Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Bankahrun og mótmæli sem enda í rugli
Stjórnvöld stóðu ekki vaktina þegar auðmenn þöndu út efnahagsreikning banka og steyptu þjóðinni í skuldafen. Fyrir það eiga ríkisstjórnarflokkarnir að svara á réttum vettvangi - í kosningum.
Í tilkynningu frá helstu talsmönnum mótmælenda, Röddum fólksins, segir að stjórnvöld séu siðlaust einræði aulanna.
Þetta er rangt. Stjórnvöld eru hvorki siðlaus né eru þar á fleti meiri aular en gengur og gerist. Því síður er einræði á Íslandi. Stjórnvöld á að draga til ábyrgðar á réttum vettvangi - í almennum kosningum.
Raddir fólksins eru komin út í tómt rugl með mótmæli sín. Í skjóli mótmælanna þrífst ofbeldi sem á ekki heima hjá siðmenntaðri þjóð. Raddir fólksins eiga að biðja þjóð sína afsökunar á að hafa skipulagt fjöldasamkomur sem leiða til ofbeldis.
Bankahrunið má ekki leiða okkur til siðlausra óhæfuverka.
Á þriðja hundrað á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það verður nú samt að segjast eins og er gott fólk, eins og dæmin greinilega sanna að ekkert hefst með friðsamlegum mótmælum, því ber að þakka ofbeldisseggjunum eins fáránlegt og það kann að hljóma
Bjarni Guðmann (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:33
Hvað er siðmenning? Þrífst spilling í siðmenntuðu þjóðfélagi?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:33
Jahérna, fólk á þá bara að halda kjafti og skríða eins og skjálfandi hundar fyrir fótum valdsins.
Er ekki þrælerfitt að vera svona fýlupoki og vanræðaskáld?
Jóhannes Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 22:36
Undirrót mótmælanna frá upphafi er hroki og afneitun stjórnvalda sem segjast ekki bera ábyrgð á ástandinu; ástandi sem ég tel óþarft að skyra fyrir þér.
Ég er einn í hópi mótmælenda og við treystum einfaldlega ekki þessari ríkisstjórn og krefjumst þess að hún víki. Þessi ríkisstjórn fékk sitt umboð á allt öðrum forsendum en þeim að bregðast við því ástandi sem nú er brýnasta viðfangsefni þjóðarinnar að leysa. Hvorki þessi ríkisstjórn né nokkur önnur mun geta stýrt uppbyggingu samfélagsins í báli haturs og upplausnarástands.
Árni Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 22:36
Páll.
Bankahrunið var siðlaust óhæfuverk spilltra útrásarvíkinga og stjórnmálamanna sem stóðu vörð - þarf fleiri erlenda aðila til að útskýra það?
Telur þú virkilega að Raddir grjótkastaranna séu liðsdeild í Röddum fólksins? Þá ert þú á villigötum.
TH (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:44
Er að reyna muna eftir því hvenær þú hafir verið í takt við það sem er að gerast í þessu þjóðfélagi ?
Þú þarft að leita þér hjálpar hjá vinum þínum í sjálfstæðisflokknum !
JR (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:44
Lýðræði og skrílræði er sitthvað. Ég kýs fremur að búa við lýðræði sem vinnur hægt og hikandi en skrílræði túlkar afstöðu sína með ofbeldi.
Páll Vilhjálmsson, 22.1.2009 kl. 22:47
Það mun koma í ljós að ríkisstjórnin vissi í hvert stefndu á fyrsta ársfjórðungi 2008 og jafnvel fyrr. Í heilt ár gerðu þau ekkert til að afstýra slysinu. Hvað kallast það? Gáleysi? Landráð? Refsivert athæfi?
Anna María (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:50
Páll segist vilja búa við hægfara og hikandi lýðræði fremur en skrílræði.
Ég fæ ekki séð að það sé innistæða fyrir því að kalla það sem við búum við lýðræði. Það liggur fyrir að þeir kjörnu fulltrúar sem mynda núverandi ríkisstjórn hafa allir villt á sér heimildir í aðdraganda kosninga og síðan svikist um að verja hagsmuni þjóðarinnar eftir að á framfæri hennar var komið.
Óhæfir einstaklingar sitja í klíkuskipuðum embættum. Ræflar sem blésu í útrásarlúðra frekar en að veita réttilegt aðhald þeim sem skilið hafa okkur eftir á vonarvöl.
Ég vil ekki hægfara lagfæringu á ástandinu hér með völdin í höndum einhverra hrokagikkja í afneitun.
Það mun enginn trúa á íslenskt fjármálaeftirlit, efnahagsstjórnun eða seðlabankaóbermið á meðan slúbbertarnir sem ýmist sváfu á verðinum eða sköruðu eldi að eigin hégóma, að ekki sé minnst á möguleg lögbrot.
Ef það slæðist einhver skríll með hinum stóra hópi ábyrgra mótmælenda, þá tökum við því eins og hverju öðru hundsbit, en látum það ekki verða til þess að frelsa vanhæfa ríkisstjórn frá því að horfast í augu við ábyrgð sína og afleiðingu gjörða hennar.
Sigurður Ingi Jónsson, 22.1.2009 kl. 22:59
Ég er sammála þér með þetta:
"Stjórnvöld stóðu ekki vaktina þegar auðmenn þöndu út efnahagsreikning banka og steyptu þjóðinni í skuldafen. Fyrir það eiga ríkisstjórnarflokkarnir að svara á réttum vettvangi - í kosningum."
En þú vilt sennilega að það verði kosið samkvæmt dagskránni og þar er ég þér ekki sammála. Eins og svo margir hafa bent á þá er mjög eðlilegt að kosið verði sem fyrst og ef ekki væri fyrir mótmælin, eins og þau hafa þróast, þá hefði ekkert orðið af því.
Steini (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:57
Ég er ekki sammála því að hér ríki lýðræði. Hér ríkir fyrst og fremst liðræði. Franska byltingin -flokkarðu hana þá undir skrílræði?
María Kristjánsdóttir, 23.1.2009 kl. 00:00
Ég er hlynntur kosningum, fremur næsta vetur en í vor.
Franska byltingin var almennt andóf gegn harðstjórn, einræði og eymd almennings. Ástandið á Íslandi er ekkert í líkingu við Frakkland í lok 18du aldar.
Liðræði er sniðugt orð og líklega er átt við að við séum í stjórnmálaliðum. Það skiptir máli að hægt sé að stofna nýtt lið ef maður finnur sig ekki í þeim gömlu. Og það er lýðræði.
Páll Vilhjálmsson, 23.1.2009 kl. 00:11
Sæll Páll
Sammála þér að þetta er komið út í tómt rugl en það eru ástæður fyrir því og vil ég hér benda á nýjan vinkil í þeirri umræðu. Sagan ein mun síðan dæma.
Upphafið af öllu slæmu í okkar þjóðfélagi var þegar baugsmenn fengu forsetann til að hafna fjölmiðlalögunum. Fyrir vikið þurftum við að búa við áróðursmaskínu baugsmiðlanna áfram. Meðvirku fjölmiðlamennirnir og baugspennarnir kepptust við að mæra skuldsetningarmennina og meira að segja voru blaða- og fréttamenn annarra miðla líka meðvirkir því þeir vildu eiga innkomu á baugsmiðlana seinna meir. Ástandið var og er helsýkt af yfirgangi baugara og þeirra hyskis.
Með fjölmiðlalögunum ætluðu menn eins og t.d. Davíð að taka í taumana og snúa ofan af vitleysunni en honum var hafnað, ekki bara af yfirklappstýrunni honum ÓRG heldur líka af þingmönnum og þá helst þingmönnum Samfylkingar sem kepptust um að skjalla baugsmenn og ganga í augun á þeim með ummælum sínum. Ég er sannfærður um að ef Davíð hefði náð sínu fram þá væri ástandið allt annað hér á landi í dag. Í staðinn fékk baugskrabbameinið að dafna með þeim ósköpum að t.d. er viðskiptaráðherra kallaður á fund með jóni ásgeiri og hleypur eins og rakki á eftir honum. baugur heldur síðan uppteknum hætti, hirðir aftur skífuna og bt eins og ekkert hafi í skorist, hringrás heitir það víst en ekki útrás.
Ég skil ekki þessa mótmælendur, sama fólkið sem mótmælti fjölmiðlalögunum, sama fólkið sem fer í bónus, húsasmiðjuna, bt, hagkaup, vodafone ofl á hverjum degi og lætur svo skap sitt bitna á Geir og Davíð. Eru mótmælendur viljalaus dýr í höndum baugs? Fylgist fólk ekkert með því sem er að gerast, lætur bara mata sig af vitleysunni í fjölmiðlafólkinu sem er að vinna fyrir jón ásgeir og félaga. Það hlýtur að hlakka í jóni ásgeiri og fleirum að reiði almennings beinist nú að Alþingi og Stjórnarráðinu og ég er heldur ekki í vafa um að þessir kumpánar reyna eins og þeir geta að stýra umræðunni í farveg sem hentar þeim.
Þetta ágæta fólk á Austurvelli eru nytsamir sakleysingjar, notaðir af baugsmönnum til að koma umræðunni sem lengst frá þeirra fyrirtækjum, þetta er bísness.
Með kveðju, Bjarni Th. Bjarnason.
Bjarni Th. Bjarnason (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 00:55
María: Franska byltingin leiddi til upplausnar, síðan ógnarstjórnar og svo einræðis. Þessu fylgdi síðan linnulaust stríð.
Svo þegar stríðinu lauk komu Búrbónarnir aftur.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 03:11
Þeir sem tala um rugl hafa gert það á öllum stigum mótmælanna alveg sama hverskonar mótmæli voru höfð í frami þá voru þau rugl í augum aðdáenda Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins.
- Vonandi nær lögreglan að finna og draga til ábyrgðar alla þá sem beitt hafa óþörfu ofbeldi og stofnað fólki í hættu hér. - Sá hópur er stærri en marga grunar. Sem vitni af endurteknu tilefnislausu lögregluofbeldi t.d. strax fyrsta og annna klukkutíma friðsamra mótmæla á þriðjudaginn við Alþingishúsið þann 20. jan er mjög mikilvægt að finna janft þá lögreglumenn sem ekki eru starfi sínu vaxnir og beita óréttmætu tilefnislausu ofbeldi og/eða mæla fyrir um þess - sem og þá úr hópi mótmælenda sem brjóta af sér með ofbeldi - og skiptir þá ekki máli þó þeir hafir reiðst vegna tilefnislausrar handhófskenndrar piparúðanotkunar, kilfuhögga, handahóskenndra handtaka eða vegna tárgas-sprengjanna í gær - ekkert af því réttlætir að stofna öðrum í hættu með grjótkasti.
Helgi Jóhann Hauksson, 23.1.2009 kl. 03:48
Þú segir: "Stjórnvöld á að draga til ábyrgðar á réttum vettvangi - í almennum kosningum".
Þannig er nú í lífinu að allt hefur sinn tíma og það er eðileg og sanngjörn krafa fólksins í landinu að gengið sé til uppstokkunar og kosninga sem fyrst, en ekki beðið eftir hefðbundnum kosningatíma.
Ástæðan er ærin.
Þjóðin er siðmenntuð jú; en hér hafa riðið húsum örfáir siðlausir fjárglæframenn. Þeir hafa sett efnahag landsins á hausinn og gengið það langt að Ísland er gjaldþrota.
Þessa menn verður að stöðva nú þegar og það skeður ekki af sjálfu sér.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 09:00
Sæll Páll.
Mig langar ekki að sjá inn í þann hugarheim fáfræði og hleypidóma sem býr inni í höfðinu á þér. Ég legg til að þú lokir blogginu þínu áður en þú verður þér frekar til skammar.
"Þetta ágæta fólk á Austurvelli eru nytsamir sakleysingjar, notaðir af baugsmönnum til að koma umræðunni sem lengst frá þeirra fyrirtækjum, þetta er bísness" Og þú Bjarni Th. Bjarnason hlýtur að vera bæði blindur og heyrnarlaus í hatri þínu á Baugsmönnum. Stendur Th. fyrir Thorskhaus?
Þröstur Ingólfur Víðisson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:56
Þú skrifur:
"Raddir fólksins eiga að biðja þjóð sína afsökunar á að hafa skipulagt fjöldasamkomur sem leiða til ofbeldis."
Með rökin sem liggja að baki við fullyrðinga af þessu tagi er hægt að krefja t.d. skipuleggjandi tónleika um ábyrg ef slagsmál brutust út undir tónleikananum, o.s.frv. o.s.frv. Að sjálfsögðu getur strákinn sem notaði hellustein sem vopn líka bent á Raddir Folksins: Þeir létu mér gera það!
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:56
Ég tek undir með Friðarsinna að það ríkir mikil neikvæðni í þjóðfélaginu. Óþarflega mikil.
Þó glittir í sjálfsbjargarviðleitni hjá stöku manni, t.d. hjá smiðunum sem misstu vinnuna og stofnuðu líkkistusmíðastofu. Svei mér þá ef það er ekki líka svolítill húmor í því.
Við glötumst ekki meðan svona menn eru til.
Ragnhildur Kolka, 23.1.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.