Samsæri stjórnmálaflokka um að blekkja þjóðina

Í gær stóðu þrír stjórnmálaflokkar fyrir Evrópuumræðu. Framsóknarflokkurinn samþykkti tillögu um skilyrði fyrir aðildarumsókn sem felur í sér að Evrópusambandið þarf að breytast í grundvallaratriðum. Samfylkingin tilkynnti fundarherferð um Evrópumál en flokkurinn hefur hingað til ekki getað stunið upp samningsmarkmiðum Íslendinga. Og Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins fundaði í Valhöll.

Þessir þrír stjórnmálaflokkar bera mesta ábyrgðina á bankahruninu. Áróðursvélar flokkanna sameinast um að fá þjóðina í Evrópuumræðu til að pólitísk ábyrgð á bankahruninu verði ekki til umræðu.

Evrópuumræðan er aðferð til að sópa undir teppið aðkallandi umræðu um viðbrögð við efnahagsvanda þjóðarinnar.

Evrópuleiksýning þríflokksins auglýsir vangetu þeirra til að bjóða fram valkosti í stjórnmálum Stjórnmálakerfið er að þrotum komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Tek undir þessa „samsæriskenningu“ þína. Lambhrútasýning Framsóknar þessa helgina ber einnig þessu hádramatíska rugli ömurlegt vitni...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 18.1.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þetta er augljóst en virkar samt alveg frábærlega. ESB andstæðingarnir geta ekki annað en svarað og allt í einu er umræðan farin að snúast um eitthvað sem er auðvellt fyrir ábyrgðarflokkana að ræða. Hefur þú einhver ráð fyrir okkur til að komast út úr þessarri umræðu?

Héðinn Björnsson, 18.1.2009 kl. 13:00

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Páll! Hvað myndir þú sjálfur setja á oddinn?

1) Báknið burt?
2) Stétt með stétt?
3) Efnahagslegur stöðugleiki?
4) Kvótann aftur til þjóðarinnar?
5) Lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki?

Er eitthvað annað í boði? Bæta hag heimilana kannski?

Júlíus Valsson, 18.1.2009 kl. 13:59

4 Smámynd: Júlíus Valsson

heimilanna - afsakið

Júlíus Valsson, 18.1.2009 kl. 14:00

5 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Hjartanlega sammála.

Ég trúi því að þjóðin sjái í gegnum þetta. Þeir tímar eru liðnir þar sem engin hvorki skildi né vissi nokkurn skapaðan hlut um hvað og hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni.

Ég trúi því að með þessu Evrópusambands þvaðri séu stjórnendur og stjórnmálaflokkar landsins að reka síðustu naglana í eigin líkkistu.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 18.1.2009 kl. 15:33

6 identicon

Flóttinn frá raunveruleikanum lýsir sér í mörgum myndum.

Efnahagsvandi þjóðarinnar er svo gígantískur, að það er útilokað fyrir þessa meðal Jóna, sem eru forustumenn þjóðarinnar að leysa hann.

Þeir eru einfaldlega ráðþrota og sjá enga leið út úr vandanum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 17:07

7 identicon

Þetta er allt rétt - mætti halda að þetta væru samantekin ráð til að sópa ábyrgð af hruninu undir teppið.  Og Vg virðast ætla að dansa menn.

Við skríllinn þurfum að leysa þetta sjálf með okkar auðlindum án ESB og þreyttra stjórnvalda.

 Okkar hagsmunir eru sameiginlegir með Norðmönnum - vonandi höfum við ekki brennt allar brýr þar.

TH (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 18:29

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Krónan er ónýt og engin föst jörð er undir efnahag þessarar þjóðar. - Hvernig í ósköpunum get menn ímyndað sér að það sé samsæri vondra manna að vilja endurbyggja á nýju bæjarstæði í traustara skjóli með aðild að ESB og evru, í stað þess að byggja bara aftur í farvegi hamfaraflóðsins og biðja til Guðs um að langt sé í næsta flóð?

- Eru menn blindir?

Helgi Jóhann Hauksson, 18.1.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband