Evran veitir ekkert skjól

Evrulöndin Írland og Spánn glíma viđ efnahagssamdrátt, halla í ríkisfjármálum og sívaxandi atvinnuleysi. Hvorugt ríkiđ getur fellt gengiđ til ađ auka samkeppnishćfi - evran kemur í veg fyrir ţađ. Niđurfćrsla launa og langvinnt fjöldaatvinnuleysi verđur hlutskipti Íra og Spánverja.

Ţrátt fyrir eina mynt eru vaxtakjör evrulanda ólík. Írar greiđa meira en 25% hćrri vexti fyrir lán en ţýski ríkissjóđurinn. Eftir ađ lánshćfi Spánar var lćkkađ verđur dýrara fyrir Spánverja ađ slá lán.

Dálkahöfundur Telegraph telur ólíklegt ađ Spánverjar ţoli til lengdar 20 prósent atvinnuleysi. Írinn David MacWilliams líkir írska bankahruninu viđ Enron-hneyksliđ í Bandaríkjunum. Samkvćmt trúarsetningu íslensku ađildarsinnanna er evran vörn gegn ónýtum ríkisfjármálum og bankahruni. Veruleikinn afhjúpar blekkinguna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Í sama blađi líkti Evans-Pritchard Evrunni viđ pyntingartól.

Pyntingartól og Rannsóknarétturinn renna sömu götu og ţá er ekki úr vegi ađ líkja atvinnuleysinu á Spáni (13% núna eđa 19% ađ ári) viđ Auto-da-Fé.

Ragnhildur Kolka, 20.1.2009 kl. 20:30

2 identicon

Sćll Páll.

Hvernig ćtli  David MacWilliams myndi lýsa íslenska bankahruninu? Ţađ vćri gaman ađ fá álit hans á ţví.

Mbk.

Davíđ Guđmundsson (IP-tala skráđ) 20.1.2009 kl. 21:27

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ţví miđur er trúabragđahitinn međ ESB og Evruna slíkur ađ erfitt er ađ draga fram ákveđnar röksemdir sem sýni fram á umframkosti ESB viđ EES.

Umrćđan, um ţennan saumaklúbb skrifrćđisins, nćr aldrei lengra en hvađ allt verđi nú gaman ţegasr sest er niđur í kaffi út í Brussel og í vinahóp verđi skođanir íslendinga yfirleitt ráđandi, ţví viđ meinum svo vel og okkur verđur svo fagnandi tekiđ.

Haraldur Baldursson, 20.1.2009 kl. 23:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband