Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Leyndi Ingibjörg Sólrún bankafundum fyrir Össuri?
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist í fréttaviðtölum í dag ekki hafa fengið neinar viðvaranir frá Seðlabanka um yfirvofandi bankakreppu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir núverandi formaður Samfylkingarinnar segist hafa setið sex fundi í ár með Seðlabankanum og ríkisstjórn um stöðu íslensku bankanna. Hvernig stendur á því að Össur vissi ekkert um þessa fundi?
Viðbót: Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra kannast heldur ekki við viðvaranir Seðlabanka, samkvæmt þessari frétt á RÚV.
Málið verður sífellt undarlegra. Ingibjörg Sólrún situr heila sex fundi á fyrri hluta árs um yfirvofandi bankakreppu en lætur ekkert uppi um þessa fundi við samráðherra sína og samflokksmenn. Er ekki allt í lagi í Samfylkingunni?
6 fundir með seðlabankastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
....og ekki bara Össuri heldur líka bankamálaráðherranum sjálfum sem líka kemur ofan af heiðum í dag og veit ekki neitt.
Ætli hann sé á förum ?
Stjórnin er í andaslitrunum.
101 (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:25
Þetta er nákvæmlega það sem ég hugsaði.
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:45
Annaðhvort hefur Ingibjörg Sólrún ekki sagt Össuri eða Björgvin frá boðskap seðlabankastjórnarinnar á þessum 6 fundum frá feb. - júlí sl.
Af hverju skyldi það nú vera?
Er vantraust hennar á þessum tveimur meðráðherrum sínum svona algjört, eða eru Össur og Björgvin bara að fara með "hvíta lygi/hreina lygi" eins og venjulega.
Hvað heldur þú?
Jón Sigurðsson hefur a.m.k. vitað um allar staðreyndir fundanna, og kannski nægir það alveg fyrir "flokkinn hennar" að Sollu mati, hver veit?
Trúnaðartraustið hjá Samfó virðist alla vega ekki vera yfirþyrmandi, brestirnir eru afar háværir.
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:46
Og þessu til viðbótar þá er kosningabarátta Samfylkingarinnar hafin.
ASÍ er byrjað að halda mærðarfundi um ESB og evru.
Og kosningabæklingurinn verður í lit: "Fagra ESB"
101 (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:57
Nú er komin upp mjög sérstök og alvarleg staða í ríkisstjórninni. Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra segist hafa setið 6 fundi með bankastjórum Seðlabankans þar sem alvarleg staða Íslenska bankakerfisins hafi verið rædd. Geir H Haarde segist einnig hafa setið fundi með seðlabankanum þar sem að þessi mál hafi verið rædd. Fundir þessir hafi verið allt frá fyrri hluta þessa árs og fram á haust.
Í dag hafa bæði Iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson og Viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson lýst því yfir að þeir hafi ekki heyrt af viðvörunum Seðlabankastjóranna um alvarlega stöðu Íslensku bankanna.
Það hljóta að teljast mjög alvarleg afglöp hjá Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu að upplýsa ekki ráðherra sína um það sem fór fram á fundunum. Allt íslenskt fjármálakerfi riðar til falls og það er ekki einu sinni rætt í ríkisstjórn.
Nú er maður enn og aftur kominn í þá stöðu að maður veit ekki hverjum maður á að trúa. Ég trúi því eiginlega ekki að þessi mál hafi ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar og þá ekki heldur á flokksráðsfundum Samfylkingarinnar og ég trúi því heldur ekki að Björgvin og Össur séu svo vitlausir að segjast ekki hafa setið þessa fundi því að það er væntanlega mjög auðvelt að sanna hverjir sátu fundina.
Er ekki komið nóg af loðnum og lognum svörum?
J. Trausti Magnússon, 18.11.2008 kl. 21:07
Ef þú spyr :Hvar var Össur og hvar var Björgvin G ? Er þetta lið allt sofandi ? ,ég svara ´:össur var að blogga fram eftir miðnætti stundum vaka og andvaka fyrir framan tölvu , en björgvin er bara götustrákur , hann má ekki koma nálægt ( eins og hann sagði einu sinni hann er fyrrverandi alkholisti )...og svona for þetta ...
Ari (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 21:20
Nei, það er greinilega ekki allt í lagi á þeim bænum.
Sólrún treystir strákunum ekki. Það er bara þannig.
Ef hún hefði sagt Össuri þetta hefði hann umsvifalaust bloggað niður bankakerfið.
En svona án gríns þá er þetta alveg með ólíkindum og eftir öðru.
Oddur Ólafsson, 18.11.2008 kl. 21:20
Er þetta það sem skiptir máli núna? Hvort einhver hafi heyrt bullið í þessum Seðlabankafáráðling sem heyktist á að beita stjórntækjum Seðlabankans og er svo á harðahlaupum undan á abyrgð á þessum gerðum sínum og fyrri gerðum sínum sem leiðtogi ríkisstjórna sem lögðu grunn að því að rústa í einu vettfangi fjárhag þjóðarinnar og orðstír. En þessi málflutningur er svo sem í stíl við fyrra gagnleysi íslenskra blaðamanna. Páll ætlar sjáanlega eki að reyna að bæta sig þar.
Ari (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 21:30
Getur verði að þetta sé svona? Davíð, Geir og Solla vissu að þetta stórslys var yfirvofandi en gerðu ekki neitt. Þau gegna trúnaðar-og ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu.
ÉG BARA SPYR: HVAÐ ER LANDRÁÐ EF EKKI SVONA GJÖRNINGUR?
ha ha (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 21:47
Ég tel að nú hafi þingflokkur Samfó verið að krefjast svara frá Ingibjörgu áðan. Það virðist sem að Geir, Árni og Ingibjörg hafi verið ríkið innan ríkissins. Og hafi ekki viljað leyfa Davíð að vera meir en ráðgjafi. Myndi útskýra pirring hans í ræðunni í dag.
Og ég er á þeirri skoðun að ekkert af þeim 63 Alþingismönnum og -konum sé hægt að hefja yfir allan grun um það leynimakk sem nú virðist vera að koma í ljós. Ásamt Seðlabankastjórninni og stjórnendum Fjármálaeftirlitsins.
Það þyrfti að fara grípa inn í þetta mál sem virðist vera að snúast upp í persónulegar deilur og ágreining á kostnað þjóðarinnar. Réttast væri að þetta fólk hyrfi úr pólitík endanlega eða á minnsta kosti á meðan ekki er búið að rannsaka það til hlítar hvaða hlutverki það gegndi í bankahruninu og aðdraganda þess.
Ég er ekki að ásaka neinn sérstakan en það er eitthvað í gangi á bakvið tjöldin sem Davíð vísar í í ræðu sinni. Og ég er ekki maður sem þolir það að einkadeilur og flokksátök fáa mannra bitni á heilli þjóð.
Skaz, 18.11.2008 kl. 21:55
Ég hef heimildir fyrir því að til sé það sem kallað hefur verið gælunafninu ,,yfir ríkisstjórnin" af samráðherrum og öðrum sem henni lúta. Ingibjörg er ekki ein fyrir samfylkinguna í þessum fjögurra manna hóp ráðherra. Hinn ráðherrann er Össur mágur, nema þá mig misminni og það sé Jóhanna. Össur sagði aðeins að hann hefði ekki hlýtt á minnisblaðið ,,á ríkisstjórnarfundi". Það þarf að ganga á hann.
nafnlaus (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:05
Blessaður Páll.
Þetta er ekki mjög flókið. Auðvita vissu Björgvin og Össur af þessum fundum. Fyrir utan meint afglöp sín gagnvart þjóðinni þá er þessi stjórn vanhæf vegna innbyrðis valdabaráttu. Ingibjörg Sólrún kastaði stríðshanskanum þegar Gylfi forseti bað um afsögn Björgvins, nánasta bandamanns Össurar í Samfylkingunni. Það var klókur leikur þá, því Barbabrella Samfylkingarinnar um Davíð yfirskúrk var að bresta, og æ fleiri voru að átta sig á því að það hafði verið starfandi ríkisstjórn í landinu í aðdraganda bankahrunsins. Hvað var sniðugra en að beina kastljósi fjölmiðla að óvinsælasta ráðherra ríkisstjórnarinnar og svo honum Björgvini. Ef það þurfti að fórna Samfylkingarráðherra var ágætt að veikja Össur í leiðinni. Til að gefa þessum gambít trúverðugleika þá var Gylfi, einn af nánustu stuðningsmönnum fenginn til að koma þessum skilaboðum á framfæri. Hvern grunar forseta um pólitískt undirferli.
Flott plott en svo kom Davíð með snöruna og hverjir voru fyrstir til að kasta sér á hana? Jú "minnislausu" mennirnir Össur og Björgvin. Davíð er snillingur. Hann er beittasta stjórnarandstaðan í dag. Fyrst afhjúpaði hann ráðherra SAmfylkingarinnar lygamerði þegar þeir þóttust hafa gleymt samkomulaginu við IFM um vaxtahækkunina og núna er hann búinn að slátra stjórmálaferli Ingibjargar Sólrúnar. Davíð framdi Harikari, sem Seðlabankastjóri í dag, en hann tók ríkisstjórnina með sér í fallinu. Ef rétt er hjá Geir að ríkisstjórnin hafi farið eftir ráðum Seðlabankans þegar stjórninni var gert grein fyrir hinni alvarlegu stöðu bankanna og ekkert meir, hvað segir það um ríkistjórnina? Ráð Seðlabankans voru það aum að enginn tók eftir þeim og ríkistjórnin aðhafðist ekkert í kjölfarið þó hún hefði fengið alvarlegar aðvaranir um þjóðargjaldþrot.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 18.11.2008 kl. 22:40
Mikið afskaplega er nú Samfylkingin skemmtilega vonlaust stjórnmálaafl. Það er ekki við góðu að búast þegar heill flokkur er settur meira og minna í að gæta hagsmuna dæmds fjárglæframanns með mullet.
joð (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:43
Sæl öll,
rétt að skjóta því að, í framhaldi af seinustu athugasemd, Össur og Ingibjörg Sólrún eru svilar.
Góðar kveðjur,
Rýnir, 18.11.2008 kl. 22:48
Aðeins að prjóna við þetta. það verður ekki betur séð en Samfylkining sé komin í kosningahaminn. Hagfræðingurinn Gylfi forseti ASÍ er lagður af stað í nafni samtakanna að boða fagnaðarerindi ESB og undirbýr jarðveginn fyrir Samfylkinguna í komandi kosningum. .
Geri fastlega ráð fyrir að Gylfi verði ekki mjög neðarlega á lista Samfó í kosningunum.
Sennilega er Baugur í lausafjárvandræðum og styrkir ekki miklir í baráttuna og þá er að nota Alþýðusambandið og sjóði þess á þennan hátt.
101 (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:57
En nú eru vinatengsl þarna á milli Samfó og Sjalla í ríkisstjórninni. Ætliði að segja mér að ekkert hafi heyrst um þessa fundi þannig?
Ég er nokkuð viss að Össur og Björgvin séu aldrei þessu vant að segja satt
Og miðað við hvernig Jóhanna var sýnd strunsa útaf "stutta" 2 tíma fundinum áðan í fréttunum hef ég grunsemdir um að hún hafi fengið upplýsingar sem ekki voru henni þóknandi. Alveg eins og á þinginu þegar hún var að kynna nýja frumvarpið um greiðsluvísitöludótið. Hún var þung á brún þar því "einhver" bannaði henni að afnema verðtrygginguna.
Þessi fundur hjá Samfó var greinilega ekki bara um efnahagsvandanna, heldur að öllum líkindum þingflokkurinn að taka sig saman um að pumpa upplýsingar úr ráðherrum sínum. Og þá örugglega um þessa einkafundi Ingibjargar með Geir, Davíð og Árna.
Það er að verða óþolandi að einkaerjur fólks sé að bitna á heilri þjóð, mér er næst að leggja til að þeim verði hent til Grímseyjar (fyrirgefið Grímseyingar) og látin útkljá þetta mál sitt þar á meðan hæft fólk leysir úr efnahagskrísunni.
Og ef einhver tók ekki eftir því í morgun þá var Davíð að lýsa yfir stríði við Geir og félaga. Sem ætluðu að láta hann taka allan skellinn.
Skaz, 18.11.2008 kl. 23:19
Ég átta mig ekki alveg á hvað hefur verið í gangi hjá ríkisstjórninni og ráðherrum hennar, Seðlabankastjórnendum og Fjármálaráðuneytinu á þessu ári. Eða hvers konar samskipta- og ráðaleysi plús frumkvæðisleysi hefur verið við lýði. Margir mikilvægir ráðamenn og bankastjórnendur vissu í hvað stefndi, en samt gerði enginn neitt og horfðu á landið fara í gjaldþrot og missa virðinguna út á við. Þegar talsmenn stjórnarinnar tala um uppstokkun, fæ ég kvíðakast, því ég held þeir leggi ekki alveg sama skilning í það hugtak og allur almenningur. Þvílík vonbrigði, það er eins og sannleikurinn sé að renna upp fyrir mér, hreinn og klár og ég óttast hann mjög, svo og framhaldið ef sama fólkið ætlar sér að skapa nýtt Ísland, nýjar áherslur o.s.frv. Vona að fundurinn á laugardaginn verði sá fjölmennasti til þessa og Háskólabíó verði troðfullt. Að almenningur heimti nýtt og ferskt blóð í stjórnendur þessa lands, því landið er hreinlega að gefa upp öndina og þarf rétta og viðeigandi blóðgjöf.
Nína S (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:26
Það er vond staða sem við erum í.
Öflugasti stjórnmálamaður landsins er embættismaður...
Sigurður Ingi Jónsson, 18.11.2008 kl. 23:59
Þetta segir okkur það eitt að Davíð játar að hann sjálfur hafði tímann frá febrúarbyrjun til að undirbúa viðbrögð sín þegar að því kæmi að fyrsti bankinn myndi leita til hans. Þrátt fyrir það átti Seðlabankin engin tilbúin og prófuð plön eða áætlanir um viðbrögð, aðeins persónulega hernaðaráætlun Davíðs um að hremma bankana - og endurúthluta.
- T.d. hefur Hagfræðideild Seðlabankans staðfest að hún kom ekkert að þeirri atburðarás þegar Glitnir var þjóðnýttur. - Og komið hefur fram að Seðlabankinn átti enga tilbúna áætlun um vinnulag eð ferli þegar að þessu kæmi. - Það segir mér að fyrst Davíð vissi þetta frá febrúar var þetta líka planið hans Davíðs - að fella bankana þegar hann gæti.
Ef hann hefði ætlað sér eitthvað annað hefði Seðlabankinn notað tímann frá febrúar til að gera og prófa plön og áætlanir um viðbúnað og viðbrögð þegar að þessu kæmi.
Gunnar (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 04:49
Valdabarátta og eiginhagsmunir settir framar hag þjóðar. Getur það nokkuð orðið skýrara???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.11.2008 kl. 09:24
Undir öllum kringumstæðum þarf að komast að því hvort ekki hafði verið hægt að stöðva IceSave í Hollandi sem fóru í gang svo seint sem í maí 2008, úr því allir vissu hvert stemdi? Það fór 1 milljarður bandaríkjadollara í súginn þar. það munar nú um minna þessa dagana.
Héðinn Björnsson, 19.11.2008 kl. 11:59
Er Davíð ekki með yfirlýsingu sinni um að hann vilji sjá rannsókn erlendra sérfræðinga á þætti hans og Seðlabankans í öllum þessum ósköpum, einfaldlega að segja að eitthvað óhreint leynist í pokahorninu?
joð (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:19
Sæl öll,
þessar tvær setningar sem “Gunnar” skrifar: “Það segir mér að fyrst Davíð vissi þetta frá febrúar var þetta líka planið hans Davíðs - að fella bankana þegar hann gæti.” og “Þrátt fyrir það átti Seðlabankin engin tilbúin og prófuð plön eða áætlanir um viðbrögð, aðeins persónulega hernaðaráætlun Davíðs um að hremma bankana - og endurúthluta.”, gefa ekki nein tilefni til að taka neitt mark á öðru sem í viðkomandi athugasemd stendur.
Varðandi þátt hagfræðisviðs Seðlabankans í málefnum Glitnis, þá hefur því þegar verið svarað, þannig að annaðhvort hefur þú “Gunnar” ekki fylgst með, eða ekki viljað hlusta.
Satt að segja minna þessi skrif og samsæriskenningar að ofan helst á skrif ónafngreinda starfsmenna DV, fremur en málefnalegt innlegg í umræðuna... Það skyldi þó ekki vera raunin?
Góðar kveðjur,
Rýnir, 19.11.2008 kl. 12:35
Er þetta ekki heldur einfalt?
Annaðhvort treystir ISG ekki samráðherrum sínum, Össuri og Björgvin.
eða
Þeir eru að ljúga, vissu um viðvaranir þótt þeir sætu ekki fundina en segja ekki frá því til að koma höggi á DO og firra sig ábuyrgð. Um leið ljúga þeir að þjóðinni.
Annað af þessu tvennu er skýringin. Þvílíkur flokkur, þvílíkur spuni og þvílíkar lygar.
karl (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:16
Sú stjórn sem nú situr er einhver taktlausasta ríkisstjórn sem setið hefur síðan Þorsteinn Pálson leiddi stjórn Alþýðunnar. Hér hefur hver höndin verið upp á móti annarri og Guðni Ágústsson orðaði það vel þegar hann sagði að Samfylkingin væri helsta stjórnarandstaðan. Þrátt fyrir stjórnarsáttmála sem kveður á um að ekki skuli sótt um aðild að ESB á kjörtímabilinu hefur Samfylkingin viðstöðulaust nauðað um málið.
Og svo ég taki nú þátt í spunanum: Hvað ef aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar liggi í því að þegar Ingibjörgu Sólrúnu var gerð grein fyrir því að bankarnir væru að hrynja, þá hafi hún séð sér leik á borði til að koma baráttumáli sínu í höfn. Kannski trúði hún því að Geir myndi láta undan kröfunni um inngöngu í ESB frekar en að láta bankana falla. Kórinn um Evru og ESB hefur aldrei verið háværari en á þessu ári. Og viðbáran í seinni tíð að þá myndi ECB geta verið okkur til þrautavara. (Sem hann getur náttúrlega ekki verið, því hann er ekkert annað en eftirlitsstofnun)
En ástandið var bara orðið verra en menn gerðu sér grein fyrir, engar lánalínur opnar jafnvel ekki fyrir skuldlausan ríkissjóð. Fall Lehman Bros var bara þröskuldurinn sem þjóðin hnaut svo um.
Ragnhildur Kolka, 19.11.2008 kl. 15:18
Mynduð þið treysta bloggaranum fyrir viðkvæmum upplýsingum?
Smjerjarmur, 19.11.2008 kl. 16:27
Takk fyrir gott innlegg.
Ég fæ ekki séð annað en að það hafi tekist all bærilega að dreifa umræðunni með því að stilla upp stöðumynd atbruðarásar frá trúnaðarfundi í febrúar 2008. Eins og komið hefur fram í umræðunni var skuldastað ríkisins sem greiðanda til þrautavara ef allt færi á versta veg orðin óviðráðanleg löngu fyrir það myndskeið sem nú hefur verið valið sem upphafspunkt skoðanaskipta og vangaveltna.
Á trúnaðarfundinum í febrúar 2008 hafur verið ljóst að stjórnvöld höfðu fá tæki í höndum til að auka líkur á bestu mögulegu útkomu, að bankakerfið héldi velli. Loftbelgur trúverðugleikans var kominn í þær hæðir að ógjörningur var að stýra einu eða neinu öðru en að leitast við að koma Icesave kröfunum í breska landhelgi. Og mikils um vert að gera það með fasi og framkomu sem með engum hætti gæti gefið til kynna örvæntingu eða nauðvörn enda hefðu sík skilaboð væntanlega verið skilgreind sem sjálvirkur sprengivaldur.
Þannig hefur bankamálaráðherran vopnaður texta peningamála frá maí 2008 getað mætt til fundar Í Bretlandi með allt sitt atgervi í góðum anda án þess að reyna þyrfti mikið á leikarahæfileika hans. Það hefur jafnframt verið mat manna á trúnaðarfundunum að hvatvísi Össurar kæmi ekki að góðum notum í þessu máli eins og það var vaxið.
Atburðarásin frá febrúar 2008 gertur vissulega verið fróðleg söguskoðun en hefur sáralítið með að gera endalok íslenska trúverðugleikans á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Menn geta endalaust deilt um leiðarval og hugmyndafræði við að lágmarka skaða líklegrar ógnar. Líklegt þykir að valin hafi verið leið sem talin var geta lámarkað skaðann miðað við að allt færi EKKI á versta veg. Annar valkostur í febrúar 2008 var hugsanlega að hafa frumkvæði að því að valda skaða sem skapað gæti stöðu sem hægt væri að verja. Sú nauðvörn kom síðar. Við greiningu á ákvörðunum sem sammverkandi renndu styrkum stoðum undir ómöguleikann gagnast lítið að koma til leiks í febrúar 2008.
Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 16:55
sjá smjerjarmur
blaðamaður (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:15
meinti já smjerjarmur
blaðamaður (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.