Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Evran veitir ekkert skjól
Evrulöndin Írland og Spánn glíma við efnahagssamdrátt, halla í ríkisfjármálum og sívaxandi atvinnuleysi. Hvorugt ríkið getur fellt gengið til að auka samkeppnishæfi - evran kemur í veg fyrir það. Niðurfærsla launa og langvinnt fjöldaatvinnuleysi verður hlutskipti Íra og Spánverja.
Þrátt fyrir eina mynt eru vaxtakjör evrulanda ólík. Írar greiða meira en 25% hærri vexti fyrir lán en þýski ríkissjóðurinn. Eftir að lánshæfi Spánar var lækkað verður dýrara fyrir Spánverja að slá lán.
Dálkahöfundur Telegraph telur ólíklegt að Spánverjar þoli til lengdar 20 prósent atvinnuleysi. Írinn David MacWilliams líkir írska bankahruninu við Enron-hneykslið í Bandaríkjunum. Samkvæmt trúarsetningu íslensku aðildarsinnanna er evran vörn gegn ónýtum ríkisfjármálum og bankahruni. Veruleikinn afhjúpar blekkinguna.
Athugasemdir
Í sama blaði líkti Evans-Pritchard Evrunni við pyntingartól.
Pyntingartól og Rannsóknarétturinn renna sömu götu og þá er ekki úr vegi að líkja atvinnuleysinu á Spáni (13% núna eða 19% að ári) við Auto-da-Fé.
Ragnhildur Kolka, 20.1.2009 kl. 20:30
Sæll Páll.
Hvernig ætli David MacWilliams myndi lýsa íslenska bankahruninu? Það væri gaman að fá álit hans á því.
Mbk.
Davíð Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:27
Því miður er trúabragðahitinn með ESB og Evruna slíkur að erfitt er að draga fram ákveðnar röksemdir sem sýni fram á umframkosti ESB við EES.
Umræðan, um þennan saumaklúbb skrifræðisins, nær aldrei lengra en hvað allt verði nú gaman þegasr sest er niður í kaffi út í Brussel og í vinahóp verði skoðanir íslendinga yfirleitt ráðandi, því við meinum svo vel og okkur verður svo fagnandi tekið.
Haraldur Baldursson, 20.1.2009 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.