Lettland í rusli, þökk sé ESB

Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að Lettland fái neyðaraðstoð frá sjóðnum í kjölfar inngöngu í Evrópusambandið sem hafi leikið hagkerfi landsins grátt. Lettland fær hærra lánshlutfall (1,200) en Ísland (1,1900) frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Kreppan í Lettaland verður lengri og dýpri en á Íslandi, samkvæmt spá sjóðsins.

Í skýrslu sjóðsins segir að lánið sem var samþykkt á Þorláksmessu sé aðeins fimmtungur af lánsþörf Letta. Greining sjóðsins á stöðu Letta er athyglisverð en þar er lóðbeint samband milli inngöngu Letta í Evrópusambandið og hagkerfis á heljarþröm.

Eins og á Ísland var alþjóðleg lánsfjárkreppa upphaf vandræðanna. Síðan segir

These pressures have come at a time of growing concern over the sustainability of Latvia's external debt and increasing vulnerabilities associated with the unsustainable credit and growth boom that followed Latvia's accession to the EU. Very high wage growth in recent years, far outstripping productivity gains, have severely undermined Latvia's competitiveness and contributed to large external imbalances.

Á mannamáli þýðir þetta að Lettar fóru á fjárfestingarfyllerí í kjölfar inngöngu í Evrópusambandið og nú er komið að skuldadögum.

Í ljósi þessarar greiningar verður skiljanlegt hvers vegna íslensku fjármálafurstarnir og handbendi þeirra vilja inn í Evrópusambandið. Í stað þess að glíma við timburmennina eftir bankahrunið er um að gera að komast á nýtt fyllerí.

 

Hér er greining IMF á Lettlandi.

 

Hér greiningin á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Depill

Þið ESB andstæðingar verðið að fara velja ykkur pól, hér er sagt í þessa litla bút sem þú tekur úr skýrslunni ( hef ekki lesið alla skýrsluna, en mun gera það væntanlega í kvöld eða á morgun ) að vandamálið hafi verið hækkun launa og þeir hafi ekki verið að afkasta neitt meira. ( Sem sagt kostnaður fyrir framleiðendur varð meiri, en afköstin voru ekki meiri ). Og á annað borð kemur forstjóri LÍÚ og segir að hér liggi fyrir með inngöngu í ESB launalækkanir.

Ég reyndar held að hvað gengið gagnvart Evru þegar við myndum ganga í ESB skipta máli hvort yrði (launalækkun eða launahækkun, markaðurinn mun leita jafnvægis ). En ef við segjum að Íslendingar myndu fá launalækkun, og við þurfum alls ekki að gera ráð fyrir því að afköst á hvern Íslending lækki þá myndi væntanlega öfug áhrif gerast.

Allavega að segja að Lettland sé í rusli þökk sé ESB, held ég sé í bestafalli langsótt. Lettland fékk aðgang að stærri markaði og það sem gerðist er það sem gerist í óhindruðum viðskiptum, markaðurinn leitar jafnvægis innan sem utan og þar sem Lettlandi hefur nú þekkt fyrir að vera með "ódýrt" vinnuafl hefur markaðurinn reynt að jafna sig og laun hækkað, kaupmáttur hækkað, aðgangur að erlendu fjármagni auðveldast.

 Ég held að við þurfum helst að hafa áhyggjur af þessu síðasta ef við myndum ganga í ESB, það er að missa okkur ekki í erlendum lánum áður en við myndum ganga í myntbandalagið. En ég held nú að það yrði engin gífurleg launahækkun hérna á Íslandi við inngöngu í ESB, enda ekki láglaunasvæði.

 En já flottur hræðsluáróður :)

Depill, 25.12.2008 kl. 23:36

2 identicon

Þetta er einmitt málið. Fjárglæframennirnir hafa verið á þönum að finna sökudólg til að beina athyglinni frá sjálfum sér. Þeir notuðu Davíð Oddson í nokkur misseri og ESB. Þeir voru svo miklir snillingar að þeir voru orðnir svo stórir að landinn, krónan og allt sem var hér fyrir var bara of lítið og hallærislegt fyrir þá þessa snillinga. Ég skil ekki á sínum tíma þegar þeir hótuðu að yfirgefa landið að því tilboði var ekki tekið. Ég beið alltaf eftir að einhver segði: farið þið þá bara. Ég er enn pirruð að ríkisstjórnin með Þorgerði Katrínu innanborðs þvingaði Seðlabankann til að lána Kaupþingi 500 milljónir Evra 2 dögum fyrir hrun bankans. Þessir peningar hefðu komið sér vel núna. Og ekki koma með þau rök að þeir fengu FIH sem veð ( óskráð félag sem enginn lítur við í dag og fæst 30% upp í lánið).

Anna María (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 23:48

3 identicon

Þessi póstur er skrifaður úr Lettlandi.  Ódýrt fjármagn hafði ekkert með EU að gera!  Kom aðallega frá norrænum bönkum.  Það litla sem gert er hér af viti eru framkvæmdir styrktar af EU.  Lettland væri í mun verri málum ef það væri utan bandalagsins, t.d. gætu Rússar séð sér leik á borði.  Þá má ekki gleyma því að hér þurfti mikið fjármagn til að byggja allt frá grunni eftir eyðileggingu Sovét.  Samkeppni um vinnuafl (það var þennsla alls staðar, t.d. á Íslandi) og mikill hækkun fasteigna gerði þetta enn verra (væntanlega svipað á Íslandi).  Lettland er hins vegar miklu betur borgið innan EU en utan (sérstaklega vegna nálægðar við Rússa).  Sýnir í hnotskurn að góðir hlutir þurfa að gerast hægt.  Þá er spilling hér enn landlæg.  Hér eru hins vegar mikilir möguleikar.  En næstu ár verða erfið, ekki spurning!  En enn og aftur þá standa Lettar ekki einir þökk sé EU.  Nú þarf EU að passa að aurarnir renni ekki í ákveðna "vasa" en á því er mikil hætta.  Jólakveðja frá Riga

Johann Olafsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 00:25

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Páli líkt að ýkja bara 10-falt og yfirsjást eitt lítið núll

Helgi Jóhann Hauksson, 26.12.2008 kl. 03:16

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þarna í þessari frétt hjá IMF stendur líka sem hluti af aðgerðum Lettlands til að komast út úr þessu:

The Latvian authorities have developed a program with the exceptionally strong policies needed to address these challenges. Their program is centered on their determination to maintain the current exchange rate peg in order to lay the groundwork for Latvia's entry into the euro area as soon as possible

Það er að þeir stefna að því að geta tekið upp evru eins fljótt og hægt er.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.12.2008 kl. 03:30

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hér:

„Latvia joined the IMF on May 19, 1992; its quota is SDR 126.80 million (about €140.1 million, or US$195.7 million), and has no outstanding use of IMF credits.“

„The Fund's Stand-By Arrangement will fill just over 20 percent of the country's 2009-2011 net financing gap. The remainder will be met by the European Union, the European Bank for Reconstruction and Development, the World Bank and other bilateral creditors. “

Hér um Ísland:

„Iceland Gets Help to Recover From Historic Crisis

The financial crisis now engulfing the world claimed Iceland—which has a population of just 300,000—as one of its early victims.

In response, Iceland formulated a comprehensive program to tackle the fallout from the crisis, for which it requested IMF support. On October 24, an IMF package totaling US$2.1 billion was announced under the Fund's fast-track emergency financing mechanism.“

Ísland fær tífalt hærra lán en Litháen, en hver ætli sé svo munurinn á íbúafjölda?

Í báðum tilvikum ætti þó gjaldeyrissjórunn ekkert erindi ef þar væri notuð evra í stað sérstakra ör-gjaldmiðla. Þ.e. Gjaldeyrissjóðurinn er bara til að bjarga gjaldmiðlum. - Svo enn einu sinni er á það minnt að við hefðum ekkert við „aðstoð“ hans að geraeða risalán hans ef engri krónu væri hér til að bjarga - heldur gætum snúið okkur beint að raunverulegri uppbyggingu og nýtt lánamöguleika okkar og bjargir beint til uppbyggingar í stað þess að verja öllu til bjargar krónunni. - Allt IMF lánið og fylgilán og öll skilyrði sjóðsins og afskipti hans eru bara til að bjarga krónunni.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.12.2008 kl. 03:36

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Íbúafjöldi Íslands er 300.000 en íbúafjöldi Lettlands er 2.300.000. Bæði löndin eru með sjálfstæða örmynt og þurfa aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins vegna hennar - hvorugt landið hefði neitt til gjadeyrissjóðs að sækja ef ekki væri vegna gjaldmiðils síns.:

Kvóti Íslands hjá IMF uppsafnaður frá 1945:

Iceland joined the IMF on December 27, 1945; its quota is SDR 117.6 million (about US$173.6 million), and it has no outstanding use of IMF credits.

Lán Íslands hjá IMF:

On October 24, an IMF package totaling US$2.1 billion was announced under the Fund's fast-track emergency financing mechanism.“

Kvóti Lettlands hjá IMF uppsafnaður frá 1992:

Latvia joined the IMF on May 19, 1992; its quota is SDR 126.80 million (about €140.1 million, or US$195.7 million), and has no outstanding use of IMF credits.

 Lán Lettlands hjá IMF: 

The Executive Board of the International Monetary Fund (IMF) today approved a 27-month SDR 1.52 billion (about €1.68 billion, or US$2.35 billion)

Helgi Jóhann Hauksson, 26.12.2008 kl. 06:41

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já það er ýmislegt sem fer fram í skjóli ESB aðildar.

Það á eftir að koma Lettum illilega í koll að hafa ekki fellt gengi latsins. Ég er mjög hissa á að IMF hafi samþykkt þessa hörmungar efnahagsáætlun Lettlands. Venjuleg neita þeir að taka þátt í svona frystingu á gersamlega ósamkeppnishæfu gengi gjaldmiðla. Nema að þeir viti að Lettar neyðist til að fella gengið snemma næsta árs. Kanski er þetta einungis spurning um hvernær markaðurinn blási hausinn af bindinu þeirra við evru, hvort eð er.


Svo er að Eistland: Rainer Kattel, Professor of Tallinn Technical University, writes that the Estonian economy has developed like a pyramid scheme for the last 15 years. Meira:

Professor: Estonian economy as a pyramid scheme

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.12.2008 kl. 15:08

9 identicon

Ég held að þeir sem predika sem mest fyrir inngöngu í Evrópusambandið ættu að hugsa svolítið til framtíðar. Og einnig að líta til fortíðar. Ástæða fyrir efnahagslegu hruni Íslendinga er glannaskapur(eða ættum við að segja glæpamennska) í fjármálum. Og orsakavaldarnir eru allir Íslenskir. Það byrjar með kvótasetningu þorsks, síðan frjálsa framsalið. Þar urðu til peningar sem ekkert var á bak við, engin verðmæti höfðu verið sköpuð. Hugsið ykkur, 10 kílóa þorskur er veðsettur fyrir 40.000 fjörutíu þúsund og hann er ennþá á sundi á Selvogsbankanum. Fábjánaskapur í yfirstjórn bankanna, að lána út á veð sem eru ekki til, Það eru veðsett hrogn sem ef til vill einhver þorskur hrygnir 2020 ef ekki síðar. Síðan er bankasalan án .þess að nokkrar reglur væru settar um meðferð fjár og eigna sem þar skiftu um hendur, (voru gefnar). Síðan algjört eftirlits leysi. Haldið þið EU sinnar að það sé eitthvert vit í því að t.d. rústa landbúnaði. Þið sem það haldið ættuð að halda heimilisbókhald þó ekki væri nema í nokkra mánuði. Þá munuð þið komast að því að það verður að vera eitthvert samhengi á milli innkomu og útláta í heimilisrekstrinum. Það er nefnilega til gamall málsháttur sem segir: Hollt es heima hvat. Og annar ; hollur er heimafenginn biti. Eða á ég að halda áfram. Svo er einn sem er úr Hrafnkels sögu Freysgoða; skömm er óhófs ævin. Þessi á ákaflega vel við nú um stundir. Það er með öðrum orðum að minni hyggju ekkert vit í því að óska eftir inngöngu í EU. Ekki einu sinni til viðræðna. Við erum mikið öflugri utan EU en innan. Allar samlíkingar við Norður Kóreu eru beinlínis hlægilegar. það er nefnilega hægt að eiga góð samskifti við nágrannakonuna án þess að vera giftur henni.   

Pétur

Pétur (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 15:32

10 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Gaman að sjá hvað athugasemdirnar gjörsamlega valta yfir þessi delluskrif á þessari síðu!

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.12.2008 kl. 17:35

11 identicon

ESB er ekki hentuft íslenskum hagsmunum.  Það sjá flestir vel greindir menn.  Sjálfstæðisflokkurinn mun klofna vegna þessa og hinn íslenski pólitíski heimur mun gjörbreytast.  Vona bara að hin skarpa og sterka sveit innan Sjálfstæðisflokksins komi í veg fyrir að selja okkur ESB eins og melludólgar Samfylkingar predika.  Hagsmunir okkar eru allt of miklir til þess að færa þá á silfurfatir rammspilltu Evrópusambandi sem mun gjörsamlega svifta okkur öllu sjálfstæði.  Aðildarviðræður verða að eiga sér stað segja margir í dag en hafa ekki hugsað málið til enda. 

Nú verðum við að standa saman sem þjóð, taka á hlutum með reisn og kjarki.  Okkur mun blæða um stund en öll sár gróa að lokum og eftirá komum við sterkari tilbaka sem sjálfstæð þjóð.  Auðlindirnar eru okkar.

Hlakka til fundar í janúar, þar þarf að taka á þessum villingum sem vilja í Evrópusambandið.  Það má aldrei gerast.

Baldur (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 17:38

12 identicon

Já er þetta ekki dæmigert.

  Það þarf bara að lesa aths. hans Baldurs og sjá að leiðinn hlýtur að liggja í ESB   Kostuleg skrif, og sýnir einfaldlega rökþrot þeirra sem vilja ekki ræða málin, en það er annað mál!!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 20:48

13 identicon

Rökþrot?

Jóhannes, þér og þínum er vorkunn sem viljið gefa landið okkar.  Sennilega aldrei unnið við auðlindir lands og kannt ekki gott að meta.  Slíkt fólk getur flutt á brott, möguleikinn er fyrir hendi.  Ég hef rætt og skoðað mál, alltaf sama niðurstaða, Við stöndum best sér á báti

Baldur (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 22:27

14 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ég ólst upp í sjávarplássi og vann bara við fiskvinnslu fram eftir aldri. Fór svo reyndar í langt og mikið nám, sem hefur gefið mér þann möguleika að flytja frá landinu og fá meiri laun, en hef ekki valið það; ég vil vera á íslandi og lifa hér góðu lífi með fjölskyldunni minni og öðrum sem mér þykir vænt um. Stór hluti fjölskyldunnar minnar eru sjómenn eða útgerðarmenn, og því finnst mér mjög móðgandi sem miklu evrópusambandsaðildarsinna að vera vændur um að þykja ekki vænt um landið eða auðlindir þess.

Ég hef hinsvegar kynnt mér hlutina betur en svo að halda að yfirráð okkar á auðlindum okkar færist til útlendinga við aðild að Evrópusambandinu - við munum enn sitja ein að fiskimiðunum og orkuauðlindunum - annað er bara helber lýgi og móðgun við okkur sem aðhyllumst aðild að Evrópusambandinu.

Þessi misskiningur virðist byggjast á því að það sé sameiginleg auðlindarstefna í Evrópusambandinu þegar kemur að sameiginlegum auðlindum - sem fleiri en eitt land deila. Hér á Íslandi eru fiskistofnarnir 85% staðbundnir, og við deilum þeim því ekki með neinum og munum því ein sitja að þeim eftir aðild að Evrópusambandinu rétt eins og nú. Fólk þarf að kynna sér hlutina aðeins áður en það er með upphrópanir, og ásakanir um að aðrir séu landráðamenn eða sama um auðlindir landsins.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 27.12.2008 kl. 01:40

15 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jónas:

Hvers vegna hafa forystumenn Evrópusambandsins aldrei tekið undir þann málflutning sem þú ert að bjóða hér upp á þrátt fyrir að hafa verið ítrekað innti eftir því? Málið er ekkert flókið. Yfirráðin yfir aulindum Íslandsmiða færu til Brussel hvar vægi og þar með möguleikar Íslands til áhrifa yrðu nánast engir þar sem mælikvarðinn í þeim efnum væri íbúafjöldi landsins. Reglan sem á að tryggja að við héldum öllum kvóta við Ísland felur síðan aðeins í sér tímabundið fyrirkomulag samkvæmt Grænbók framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og stendur til að breyta þeirri reglu þegar aðstæður leyfa. Og um það hefðum við Íslendingar ekkert að segja þó við værum innan sambandsins frekar en um annað.

Staðreyndin er einfaldlega sú að innlimun í Evrópusambandið væri eins og óútfylltur tékki sem við gæfum út og yrðum síðan bara að vona að sambandið setti ekki of háa upphæð á enda hefðum við ekkert um þau mál að segja.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.12.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband