhersla á ţađ sem ćtti ađ vera helsta baráttumáliđ í okkar samfélagi - baráttunni viđ auđhringana sem hafa haft stjórnmálamenn í vösunum og lagađ regluverkiđ og lögin ađ sínum ţörfum. Hér hefur ţetta kristallast í gjafakvótakerfinu (lögbundiđ) og lögum um samkeppni og fjármálaeftirlit sem eru ađlöguđ ađ ţörfum Baugs, Viđskiptaráđs, Kaupţings, Samsons, S-hópsins o.s.frv.

TH (IP-tala skráđ) 24.1.2009 kl. 11:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband