Liðhlaupar eða samviskufangar?

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins allir sem einn náðu kjöri á Alþingi Íslendinga fyrir hálfu öðru ári með því fororði að Ísland sækti ekki um inngöngu í Evrópusambandið. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn gerði stjórnarsáttmála við Samfylkinguna var skýrt kveðið á um að við myndum ekki sækja um inngöngu í ESB.

Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt af sér löngun til að ganga bak orða sinna gagnvart kjósendum. Þingmenn eins og aðrir hafa rétt á að skipta um skoðun. Eftir því sem málefnið verður stærra sem þingmenn skipta um skoðun á verður brýnna að kjósendur fái að segja álit sitt á sinnaskiptum þingmanna sinna.

Ekki verður á móti mælt að hugsanleg innganga í Evrópusambandið er stærsta álitamál lýðveldissögunnar. Þess vegna er ófrávíkjanleg krafa að almenningur fái í þingkosningum að kjósa um hvort hann vill inngöngusinna á Alþingi eða ekki.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins kemur ekki í stað þingkosninga. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem vilja sækja um inngöngu í Evrópusambandið ættu að gefa sig upp og vera samviskufangar þangað til staða þeirra skýrist, fyrst í aðdraganda kosninga þegar valið er á lista og endanlega í kosningum.

Þeir þingmenn sem vilja umsókn til ESB án þess að kjósa nýtt þing eru liðhlaupar frá þeim málefnum sem réðu kjöri þeirra.

Krafan er skýr: Engin umsókn um ESB án undangenginna þingkosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að segja það að skelegg umræða þín hér á síðunni er marktækt og mögnuð. Ekki er ég alltaf sammála þér en undarlega oft. Kannski eigum við samleið. Texti þinn um ESB hér í kvöld er hreint magnaður og hreinn og beinn. Og hrein unun að lesa. Honum er ég sammála. Inngöngu vil ég ekki sjá. Innganga er uppgjöf og ég tek ekki þátt í uppgjöf. Frekar fell ég á sverðið eins og víkingur. Allt pólitískt væl um inngöngu er undanhald ístöðulausra stjórnmálamanna sem sjá lausn allra mála í Hítinni miklu. Það má vel vera að þjóðin öll sé ístöðulaus, haldi að allaar undangengar hörmungar séu einfaldar og hafa þar með ekki enn fengið ofnæmi fyrir Jóni Baldvin og hans undirsátum innan og utan sjónvarps, en það hefur ekki gerst hér á mínu lögheimili. Mitt heimili skal kallast lögheimili þangað til annað sannast. Þangað til sverðið fer á loft. Og þá verða allir kallaðir í herinn. Ungir sem aldnir og baldnir. Fjölskyldan öll. Við látum ekki pappírsherra hnerra okkur út af borðinu.

Helgi (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 00:32

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll.  Tek undir orð þín hér og þessa Helga sem skrifar fyrstur inn á hjá þér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.12.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Grein þín, Páll, minnir okkur á, að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert umboð til að stefna á EB-viðræður og þaðan af síður að keyra á innlimun í bandalagið. Umboð kjósenda til stuðnings við stefnu flokksins 2007 (ekkert EB-vafstur á kjörtímabilinu!) getur engan veginn hafa komið frá landsfundi 2009! Því væru þeir þingmenn að svíkja umboð sitt og kjósendur, sem keyra myndu vilja á EB-innlimun á kjörtímabilinu. – Þar að auki segir í mjög nýlegri skoðanakönnun, að einungis 24% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vilji EB-aðild, en 54% vilja hana ekki!

Því til viðbótar er þjóðin ekki tilbúin að ákveða sig um þetta mál á næstu 2–5 mánuðum – það er augljóst af ýmsu (sjá m.a. hér) – og ekkert liggur á, enda kæmi evran (aðalkeppikefli ISG) ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir 7–10 ár.

Gefum krónunni tækifæri til að sanna sig (sjá hér!), tvo til þrjá mánuði, en ef það horfir ekki vel í reynd, getum við tekið upp dollarann og það án nokkurrar verulegrar tafar.

Jón Valur Jensson, 17.12.2008 kl. 03:32

4 identicon

Það eru ekki bara þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem eru umboðslausir hvað ESB varðar. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa heldur ekkert umboð til viðræðna við ESB, því ISG og co lögðu ekki í að setja það á oddinn í síðustu kosningum. Frekar en fyrri daginn.

Og þrátt fyrir að hafa rekið sinn linnulausa áróður um árabil, þá hafa þeir ekki enn komið sér saman um samningsmarkmið. Hugsunin virðist vera að láta bara "reyna á það".

Ragnhildur (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:00

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Mín kenning er reyndar sú að hvorki forysta Samfylkingarinnar né aðrir hafi farið út í að vinna svokölluð samningsmarkmið í öll þessi ár, þrátt fyrir endalaust tal um að það standi til, vegna þess að þess að þetta blessað fólk veit ósköp vel að það yrði ekkert að semja um í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þannig að þetta er tilgangslaus vinna sem fyrir vikið hefur ekki þótt neitt forgangsmál að hafa fyrir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.12.2008 kl. 12:05

6 identicon

Afhverju láta allir eins og það að fara í aðildarviðræður sé innganga í ESB? Hvernig væri að sjá hvað stendur til boða og svo geti allir fengið að taka ákvörðun? Ég er t.d. alveg viss um að ég vil fara í aðildarviðræður burtséð frá gjaldmiðilsmálum eða ekki. Mér finnst ekki mega rugla saman gjaldmiðilsmálum og ESB aðild því hægt er að skipta um gjaldmiðil án þess að ganga í ESB. Ég geri hinsvegar þær kröfur að allir fái að koma að endanlegri ákvörðun og að almenningur verði vel upplýstur um kosti og galla. Það er bara ein aðferð til til að vega þá og meta og það er að sjá hvað kemur út úr aðildarviðræðum. Afhverju teljið þið ykkur svona miklu færari um að fá að taka ákvörðun fyrir aðra?

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:00

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Adda:
Það er þegar að langmestu leyti, nánast öllu leyti, hægt að vita hvað aðild að Evrópusambandinu myndi hafa í för með sér fyrir okkur Íslendinga, kosti hennar og galla. T.d. er þessu gerð mjög góð skil í skýrslu Evrópunefndar forsætisráðherra sem kom út í febrúar 2007. Skýrslan er hvorki löng né torlæsin heldur þvert á móti á mjög skilanlegu máli og er afrakstur tveggja og hálfs árs vinnu sem bæði Evrópusambandssinnar og sjálfstæðissinnar komu að. Hefurðu lesið þessa skýrslu? Ef ekki, er einhver að hindra þig í því?

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.12.2008 kl. 14:09

8 identicon

Adda: Eina endanlega ákvörðunin í þessu máli er að ganga í ESB. Sé tillaga um inngöngu felld má reyna aftur... og aftur og aftur.

Ef að fólk er heilt í því að krefjast aðildarsamninga og þjóðaratkvæðagreiðslu í nafni lýðræðisins þá ætti það einnig að krefjast þess að þannig yrði búið um hnútana að aðildina þyrfti að endurnýja í þjóðaratkvæðagreiðslu með reglulegu millibili.

Það er aumt lýðræði þar sem ein niðurstaða gildir þar til von er um að fá aðra á meðan önnur gildir út í það óendanlega. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:04

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

100% sammála þessari sérstöku tillögu Hans.

Jón Valur Jensson, 17.12.2008 kl. 16:25

10 identicon

Það er ekki nóg að segja að ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki í aðildarviðræður nema þingkosningar fari fram. Það verður að kjósa áður en ÁKVEÐIÐ ER AÐ FARA Í AÐILDARVIÐRÆÐUR. Þegar búið er að ákveða að fara í aðildarviðræður, þá er búið að samþykkja aðild, ekki spurning hvort, heldur hvenær.

Þegar byrjað er að kjósa um aðild, þá skiptir engu máli hvort þjóðin segi nei, það verður bara kosið aftur og aftur þangað til rétt niðurstaða er fengin.

Er það eðlilegt að farið sé í aðildarviðræður með hóp af fólki sem er búinn að ákveða fyrirfram að sækja um aðild? Hvaða lýðræði er það eiginlega.

joi (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 16:41

11 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mikið er ég sammála ykkur.Þetta þing hefur enga heimild til að fara í ESB viðræður. Alla vega ekki þingmenn sjálfstæðisflokksins.

Ragnar Gunnlaugsson, 17.12.2008 kl. 18:05

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er alveg nógu gamall til að upplýsa þá sem tala um að þjóðin fái að taka afstöðu eftir upplýsta umræðu, að það munu aldrei allar upplýsingar liggja fyrir. Í fyrsta lagi þá eru reglur ESB samfelldur frumskógur reglugerða sem ekki nokkur lifandi maður kann til hlítar. Sú upplýsta umræða sem kallað er eftir er áreiðanlega ævistarf þessarar þjóðar og þar að auki -eins og fram kemur í nýjustu færslu síðuritara- breytast þessar reglur frá degi til dags. En hvers vegna nýtir þetta blessað fólk sem getur ekki á heilu sér tekið af óþreyju eftir náðarfaðmi ESB sér ekki frelsið til búferlaflutninga?

Árni Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 20:20

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, góð tillaga, Árni!

Jón Valur Jensson, 17.12.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband