Bretar öfunda mjúkt íslenskt bankahrun

Breska bankakerfið riðar til falls en íslenska leiðin er lokuð bresku ríkisstjórninni. Smáríkið kemst upp með að setja sína banka í skilanefndir og gefa erlendum lánadrottnum langt nef, en Bretland þarf að axla ábyrgð. Á þessa leið er greining Ambrose Evans-Pritchard dálkahöfundar Telegraph.

Það myndi kosta Breta sex prósent af þjóðarframleiðslunni að endurfjármagna bankakerfið og svo væri það upp á guð og lukkuna hvort Bretland nyti alþjóðlegs lánstrausts sem ábyrgðaraðili fyrir skuldir bankanna.

Evans-Pritchard hefur eftir sérfræðingum að íslenska leiðin, setja gjaldþrota banka í skilanefndir, myndi í fyrsta lagi eyðileggja orðspor bresks fjármálalífs og í öðru lagi steypa alþjóðahagkerfinu í enn dýpri kreppu en þegar er orðin.

Lærdómurinn sem má draga af þessu skrifum er að íslenskir bankar munu ekki verða brúkleg útflutningsvara í nokkrar kynslóðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Fróðlegt verður að vita hvernig fjármálakerfi heimsins lítur út eftir...ca. 5- 7 ár. Verða einhverjar róttækar breytingar á því ?
Það eru gríðarlega miklar óvissur...um allt. Hver verða skrefin sem Obama hyggst taka til að búa til 3-4 milljónir starfa á stuttum tíma ? Er hætta á því að Bandaríkin reisi tollamúra...geta þau það ?

Haraldur Baldursson, 20.1.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Athygliverð grein og fróðlegt að fylgjast með framvindu mála næstu vikurnar.

Við höfum ekki bankanna lengur til útrásar en fyrsti gámurinn af ullarvörum er að leggja af stað til aldraðra í UK. Kanski það verði blessuð sauðkindin eftir allt saman ...........

Kristján Þór Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 23:33

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Bretar hafa ekkert að gera með að öfunda okkur.

Ég sé fram á meiriháttar hernaðaruppbyggingu í Evrópu og USA.  Herinn getur endalaust tekið við atvinnulausum.  Það er þegar í gangi á norðurlöndunum, heyrði ég.  Svíar horfa til Rússa.  Sjá óvin.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.1.2009 kl. 23:34

4 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Það verður nú bara fróðlegt að sjá hver staðan verður í lok ársins, Bank of America hrundi 28% í dag, og svo er verið að tala um að Sviss standi ekkert allt of vel, og einn stærsti banki Noregs stendur víst illa, þetta er ástand.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 20.1.2009 kl. 23:34

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

320.000 Manns. Hvað höfum við gera við meira en einn heimilsbanka í framtíðinni. Sem myndi fá fasteignir okkar og launveltu í tryggingar. Ríkistjórnin gæti svo haft eins marga banka og hún hefur efni á persónulega.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 04:40

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

USA er með óplægðan akur hvað varðar að fela atvinnuleysi í fræðastofnunum. Tók eftir því hjá Obama.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 04:42

7 identicon

6% af þjóðarframleiðslunni? Hvað kostar bankahrunið mörg prósent af þjóðarframleiðslu Íslands?

Árni Richard (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:49

8 identicon

Hvaða bankar eru það í heiminum sem einhverjir bera eitthvað traust til Citicorp, Bank of America, Royal Bank of Scotland?? Þessir bankar eru búnir að tapa stórfé venjulegs fólks.

itg (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:57

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

RBS tapaði víst 28 milljörðum punda í fyrra. Er eitthvað traust eftir?

Villi Asgeirsson, 22.1.2009 kl. 11:17

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að fólk vanmeti hve stórt bankakerfið er í Bretlandi.  Bretar hafa verið duglegir við að meta eigið bankakerfi sem hlut af þjóðarframleiðslu, en gleyma því að skuldir allra banka sem eru með aðsetur í Bretlandi er langt um fram þá tölu.  Lehman Brothers flutti t.d. háar upphæðir úr landi og ef allir hinir bankarnir gera það líka, þá hafa bresk stjórnvöld ekki burði til að bjarga kerfinu.

Marinó G. Njálsson, 22.1.2009 kl. 17:34

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég held að fólk vanmeti hve stórt bankakerfið er í Íslandi.  330.000 íbúar.

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 19:32

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Iss þetta er allt saman á leiðinni til helvítis hvort sem er, nánast sama hvert er litið. Bandaríkin, Bretland, Evrópa, Ástralía, Kína og nú síðast Singapore, á öllum þessum stöðum eru bankakerfin á hraðleið í niðurfallið. Með því að verða fyrst til að fara "niður" þá öðlumst við Íslendingar hinsvegar líka tækifæri til að verða fyrst aftur "upp" og ná þannig ákveðnu forskoti að kreppu lokinni, og smæð hagkerfsins gerir það um leið nokkuð sveigjanlegt og þjóðin væri ekki hér nema vegna mikillar aðlögunarhæfni. Það eru bæði dökkar og ljósar hliðar á þessu ástandi, líklega ekki að ástæðulausu sem kínverska orðið yfir "krísu" þýðir líka það sama og "tækifæri".

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2009 kl. 20:25

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Frelsi frá einokunarbandalögum skiptir öllu máli. Valið til að velja þá sem upp úr standa að lokum.

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband