Þorgerður Katrín og Hörður Torfa í bandalagi

Verðandi forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og Hörður Torfason úr Röddum fólksins eru samstíga í kröfu um að hreinsa til í stjórnkerfinu. Þau komu fram hvort í sínu viðtalinu í Sjónvarpinu í kvöld og vildu bæði sjá breytingar í ráðherraliði og embættismannakerfinu. Hörður var ögn nákvæmari og tiltók Seðlabankastjóra og forstöðumann Fjármálaeftirlitsins.

Trúlega er Þorgerður Katrín varaformaður Sjálfstæðisflokksins búin að leggja góðan grunn að formannskjöri sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: Benedikta E

´Páll - Þorgerður Katrín og formannskjör ? ? ? Þú ert  grínisti ! ! !

Benedikta E, 23.1.2009 kl. 23:15

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það hlýtur að mega grínast í vikulok, Benedikta.

Páll Vilhjálmsson, 23.1.2009 kl. 23:18

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þá yfirgef ég flokkin ef Þorgerður verður formaður.

Ragnar Gunnlaugsson, 25.1.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband