Mótmæli og lýðræði

Kosningar verða eftir rúmlega þrjá mánuði. Það er ekki langur tími fyrir stjórnmálaöfl, starfandi flokka og ný framboð, að móta stefnu í helstu málum og þó einkum því stærsta: Hvernig við ætlum að byggja upp nýja stjórnmálamenningu á grunni þeirrar sem hrundi í haust.

Efnahagshrunið er sumpart mælanlegt og einfalt að útskýra; ofvöxtur bankanna, lítið eftirlit og græðgi. En skýringar á því hvers vegna þetta fór svona hjá okkur, hvers vegna við misstum okkur sem samfélag í þennan fáránleika sem hét útrás er erfiðara að finna.

Mótmælin undanfarið negldu kosningarnar í vor. En mótmælin munu ekki skila neinu í viðbót. Mótmælin eru eins og skæruliðasamtök í baráttu við valdið. Þegar valdið er sigrað verður að huga að uppbygginu.

Við höfum þrjá mánuði til að pæla í framhaldinu. Nýtum þá til annars en að berja sleifum á potta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll.

Trumbuslagar og mótmæli eru frábær - betra aðhald er ekki hægt að hugsa sér og enn fremur fær fjöldi manns útrás fyrir réttláta reiði gegn spillingu stjórnvalda og auðmanna. Fólk þarf að finna að það geti haft áhrif til framfara í þjóðfélaginu hvort sem er á torgum eða á bloggsíðum

Hvernig væri að leggja ofuráhersla á það sem ætti að vera helsta baráttumálið í okkar samfélagi - baráttunni við auðhringana sem hafa haft stjórnmálamenn í vösunum og lagað regluverkið og lögin að sínum þörfum. Hér hefur þetta kristallast í gjafakvótakerfinu (lögbundið) og lögum um samkeppni og fjármálaeftirlit sem eru aðlöguð að þörfum Baugs, Viðskiptaráðs, Kaupþings, Samsons, S-hópsins o.s.frv.

TH (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband