Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Tapaða frásögnin af hruninu
Guð-blessi-Ísland-ávarp Geirs H. Haarde forsætisráðherra þegar neyðarlögin voru sett í október var fín byrjun á frásögn af bankahruninu og hvernig við ættum sem þjóð að bregðast við. Framhaldið hefði átt að vera iðrun - við gerðum mörg mistök - og yfirbót: Róttækar breytingar á ríkisstjórn eða þjóðstjórn og dagsettar kosningar í vor eða haust.
Dramatískir atburðir þurfa frásögn og það stóð ríkisstjórninni næst að semja söguna um bankahrunið. Báðir ríkisstjórnarflokkarnir reyndu að búa til Evrópusögu en hefðu allt eins geta sagt ævintýri frá Mars. Þjóðin vildi og átti heimtingu á sögunni um hrunið.
Þegar ríkisstjórnin týndi fléttunni tóku aðrir til við að spinna og þar fóru fremstir hálfatvinnumenn í mótmælum sem virkilega fundu fjölina sína.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.