Lýðræði lymskunnar

Í stjórnmálum eru völd helsta freistingin. Iðulega eru það ómerkilegustu stjórnmálamennirnir sem fyrstir falla fyrir freistingunni og hrinda af stað atburðarás sem færa stjórnmál á stig svika og undirferlis. Björn Ingi Hrafnson hóf fíflasirkus í borgarstjórn Reykjavíkur með því að sprengja meirihlutann þegar honum tókst ekki að sölsa Orkuveitu Reykjavíkur undir útrásarauðmennina. Steingrímur J. Sigfússon hefur hingað til ekki þótt ómerkingur í stjórnmálum. Allt frá hans dögum í stúdentapólitík minnast bæði samherjar og andstæðingar þess að orð Steingríms J. héldu - þótt menn hefðu mismikið álit á þeim orðum eins og gengur.

Steingrímur J. er formaður í stjórnmálaflokki sem virðist ætla að leika þann leik að gefa undir fótinn með að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Vinstri grænir hafa frá stofnun verið eindregnir andstæðingar aðildar. Leikurinn er gerður til þess að nálgast Samfylkinguna með ríkisstjórn í huga. Ístöðulitlir þingmenn Sjálfstæðisflokksins nota flugufót Vinstri grænna til að svíkja kjósendur sína og taka undir kröfu Samfylkingarinnar um að Ísland sæki um aðild. Rökin eru þau að þetta þurfi til að halda ríkisstjórninni saman.

Steingrímur J. hefur í hendi sér að stöðva lygaspunann með því að segja upphátt að hann muni ekki gangast inn á það að Ísland sæki um inngöngu í Evrópusambandið.

 


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Páll, áttu nokkuð nema einn einfaldan mælikvarða á gæði orða stjórnmálamanna, þ.e. hvort menn eru með eða móti aðildarviðræðum að ESB?

- Skiptir nokkuð annað máli í þínum huga? (Reyndar veit ég ekki hvort þú ert svona hrifinn af Davíð vegna andstöðu hans við ESB eða hvort þú ert svona mikið á móti ESB vegna andstöðu Davíðs).

Ég tel mig geta tíundað bæði gömul „svik“ og orðheldni allra sem þú nefnir þar á meðal SJS og bæði hópa og einstaklinga en þinn mælikvarði virðist eingöng snúast afstöðu til ESB og hvort votti á umhugsun um hvort við eigum komast að því hvað þar er í boði þar eða ekki. - Bara við það að menn orði það dæmir þú þá ómerkunga.

- Það segir mikið um þig en ekkert um t.d. Steingrím J Sigfússon eða Björn Inga Hrafnsson.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.1.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Steingrímur hefur marg sagt að hann sé ekki stuðningsmaður ESB aðildar. Hann er hinsvegar lýðræðissinnaður og vill ekki binda orð sín fyrir hönd flokksmanna bara við sínar einka skoðanir þó þær séu í meirihluta. Þetta kann ég ákaflega vel við og finnst hann gera rétt. Foringjar sem banna alla umræðu sem fellur ekki að meirihlutaskoðunum á tilteknum tímum eru annaðhvort vondir leiðtogar eða illmenni. Steingrímur má eiga það að hann er hvorugt. Sennilega er töluvert ennþá eftir í Steingrími en gallinn við hann er að hann á sér langa sögu í pólitík og það er ekki hægt að kalla hann ferskasta andblæinn í stjórnmálum dagsins í dag.

Gísli Ingvarsson, 4.1.2009 kl. 18:28

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Páll:

Ég skil ekki þennan pistil þinn eða kannski skil ég hann bara alveg hárrétt.

En hafi ég skilið hann rétt, þá ákveður fólk að vera hægri menn eða kommar og síðan er það þannig það sem eftir er lífsins.

Annað hvort ákveður fólk að vera á móti ESB aðild að hlynnt og síðan er það þannig það sem eftir er lífsins.

Sjálfur var ég andstæðingur ESB um árabil, en skipti um skoðun fyrir 1-2 árum síðan. Að fleiri sjálfstæðismenn og jafnvel þingmenn séu að skipta um skoðun kemur mér ekki á óvart.

Hefur Íslands ekki breyst neytt frá 1944? Hefur Ísland ekkert breyst frá 1. október 2008?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.1.2009 kl. 19:58

5 Smámynd: Benedikta E

Allar breytingar sem orðið hafa frá 1944 - 1. okt.2008 miða allar að því að við þurfum að standa vörð um lýðræði og fullveldi lands og þjóðar okkar - meira en nokkru sinni og láta ekki - áróðurs lygakvörn Evrópusambands aðildar steypa okkur í þá púkasúpu græðgis -  sem þar er innan búðar - með spillingu fyrir útvalda - og króniskri fátækt fyrir lýðinn.

Benedikta E, 4.1.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband