Bónus hótar verðhækkun

Vígstaða Baugsfeðga er önnur núna en fyrir sex árum þegar húsleitin var gerð í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Jóhannes og Jón Ásgeir siguðu fjölmiðlum sínum á Davíð Oddson forsætisráðherra sem þeir sögðu hatast við Baug og stýra aðförinni að fyrirtækinu. Máttur Davíðs hefur verið mikill í Baugsmiðlum æ síðan en núna er eins og þeir feðgar séu gengnir af trúnni. Baugsmiðlum tókst að telja æði mörgum trú um að Davíð bæri ábyrgð á bankahruninu og hvers vegna ekki að hamra járnið meðan það er enn heitt og kenna honum um stjórnvaldssektir og ný dómsmál?

Jóhannes er ekki búinn að gera upp við sig hvaða rullu hann ætlar að leika í framtíðinni. Í fréttinni ber hann sig öðrum þræði aumlega og kveður sektina ómaklega og lítt í anda jólanna. En svo eyðileggur hann fyrir sjálfum sér með því að hóta viðskiptavinum sínum verðhækkun á nauðsynjavörum.

Jólasveinninn tekur sig ekki vel út með barefli í hendi.


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já yfirlýsingin um að hann þyrfti þá að hækka verðið, með brostinni röddu, er hrein og tær pr snild. Svona getur enginn nema æðsti strumpurinn.

joð (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 01:31

2 Smámynd: Björn Birgisson

19.12.2008 | 23:34

Sem neytanda er mér slétt sama. Aðrir koma í staðinn.

Þegar BÓNUS kom inn á markaðinn sá fólk hvað verkalýðsforystan var grútmáttlaus. Með tilkomu Bónus snarlækkaði verð nauðsynja til almennings - besta kjarabótin. Einhverjir hafa líkt þessu saman við tilkomu Hagkaups á höfuðborgarsvæðinu á öldinni sem leið. Gleymum ekki því góða sem Bónus hefur gert. Þeir dúndra öllu niður til að vera alltaf með lægsta verðið, segja þeir sjálfir. Það má ekki segir Samkeppniseftirlitið og vitnar til markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins.

Verðstríð kaupmanna léttir álagið á buddu launþega. Er það ekki allt í lagi? Tæplega gilda auðhringareglur um Baug á Íslandi, til þess er samkeppnin of mikil, ( Nettó, Gettó, Kaskó, Krónan ............)!!

Neytendur storma alltaf í búðirnar sem bjóða þeim besta verðið og gefa fullkomlega skít í samkeppnisreglur. Verðstríð eru einu stríðin þar sem almenningur sigrar, en keppinautarnir tapa fúlgum fjár - fara jafnvel á hausinn. Sem neytanda er mér slétt sama. Aðrir koma í staðinn.

Þetta var góða hliðin á Baugi. Hin hliðin er svo svört að ég nenni ekki að fjalla um hana. Hún tengist gjaldþroti sömu þjóðar og þeir vilja bjóða alltaf lægsta verðið - ég vona að meintir glæpir þeirra í aðdraganda kreppunnar verði afhjúpaðir og komi fyrir dómstóla.

Þangað til mega þeir gefa mjólkina mín vegna.

Björn Birgisson, 20.12.2008 kl. 02:02

3 identicon

Skora á alla að versla einungis hjá fjölskyldufyrirtækinu Fjarðarkaupum í Hafnarfirði.

Einföld aðgerð gegn Baugi og Kaupás.

Hans (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 14:54

4 identicon

Ef við öll förum í Fjarðarkaup verða fleiri Fjarðarkaup.

Gefum Fjarðarkaupi séns, þeir hafa aldrei ofmetnast af verslunarrekstrinum, bara sinnt honum vel :)

Vignir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 19:45

5 identicon

Hver heldur þú Páll að fagni mest núna það eru Krónan, því þeir geta núna stundað undirboð að vild án þess að aðrir á markaði þar sem Bónus og Hagkaup eru víst undir sama hatti geti brugðist við. 

 Ennn þetta á víst eftir að fara í gegnum dómsstigin og einsog við þekkjum vel þá búa ríkistofnanir yfirleitt ekki til það vönduð mál að þeir komist með það í gegnum dómstólana, og löggjöfin sem hefur verið búin til er ekki heldur neitt ofur vönduð.   

Ragnar (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband