Forystuskipti í Sjálfstæðisflokknum líkleg

Sjálfstæðisflokkurinn gæti þurft á stórum ákvörðunum að halda á landsfundi sínum um mánaðarmótin. Sýnt þykir að Evrópuleiðangurinn var án fyrirheits og flokksmenn mun ekki samþykkja tillögu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Til að freista þess að vinna tiltrú almennings er um það rætt að forystutvíeykið, Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segi af sér. Bjarni Benediktsson er talinn líklegastur í formennsku.

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki látið ólguna í þjóðfélaginu sem vind um eyru þjóta. Geir H. Haarde hefur ekki ljáð máls á kosningum með þeim rökum að þingkosningar yrðu olía á eldinn sem kviknaði við bankahrunið. Landsfundurinn getur á hinn bóginn ekki komið saman við núverandi aðstæður og blessað stefnu og forystu miðað við það sem á undan er gengið. Flokkurinn liti út eins og nátttröll í dagsbirtu.

Róttæk breyting á forystu flokksins og ráðherraliði gæti skapað sóknarfæri. Vísbendingar eru um að Björn Bjarnason axli sín skinn og þá er líklegt að Árni Mathisen hverfi á braut.

Formannskjör Framsóknarflokksins er til marks um að núverandi ástand í þjóðfélagi umber ekki óbreytta stjórnmálaflokka. Pælingar um forystuskipti í Sjálfstæðisflokknum hófust fyrir fund framsóknarmanna en niðurstaðan þar jók líkur á uppstokkun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Er Bjarni hæfur til þess að taka við leiðtogahlutverkinu? Leiðtogi verður að geta talað til fólksins - getur hann það? Skynsemdarmaður, en ég hef ekki séð til hans neina leiðtogatakta. En kannski eru þeir í felum.

Baldur Hermannsson, 19.1.2009 kl. 00:35

2 identicon

Páll

Það er alveg rétt hjá þér "Evrópuleiðangurinn var án fyrirheits og flokksmenn mun ekki samþykkja tillögu um aðildarviðræður við Evrópusambandið."

Ég er á því að vega Kaupþings-málsins sem nú er komið upp mun Þorgerður Katrín segja af sér, en á þessi Bjarni Benediktsson einhvern stuðning, því nú ganga sögur um hann?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 07:39

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ég hef ekki nokkra trú á að það verði einhver alvöru uppstokkun í sjálfstæðisflokknum. Það er bara ekki trúverðugt að skipta út og setja í staðin fólk sem hefur setið á Alþingi í áraraðir fyrir flokkinn. Að hafa íhaldið áfram við völd er eins og að láta hundinn sinn passa kótelettuna sem maður ætlar að borða á morgun.

Þorvaldur Guðmundsson, 19.1.2009 kl. 09:23

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Bölvuð vandræði

Júlíus Valsson, 19.1.2009 kl. 09:43

5 Smámynd: Kristinn Örn Jóhannesson

Fáum við þá N1 formann í staðinn, tandurhreinan og fínann?

Hvað finnst ykkur?

Kristinn Örn Jóhannesson, 19.1.2009 kl. 11:28

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér finnst vafasamt að láta kviksögur um einkalíf manna ráða úrslitum. Stjórnmálamenn eru breyskir eins og annað fólk.

Baldur Hermannsson, 19.1.2009 kl. 11:32

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 það getur nú verið gott að fá kótilettuna meltaða og fína , rétt eins og Engeyjarslektið (stór hluti af því) hafi verið að verki . Ætli sé leyft hundahald í Engey  ?

Hörður B Hjartarson, 19.1.2009 kl. 13:00

8 identicon

Ef skipta á um leiðtoga hjá flokknum, sting ég uppá bræðrunum Árna Sigfússyni, bæjarstjóra eða Þór Sigfússyni, formanni SA. Báðir eru eðaldrengir sem kunna að tala við fólk og myndu báðir sóma sér vel sem leiðtogar þessa flokks.

Einar (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:17

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sérðu fyrir þér þingmennina sætta sig við þetta? Ég held ekki. En báðir eru þeir öndvegismenn.

Baldur Hermannsson, 19.1.2009 kl. 15:50

10 Smámynd: Offari

Því miður er sjálfstæðisflokkurinn leiðtogalaus. Ég get ekki séð neinn þeirra fyrir mér til að taka við formansstólnum. Og þó Kristján þór finnst mér vera trúverðulegur en varla er hæfandi að setja landsbyggðarmann í formanssætið.

Offari, 19.1.2009 kl. 16:30

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hann er svona ágætis landsbyggðarjaxl en er hann nógu víðsýnn og mikilhæfur til að vera leiðtogi fyrir stærsta og besta stjórnmálaflokki landsins?

Baldur Hermannsson, 19.1.2009 kl. 16:31

12 identicon

Er ekki Illugi Gunnarsson besti kosturinn fyrir þá í stöðunni?

Held hann nái best eyrum fólks og talar mannamál sem aðrir hafa glutrað niður.

Ekki svo að ég myndi aldrei kjósa flokkinn hver sem sæti þar á toppi. Maður á kannski ekkert með að gefa svona ráð.

101 (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:37

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

101, þú ert vel gefinn maður og getur vel lært að kjósa íhaldið. Ráðið er gott, Illugi er vel máli farinn - en er hann leiðtogaefni?

Baldur Hermannsson, 19.1.2009 kl. 18:37

14 identicon

Takk Baldur fyrir kommentið. Ég er alveg nógu greindur til að kjósa ekki íhaldið en ég á kannski ekkert með að vilja þeim flokki svo vel að gefa honum góð ráð. En Illugi er eini maðurinn í ykkar ranni sem ég gæti séð sem leiðtoga af ástæðum sem ég nefndi í fyrri færslu.

Hann nær til fólks en það gera ekki allir í hans herbúðum. 

101 (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:56

15 identicon

Vilhjálmur Bjarnason gæti verið bjarghringurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf.

joð (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 20:06

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

joð, Vilhjálmur - sem var að tala í Kastljósi rétt áðan - er skemmtilegur maður og sérhæfður í efnahagsmálum. En forsætisráðherra þarf að hafa meir til brunns að bera. Gefist upp strákar. Geir er maðurinn.

Baldur Hermannsson, 19.1.2009 kl. 20:09

17 identicon

Það verður örugglega einhver uppstokkun í sjálfstæðisflokknum

Nú fyrr eða síðar fáum við að vita alla söguna, og allt um þetta sérstaka lán eða uppá 200. milljarða, svo og um öll þessi gögn sem gengu þarna á milli embætismanna hér og erlendis. Það er kannski hægt að fá sjórnmálamenn til leyna einhverju í staðin fyrir einhvern greiða (eða knýja einhverju í gegn), en ekki í stjórnmálasamstarfi til lengdar, því sannleikurinn leitar alltaf út. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband