Miðvikudagur, 17. desember 2008
Pólitísk ábyrgð Baugsmiðla
Samfylkingin ber pólitíska ábyrgð á Baugsmiðlum. Samfylkingin hafði pólitíska forystu í andófinu gegn fjölmiðlafrumvarpinu veturinn 2004. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti frumvarpinu náðarskotið þegar neitaði að skrifa undir frumvarpið. Dæmin sem núna dúkka upp af misnotkun Baugsmiðla staðfesta það sem allir máttu vita: Baugur lagði undir sig fjölmiðla til að stýra opinberri umræðu. Baugsmiðlar halda íslenskri blaðamennsku í ræsinu og ríkisstjórninni virðist líka það vel.
Frumvarpið sem núna liggur fyrir Alþingi og á að tryggja ljósvakadeild Baugsmiðla framhaldslíf á kostnað Ríkissjónvarpsins er misráð. Fjölræði í fjölmiðlum hér á landi liggur í netmiðlum. Ef ríkisstjórnin ætlar sér að efla fjölmiðlun er leiðin að styrkja netmiðla. Frumvarpið sem er til umræðu gerir ekkert annað en að viðhalda auðmannavaldinu í fjölmiðlun á Íslandi sem birtist í sinni nöktu mynd í Baugsmiðlum.
Fyrrum blaðamaður DV segist hafa sætt ritskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.