Föstudagur, 9. janúar 2009
Banki í vasa Baugsmafíunnar
Sjónvarpið fletti í kvöld ofan af Nýja Landsbankanum og hvernig fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, vann að hagsmunum Baugs þegar hann var starfsmaður Nýja Landsbanka. Frétt Sjónvarpsins í kvöld sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld og nýju ríkisbankarnir hafa ekkert lært af bankahruninu.
Bankahrunið varð vegna þess að ósvífnum og oft ólöglegum viðskiptaháttum var leyft að þrífast. Ef stjórnendur Nýja Landsbankans eru annað tveggja svo heimskir eða illa innrættir að þeir skilja ekki skriftina á veggnum þarf að skipta um stjórnendur.
Stjórnvöld bera þunga ábyrgð. Þau hafa látið undir höfuð leggjast að senda samfélaginu skýr skilaboð um að þau vilji taka á spillingunni og endurmennta íslenskt viðskiptalíf.
Hér gagnast ekkert hálfkák. Ríkisbankar og stjórnvöld eiga að keyra í gjaldþrot fyrirtæki útrásarauðmanna.
Athugasemdir
Dream on Páll!
Yfirráð yfir nýju bönkunum er límið í stjórnarsamstarfinu. Ný helmingaskipti í uppsiglingu ef ekkert verður að gert.
TH (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 19:58
Ég vil sjá hér ný lög til að koma í veg fyrir kennitöluflakk fyrirtækja. Fyrir hverju ehf eða hf eða öðru fyrirtæki er viss eigandi í forsvari fyrir. Ef eitthvað af fyrirtækjum þessa einstaklings sé tekið til gjaldþrotaskipta þá megi sami einstaklingur (einstaklingur getur ekki skipt um kt.) ekki eiga eða stunda rekstur fyrirtækis í t.d. 10 ár.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 20:43
Baugsfyrirtækin eru mestu kennitöluflakkarar s0gunnar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2009 kl. 21:37
Því miður er þetta staðreynd "stjórnvöld og nýju ríkisbankarnir hafa ekkert lært af bankahruninu" eins og þú orðar það réttilega. Það er eins og veruleikafyrringin sé algjör. Það skortir bæði vilja og getu til að taka á spillingunni. Og takið eftir : Baugsmafían keypti og Nýi Landsbankinn fjármagnaði kaupin. Það er gott að halda tengslunum ; Tryggvi Jónsson innan bankans og Helgi Jóhannesson skiptastjóri. Gat ekki klikkað. Var einhver að tala um að taka á eigna- og hagsmunatengslum ? Hver skipaði Helga Jóhannesson skiptastjóra ?
Sigrún Unnsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 22:21
Sjaldan hef ég verið sammála þér, en núna verð ég að vera það. Ég skora á fólk ef það á innistæðu í Landsbankanum, að færa hana eitthvað annað. Það ætla ég alla vega að gera.
Valsól (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:15
Hvenær verða þessir fantar eiginlega stoppaðir?
joð (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:37
Þetta er furðulegt mál og mér sýnast vera tvær mögulegar lausnir:
A. Tryggvi, Elín og þetta bankahyski allt saman er alveg nautheimskt, t.d. Tryggvi að láta góma sig tvisvar þar sem hann beinlínis lýgur!!
B. Þeim er slétt sama hvað öðrum finnst því þau hafa allt sitt á þurru - e.t.v. bíður eitthvað betra bak við hornið!
Hvort heldur er þá verður að reka fólkið - en það er því miður engin döngun í bankamálaráðherranum til eins eða neins - ekki frekar en ÍSG og Geir!
Ég er nú með viðskiptin í Landsbanka og verð víst að halda því áfram - mér er enn verr við Kaupþing og kaupfélagið hefur ekki heimabanka (og svo er það í Bónusmafíunni - þess vegna er ekki Bónusverslun hér)!
Ragnar
Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:55
Skiptastjórar munu skipaðir að viðkomandi héraðsdómi þar sem fyrirtækipðð er með lögheimili.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.1.2009 kl. 03:16
Mér finnst nú ríkið sjálft vera að standa sig ágætlega í kennitöluflakki, stærstu bankar landsins og undifyrirtæki þeirra komin með nýja kennitölu eins og hendi væri veifað.
Ég er hræddastur um það áhrifamenn innan stjórnarflokkana séu nú að vinna að því hröðum höndum hvernig þeir geta komið höndum yfir sem stærstan hluta "kökunar" þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf unnið og ég held að það sé ekkert annað upp á teningnum innan Samfylkingarinnar.
Vitið til, ALLIR þessir vesalings "sjallar" og "sammar" sem nú eru gjaldþrota eiga á ótrúlegan hátt eftir að verða miljarðamæringar á ný, og það á ótrúlega skömmum tíma! Eins og við héldum öll fram árið 2007, þá eru þetta náttúrulega snilllingar !
Jón Þór Jónsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 09:40
MIkið rétt. Hann er dæmdur fjárglæframaður.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2009 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.