Gjaldþrot Baugs yrði góð landkynning

Útrásin kostaði íslenskan almenning stórfé og glatað orðspor. Lengri tíma mun taka að vinna tilbaka orðspor þjóðarinnar en peningana. Til að sannfæra útlendinga að við erum þjóð sem veit muninn á réttu og röngu þurfum við að keyra útrásarfyrirtæknin í gjaldþrot og setja forráðamenn fyrirtækjanna í aðra vinnu en að sýsla með fjármuni. Bankarnir eru farnir í þrot og bankastjórarnir sleikja sárin í skúmaskotum.

Ásamt fjármálafyrirtækjum er Baugur andlit útrásarinnar. Í Danmörku brenndi Baugur upp orðstír Íslands með fíflalegu dagblaðsævintýri kenndu við Nyhedsavisen og gerði Íslendinga að hrokafullum hálfbjánum með kaupum á þekktum verslunum í höfuðborg Danaveldis. Þær verslanir hafa ekki skilað arði í áravís en Baugur þóttist kunna það - en kann auðvitað ekki annað en að taka snúninga með ódýr lán.

Bretar horfðu upp á Baug kaupa verslunarkeðjur í nafni íslenska viðskiptamódelsins sem átti að sigra heiminn. Aftur var það græðgisgíruð fíflska sem réð för; ódýr lán og nokkrir snúningar. Sóðaskapur Baugs í Bretlandi byrjaði með gjaldþroti MK One og heldur áfram með Whittard. Tíu prósentin í Woolworths eru lítil varða á stuttri en skammarlegri sögu.

Baugur hefur ekki keypt eitt einasta fyrirtæki hér heima eða erlendis og selt það aftur með hagnaði. Nema auðvitað Sterling flugfélagið sem Baugur, Pálmi í Fons og FL-group keyptu og seldu sín á milli með milljarða hagnaði í hvert sinn. Hreinn Loftsson stjórnarmaður í Baugi nefndi það „raunveruleg viðskipti" þegar hann keypti sorpútgáfuna DV af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni aðaleiganda Baugs. Þar með viðurkenndi Hreinn óbeint að öll önnur viðskipti Baugs væru sýndarviðskipti.

Skilanefndir bankanna eiga að vinna í þágu þjóðarinnar sem á bankana. Það er í þágu þjóðarinnar að Baugur fari í gjaldþrot.

 

Gleðileg jól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll !

Hver borgar þér fyrir svona skrif ?

Finnst þau mjög ósmekkleg, hvað þá tímasetningin á þeim og að enda þau á jólakveðju.  Óvild og hatur þitt á "Baugsmönnum" ER sjúklegt.  Ráðlegg þér að hætta að skrifa á þessum nótum, nema þú viljir auglýsa um andlega vanheilsu þína.

Sigfús Austfjörð (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Sigfús (ef það er þitt raunverulega nafn) og þakka þér kveðjuna. Frá fyrstu tíð hafa þeir sem gagnrýndu Baug mátt sitja undir þeim ámælum að vera andlega vanheilir. Þegar veldi Baugs reist hvað hæst minnti þetta eilítið á sovétið í gamla daga; venjulegt fólk sem setti sig upp á móti valdinu var úrskurðað óheilbrigt. Af tilskrifi þínu sést að enn lifir í Baugsglæðum.

Páll Vilhjálmsson, 24.12.2008 kl. 11:13

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

ps ég er launalaus við bloggskrif.

Páll Vilhjálmsson, 24.12.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég er sammála þér Páll, hverju orði.

Sigfús Austfjörð. Hafðu þig hægan !

Níels A. Ársælsson., 24.12.2008 kl. 12:11

5 Smámynd: Björn Birgisson

"Til að sannfæra útlendinga að við erum þjóð sem veit muninn á réttu og röngu þurfum við að keyra útrásarfyrirtækin í gjaldþrot ........."

Án tillits til þess hver raunveruleg fjárhagsstaða þeirra er?

Björn Birgisson, 24.12.2008 kl. 13:42

6 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þú mælir rétt í því að þessir menn þurfa einnig að "segja af sér" eins og aðrir sem bera hér ábyrgð. Gjaldþrot þeirra ætti að verða afsögn þeirra.

Það er með ólíkindum hvernig þetta stærsta fyrirtæki í eigu Íslendinga hefur vaðið hér uppi með sína svikamyllu og á sama tíma sölsað undir sig alla fjölmiðlun í landinu. Meira segja útvarpsstjórinn á ríkisfjölmiðlinum var alinn upp af þeim.

Sorpritið þeirra DV hefur ekki vílað fyrir sér að bera á fólk upplognar sakir, stunda ærumeiðingar og mannorðsmorð hvernig ssem staðið hefur á hjá fólki.

Eitt sinn mætti ég heim til ritstjórans Illuga Jökulsonar í fylgt prests og erindið var að biðja þá að gefa okkur hjónum örlítinn umþóttunartíma eftir erfiðleika sem mátti í hjónabandinu sem mátti nánast rekja beint til eineltis DV gegn mér og því viðmóti sem þetta orsakið í garð konu minnar t.d á vinnustað.

Svar sorpritstjórans og lítilmannsins Illuga var að birta grein í blaðinu um að ég hefði mætt með prest heim til sín. Það var nú öll tiilitsemin við fólk sem komið var svo að bjargbrúninni eftir einelti DV að grátbeðið var griða þótt ekki væri nema stuttan tíma. Nokkru síðar framdi maður sjálfsmorð í kjölfar umfjöllunar DV og auglýsendur hættu að auglýsa, blaðsölustaðir hættu að selja blaðið og þjóðin hætti að lesa það. Það var þó skammgóður vermir og nú hafa Baugssvínin endurvakið sorpið.

Símtal frá síðustu mánaðarmótum sem ég birti upptökku af á bloggi mínu við núverandi ritstjóra sýnir og sannar að ekkert hefur breyst. Þar segir hann það "heiður" að birta á mig upplognar sakir í blaðinu.

Síðustu daga hef ég sent 4 kærur til lögreglunnar vegna starfsemi DV.  Á skrifborði mínu er tlbúin stefna sem átti að fara fyrir Héraðsdóm árið 2005 en fór þangað aldrei því lögfræðingurinn gugnaði á því að fara í þá, þótt hann væri nýbúinn að vinna fyrir mig mál gegn þeim. 

Ærumeiðingarnar og lyginum mig í þessu blaði skiptir tugum. Á rottuvefnum malefnin.com sem þeir halda úti eru 36,200 skrif um mína persónu, þúsundir þeirra innihalda ærumeiðingar, lygar og ofbeldishótanir. En þetta beinist ekki aðeins gegn mér sjáið grein mína frá blogginu lydveldi.blog.is um ofbeldishvatningarnar gegn stjórnmálamönnum sem birt var í gær á vefnum dv.is:

DV hvetur til ofbeldis gegn alþingismönnum

dvofbeldi_755331.gifSorpritið DV fer mikinn á vefsíðum sínum dv.is og malefnin.com og hvetur nú til ofbeldis gegn alþingismönnum.

Eins og fíklar sem sífellt sækja í sterkari efni, nægir sorpritstjórum DV ekki lengur mannorðsmorðin og það að spinna lygavefi sína á síðum blaðsins, nú eru þeir byrjaðir að hvetja þjóðina til ofbeldis að hætti Bin Laden. 

Sjáið myndina hér til hliðar sem sýnir hluta af vef DV, undir myndinni af DV blaðforsíðunni er undirstrikuð fyrirsögn: "Strákar kastið skóm í stjórnmálamenn"

Hve lengi á þetta skítseyði Íslenskrar fjölmiðlunar DV, að vaða hér uppi með ærumeiðingar, upplognar sakir og ofbeldishótanir?

Ég er búinn að senda 3 kærur til lögreglunnar s.l. viku vegna slíkra brota DV á öllu velsæmi svo ekki sé minnst á fleiri greinar almennra hegningarlaga sem þeir hafa ítrekað þverbrotið.

Kynnið ykkur kærurnar hér: Kæra 1, Kæra 2,Kæra 3

Og hér má heyra símtal sem lýsir innræti sorpristjóra sem segir það "heiður" að birta upplognar sakir og ærumeiðingar á fólk.

Önnur áhugaverð fyrirsögn er þarna á DV vefnum: "Hverjir brutu lög og fara í fangelsi?".  Það sem vantar í þessa umfjöllun eru nöfn sorpritstjóranna á DV sem væru betur geymdir undir eftirliti Margrétar Frímannsdóttur á Litla Hrauni sem gæti kannski haft eftirlit með ritstjórn þeirra á súrmjólkuppskriftum fyrir meðfanga sína.

Lærisveinn Hreins Loftssonar

Spilltir lögmennUngur lögfræðingur Gunnar Ingi Jóhannsson hdl virðist stunda nám í fjármálaleikfimi og sjónhverfingum viðskiptalífsins hjá Hreini Loftssyni í hjá Lögmenn Höfðabakka.

Ég var að lesa sprenghlægilegt bréf á vefnum www.sorprit.com frá hinum unga og óreynda sveini Gunnari Inga Jóhannssyni þar sem hann hátíðlega ávarpar móttakandann með hinu virðulega nafni "dv@sorprit..com" og segir þar m.a.: "Forsvarsmenn vefsíðunnar þurfa ekki að velkjast í vafa um að leitað verður ýtrustu úrræða á hendur þeim, bæði hvað varðar refsi- og skaðabótaábyrgð og verður slíkt mál sótt fyrir dómstólum eftir því sem þurfa þykir. Rétt er að upplýsa að síðustu daga hefur staðið yfir rannsókn á því hvaða aðili standi að baki vefsíðunni."

Nær væri kannski þessum unga manni, lærisveini Sveins Loftssonar í sjónhverfingum huldumanna í Íslensku viðskiptalífi, að líta sér nær og hefja rannsókn á því hver það var sem stöðvaði birtingu fréttar hjá DV, hver huldumaðurinn er sem togar í spottana á DV strengjabrúðunni, sorpritstjóranum Reyni Traustasyni.

Það er áhyggjuefni þegar lögfræðingar leggja sig niður við þá vafasömu iðju að aðstoða fjárglæframenn í fimleikum þeirra. Þegar lögmenn gerast beinir og virkir þátttakendur í því að blekkja heila þjóð eins og mér sýnist Hreinn Loftsson hafa gert með því að leppa eignaraðild í fjölmiðlum.  Vonandi kannar efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra þetta mál sem allra fyrst enda sýnist manni þarna á ferðinni leikflétta sem er út yfir allt velsæmi og með endæmum.

 

Ástþór Magnússon Wium, 24.12.2008 kl. 13:43

7 identicon

Sæll Páll.

Frábær pistill og hverju orði sannara, enda er ljótt að ljúga eins og Baugsmönnum og þeirra liði er svo tamt.

"Sigfús Austfjörð" velur Aðfangadag til að sýna sennilega sitt rétta eðli sem er Baugsgerðar.

Gleðileg jól.

joð (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 15:31

8 identicon

"Það er í þágu þjóðarinnar að Baugur fari í gjaldþrot."

 Er þetta jólagrín? Hefði haldið að það væri ekki í þágu þjóðarinnar að eitt einasta fyrirtæki færi í gjaldþrot. 

Þegar Ástþór Magnússon er orðinn sammála þér er kominn tími til að staldra við, Páll. Án gríns. 

AB (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 16:16

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Föllnu fjármálafyrirtækin uxu eins og krabbamein. Baugur er undir sömu sök seldur. Til að sigrast á krabbameininu þarf að skera það burt.

Það er talandi dæmi um Baugsfjármagnaða þjóðfélagsumræðu þegar maður er beðinn að skipta um skoðun vegna þess að einhver annar er sammála. Leiguþý skipta um skoðun eftir því hver borgar hverju sinni.

Páll Vilhjálmsson, 24.12.2008 kl. 16:59

10 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Vont er keypt fífl, verra er ókeypis fífl.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 24.12.2008 kl. 17:49

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fyrirtæki sem er með neikvætt eigið fé og rekstrartap og ofurstóran skuldahala er sjálfkrafa farið á hausinn.  Þjóðin græðir á því að fyrirtæki sýni hagnað af eiginlegum rekstri og borgi almennt há laun.  Upprisa slíkra fyrirtækja er besta jólagjöfin í ár. Illa rekin fyrir tæki á ekki að borga með lánafyrirgreiðslum sem þjóðin fær að borga í skertum lífskjörum.  Þeim verður að ryðja úr vegi.

Júlíus Björnsson, 24.12.2008 kl. 21:27

12 identicon

þessi Austfjörð er greinilega illa gefinn, sorry

Gisli (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 00:43

13 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ég hef bent á það að samkvæmt íslenskum lögum þá ber að gera upptæka þá hluti sem menn hafa aflað sér með ólögmætum hætti, þegar og/ef til þeirra næst þegar menn eru staðnir að því að brjóta lög.

Ég er vil meina að það sama eigi að gilda um Baugsfjölskylduna.

Þau hafa sýnt það og sannað að þeim er ekki treystandi til að stunda heiðarlega viðskiptahætti.

Þrátt fyrir að Jón Ásgeir hafi sloppið með með krítískasta liðinn í ákærunni á hendur sér, þá var það á forsendu lagatúlkunar, en ekki vegna þess að hann er svo heiðarlegur. Sá dómur var svona svipaður þeim sem féll varðandi olíusamráðsmálið. Þar sluppu menn á lagatæknilegri útfærslu, en ekki vegna þess að þeir voru saklausir.

... svo geta menn velt því fyrir sér hvað sé réttlátt og heiðarlegt.

Takk fyrir góðan og þarfan pistill.

kv, GHs

Gísli Hjálmar , 26.12.2008 kl. 11:03

14 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Páll, 

Ég er þér hjartanlega sammála, þessi fyrirtæki verða að fara í gjaldþrot.  Það má ekki gerast að þjóðin taki þennan bagga á sig, en útrásarkóngarnir hirði svo allt aftur fyrir túkall. Ég trúi því að sannleikurinn um þessa blekkingarstarfsemi alla muni koma í ljós fyrr en síðar.  Það verður að fara fram opinber rannsókn strax.

Læt hér fylgja með að ég fékk martröð í nótt - dreymdi að verið væri að selja Kaupþing (nýja) til Finns og Óla í Samskip (aftur).  Mér létti mikið þegar ég vaknaði, vonandi rætist aldrei þessi draumur.

Sigurður Sigurðsson, 26.12.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband