Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Brussel setur kvóta á sjóstangveiði
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst setja kvóta á sjóstangveiði strandríkja. Kvótinn verður reiknaður inn í heildarkvóta sem ríki frá úthlutað samkvæmt sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins. Í vefútgáfu Scotsman er haft eftir breskum talsmanni sjóstangveiðimanna að tillögur framkvæmdastjórnarinnar séu fáránlegar og óframkvæmanlegar. Gert er ráð fyrir að Evrópuþingið taki tillögurnar til afgreiðslu í apríl.
Athugasemdir
Mikið var....sambærilegar reglur hafa verið í 2 áratugi á Íslandi. Þetta sýnir að við getum vel treyst EB að stjórna fiskveiðum okkar ekki satt ?
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.