Útrásin, sukkið og útlendir glæpamenn í bankaleynd

Útrásin sukkaði með peninga almennings. Eitt dæmið um það ratar í frétt Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag um viðskipti útrásarfélagsins FL group og Glitnis banka. Útrásin virðist einnig hafa verið í frjálslegum samskiptum við útlenda glæpamenn, samkvæmt fréttum. Síðasta haldreipi útrásarvíkinganna er bankaleynd. Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi/FL group og Glitni bera báðir fyrir sig bankaleynd.

Viðhorf Lárusar og Jóns Ásgeirs virðist vera að það sé allt í lagi að efna til bankahruns aðeins ef passað sé upp á bankaleyndina. Jón Ásgeir er sérstaklega hrifinn af bankaleynd því hún gerir honum kleift að flytja eigur úr skuldsettum félögum á nýjar kennitölur. Í skjóli bankaleyndar nýju ríkisbankanna vill Baugsmaðurinn fá svigrúm til að hirða rekstur úr fyrirtækjum en skilja eftir skuldir.

Um bankaleyndina í útlöndum þarf ekki að spyrja. Í þriðja heims ríkjum er hægt að kaupa sér aðstöðu til peningaþvættis. Spurningin sem íslensku ríkisbankarnir þurfa að spyrja sig er hvort það sé heppilegt að hafa í viðskiptum einstaklinga og félög með þriðja heims siðferði.


mbl.is Jón Ásgeir: Ekkert óeðlilegt við afgreiðslu lánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri óskandi að bankarnir væru jafn hriplekir hvað varðar málefni tengd Jóni Ásgeir, og þau félög hans hafa verið af trúnaðargögnum þegar þau hafa nýst í að reyna að koma höggi á meinta óvini fjárglæframannsins.

Allt rugl um "bankaleynd" á þessum tímum er hlægilegt og einungis notað af því að þessir aðilar hafa eitthvað stórkostlegt að fela. 

Ef að allt væri í stakasta lagi, þá myndu þeir fagna nákvæmri skoðun og "heiðarleikavottorði" semþá fengist með að allt þeirra yrði lagt á borðið.

 Nei aumingja litlu "stórlaxarnir" væla hástöfum að þeirra mikilvægi "réttur" eigi að vera virtur í einu og öllu enda kunnir af "heiðarleika og heilindum".

 Fagna þeir eins og Davíð ef að nákvæmum rannsóknun á þessum málum verður eins og þjóðin fer fram á?  

Ætli það.

 Hvenær ætlar þjóðin að opna augun og gera eitthvað í að lýsa vanþókknun sinni í verki á þessum aðilum sem bera örugglega mesta ábyrgðina á ástandinu?  Td. með að stöðva öll viðskipti við á og þeirra fyrirtæki, eins og Bónus, Hagkaup, 10-11 og öll önnur fyrirtæki á þeirra vegum?

joð (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 15:17

2 identicon

Ekki má undirnokkurm kringumstæðum láta neina útrásarvíkinga eignast aftur neina af bönkunum eða útibúm þeirra í útlöndum eins og Sigurður Einarsson vill eignast KB Banka í Lúxemburg.

Arnar Ívar Sigurbjornsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 23:07

3 identicon

Ég er að vona að vegna þeirra aðstæðna sem upp eru komnar á Íslandi, þá  hisji ríkisstjórnin upp um sig og létti bankaleynd.  Það er einn hlutinn af því að takist að rannsaka okkar mál með eðlilegum hætti, því þetta eru jú okkar mál.

En vegna þess að það eru bara Geir, Ingibjörg og Davíð að því er virðist sem ráða, aðrir koma lítið eða ekki að og alls ekki alþingi.  Þá vitum við ekki hvað þeim þóknast.

Þetta er ógeðslegt allt saman og þarf að sækja tapaða fjármuni þangað sem þeir eru þá fá íslenskir sparifjáreigendur kannski eitthvað til baka.

Sólveig (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:46

4 identicon

Já hún er undarleg þessi bankaleynd. Jón Ásgeir hinn heiðarlegi fullyrðir að allt sem kom fram í grein Agnesar í Mbl. væri helber lygi og rógur og hann ætlar í framhaldinu að athuga réttarstöðu sína varðandi skrifin.

Gott og vel. En af hverju er hann og Lárus Welding fyrrum bankastjóri Glitnis þá að fara fram á að rannsókn fari fram á "lekanum" úr bankanum og þá meintum "brotum" á bankaleyndinni?

Er það vegna þess að Agnes fékk svona rangar upplýsingar?

Er ekki alveg að fatta þessa "snjöllu" útrásaróreiðufélaga...????

joð (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband