Föstudagur, 23. janúar 2009
Þorgerður Katrín og Hörður Torfa í bandalagi
Verðandi forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og Hörður Torfason úr Röddum fólksins eru samstíga í kröfu um að hreinsa til í stjórnkerfinu. Þau komu fram hvort í sínu viðtalinu í Sjónvarpinu í kvöld og vildu bæði sjá breytingar í ráðherraliði og embættismannakerfinu. Hörður var ögn nákvæmari og tiltók Seðlabankastjóra og forstöðumann Fjármálaeftirlitsins.
Trúlega er Þorgerður Katrín varaformaður Sjálfstæðisflokksins búin að leggja góðan grunn að formannskjöri sínu.
Athugasemdir
Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:04
´Páll - Þorgerður Katrín og formannskjör ? ? ? Þú ert grínisti ! ! !
Benedikta E, 23.1.2009 kl. 23:15
Það hlýtur að mega grínast í vikulok, Benedikta.
Páll Vilhjálmsson, 23.1.2009 kl. 23:18
Þá yfirgef ég flokkin ef Þorgerður verður formaður.
Ragnar Gunnlaugsson, 25.1.2009 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.