Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Banatilræði mótmælenda
Ætlar Hörður Torfason talsmaður mótmælenda að axla ábyrgð á því að mótmælendur gerðu tilraun til að drepa lögreglumenn við skyldustörf? Eru þvag- og saurpokar mótmælenda á vegum Harðar Torfa? Raddir fólksins og þeir sem þar véla þurfa að útskýra hvers vegna fólk á þeirra vegum atar lýðræðið auri.
Ábyrgð er ekki einstefna, hún virkar í báðar áttir. Ef þeir sem krefja stjórnvöld ábyrgðar rísa ekki undir ábyrgum mótmælum eiga þeir að biðjast afsökunar og draga sig í hlé.
Athugasemdir
Hverskonar heimskujarm er þetta eiginlega ? Hefur Hörður hvatt til ofbeldis ?
Þetta er álíka gáfulegt og að segja: Það var hvatt til líkamshreyfinga og nokkrir völdu að hreyfa sig með því að berja annað fólk. Allt hvatningu til líkamshreyfinga að kenna ?
hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 20:18
Líkamshreyfing og barsmíðar, Hilmar? Getur þú ekki gert betur en þetta?
Páll Vilhjálmsson, 22.1.2009 kl. 20:21
hilmar þarf ekki að gera betur, þú ruglar saman mótmælendum og glæpamönnum. Enginn mótmælandi mælir þessu ofbeldi bót. Þú veist það en kýst að þykjast ekki vita það.
Ingólfur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:27
Líkingarnar eru óskyldar jú, en inntakið það sama.
Það að Hörður hvetji til friðsamlegra mótmæla, get ég á engann hátt túlkað sem svo, að hann beri ábyrgð á ofbeldinu. Er ég að misskilja þig eitthvað ?
(Fyrirgefðu orðalagið í fyrri færsluni, ætlaði ekki að vera dónalegur.)
hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 20:29
Mér skilst nú að það hafi verið mótmælendur sem mynduðu vegg til varnar lögreglumönnum í nótt.
María Kristjánsdóttir, 22.1.2009 kl. 20:31
Það var villtur lýður sem þarna var að verki. Og gera það erfiðara fyrir friðsömu fólki. Lof fyrir þeim friðsömu mótmælendum sem stilltu sér upp fyrir framan lögreglumenn þeim til varnar.
EE (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:39
Ég hef ekki heyrt Hörð Torfason taka eindregna og afdráttarlausa afstöðu gegn ofbeldi mótmælenda. Ég heyrði hann í Sjónvarpsfréttum í kvöld segja eitthvað á þá leið að fólk hefði haft samband við sig og sagt að það ætlaði ekki að mæta ef mótmælin yrðu með þessum ofbeldisbrag.
Í hádegisfréttum RÚV í gær gaf Hörður til kynna að lögreglunni væri fjarstýrt úr Alþingishúsinu og að lögreglan bæri ábyrgð á ofbeldinu.
Ég ætla Herði Torfa og Röddum fólksins það ekki að vilja ofbeldi. Á hinn bóginn er ljóst að í skjóli almennra og eðlilegra mótmæla þrífst ofbeldisfull hegðun sem við öll þurfum að sameinast gegn.
Við skulum muna að við glímum við efnahagskreppu en ekki harðstjórn eða einræði. Höfum samskipti okkar á viðurkenndum forsendum.
Páll Vilhjálmsson, 22.1.2009 kl. 20:40
Já bara að stjórnvöld störfuðu líka á viðurkenndum forsemdum.
hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 20:47
Og Hilmar, það var gott þú baðst manninn afsökunar.
EE (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:49
Jú, rétt EE, Hilmar á skilið prik - menn eiga inni leiðréttingu orða sinna.
Páll Vilhjálmsson, 22.1.2009 kl. 20:58
Hér:
Og hér
Og lögreglustjóri hefur upplýst að þeir sem mest hafi haft sig í frammi í ofbeldinu séu góðkunningjar lögreglunnar vegna annarra glæpa og hafi þeir notfært sér ástandið til að ná fram einhvers konar hefndum á lögreglunni. Þeir munu sóttir og látnir svara til saka .
Ekki kenna Herði um grjót- og saurkast og rúðubrot.
101 (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:35
Sæll Páll
Mér finnst nú ekki mikil sanngirni í því að saka Hörð Torfason um að bera ábyrgð á ofbeldi í mótmælum. Hörður hefur gagnrýnt þá harðlega sem hafa gengið harkalega fram, eins og þá sem réðust inn á Hótel Borg, og þá sem koma grímuklæddir fram. Það eru margir aðrir sem bera fyrr ábyrgð. Hluti af því liði sem hefur gengið hvað harðast fram tengis ungliðagengi VG. Ber Steingrímur Sigfússon ábyrgð. Þegar einstaklingar fóru að hylja andlit sín þá vörðu það margir sem eru hvað lengst til vinstri í íslenskri pólitík. Aðrir töldu að með því að leyfa slíkt framferði, kæmi næsta stig, sem við erum farin að sjá. Þá kemur fram fólk sem er tilbúið að ganga lengra.
Það dapurlega er að ákveðnir fjölmiðlamenn hafa kynnt undir þessa þróun með fjölmiðlun sinni. Það er Mbl.is vond fyrirmynd. Ritstjóri Morgunblaðsins er Ólafur Þ. Stephensen.
Sigurður Þorsteinsson, 22.1.2009 kl. 21:44
Bar Jodie Foster ábyrgð á John Hinckley? Mér finnst ekki rétt að gera Hörð Torfason að sérstökum blóraböggli í þessu máli.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:49
Hluti af því liði sem hefur gengið hvað harðast fram tengis ungliðagengi VG.
Vægast sagt glannaleg og órökstudd fullyrðing hjá þér Sigurður.
hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 21:52
Hörður Torfa er frekar vafasamur í þetta hlutverk, skil ekki hvers vegna hann er einhver leiðtogi enda ekki merkilegur að margra mati. Hefur hann ekki þegið ríkisstyrki og annað í gegn um árin og ekki skilað miklu til baka? Tja gaman yrði að fá tölur um það. Ef hann væri ábyrgur maður myndi hann fordæma þetta ofbeldi og ruddaskap sem hópur mótmælenda hefur sýnt. Það hefur hann ekki gert frekar en forkálfar VG sem eru að missa sig í tækifærismennsku þessa dagana. Heimta kosningar en hafa engar lausnir frekar en fyrri daginn. Guð forði okkur frá því að sá hópur getuleysingja komist til valda.
Af hverju er að fækka í hóp mótmælenda? Gat ekki betur séð en að 101 gengið, útbrunnir listamenn og annað eins fólk hafi staðið vaktina í kvöld. Reyndar með sóma má segja miðað við hrylling undanfarinna daga. Heiðvirt fólk hefur fengið ógeð af þessu ofbeldi anarkista og stjórnleysingja. Fólk sem mætir í mótmælin og hefur sig ekki í frammi gegn glæpahyskinu er að styðja það. Tek hatt minn ofan fyrir þeim sem sáu að sér og vörðu lögregluna.
Baldur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:07
Baldur, eina útbrunna fólkið er það sem inná Alþingi situr..og heiðvirt fólk hefur löngu fengið ógeð á því. Seinustu þrjá mánuði er það búið að fá ógeð á því. Og að halda því fram að almennir borgarar sem hafi sig ekki frammi gegn ofbeldi er heimskulegt í meira lagi, það er ekki þeirra starf heldur lögreglunar, og sennilega myndi lögreglan sjálf í flestum tilvikum stoppa slíka "vigilante" hegðun þar sem þeirra starf er líka að vernda almenning..
Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.